Ótrúlegt gengi Liverpool á enda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 10:45 Watford fagna einu marka sinna í gær á meðan Van Dijk og Alisson skilja hvorki upp né niður. Vísir/Getty Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gær. Hér að neðan má sjá áhugaverða tölfræði varðandi tap Liverpool í gær. Þá er vert að taka fram að liðið hefur nú tapað tveimur leikjum á 11 dögum en liðið tapaði 1-0 fyrir Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Síðari leikur liðanna fer fram á Anfield þann 11. mars. Tapið í gær var fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni siðan þann 3. janúar 2019. Þá tapaði liðið 2-1 gegn Manchester City í leik sem á endanum skar úr um að Man City varð enskur meistari. Var það eina tap Liverpool á síðustu leiktíð. Aðeins Arsenal hefur farið í gegnum fleiri leiki án þess að tapa heldur en núverandi Liverpool lið. Alls fór Arsenal 49 leiki án þess að tapa leik, þar af allt tímabilið 2003/2004. Tapið gegn Watford er stærsta tap toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar síðan Manchester City tapaði 4-1 fyrir Liverpool í nóvember 2015. Leikurinn í gær var stærsti sigur liðs í fallsæti gegn liðinu í toppsætinu síðan Leicester City lagði Manchester United af velli með þremur mörkum gegn engu þann 23. nóvember 1985. Liverpool hafði skorað í 36 deildarleikjum í röð áður en liðið mætti Watford í gær. Síðasta lið til að halda hreinu gegn Evrópumeisturunum var Everton í mars á síðasta ári. Liverpool hefur nú fengið á sig tvö mörk eða fleiri í tveimur leikjum í röð. Það gerðist síðast í desember 2016. Þá átti Liverpool aðeins eitt skot á markið hjá Watford. Það hefur ekki gerst síðan í febrúar á síðasta ári þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Manchester United. Liverpool drop their 1st @premierleague points in days, since 1-1 at Man Utd, Oct 20 Their 1st defeat in PL games - ending the 2nd longest ever top-division unbeaten run First time they've failed to score in PL games, since at Everton, Mar 2019 pic.twitter.com/vQ6VoIWDAx— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 29, 2020 Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum. 29. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Sjá meira
Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gær. Hér að neðan má sjá áhugaverða tölfræði varðandi tap Liverpool í gær. Þá er vert að taka fram að liðið hefur nú tapað tveimur leikjum á 11 dögum en liðið tapaði 1-0 fyrir Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Síðari leikur liðanna fer fram á Anfield þann 11. mars. Tapið í gær var fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni siðan þann 3. janúar 2019. Þá tapaði liðið 2-1 gegn Manchester City í leik sem á endanum skar úr um að Man City varð enskur meistari. Var það eina tap Liverpool á síðustu leiktíð. Aðeins Arsenal hefur farið í gegnum fleiri leiki án þess að tapa heldur en núverandi Liverpool lið. Alls fór Arsenal 49 leiki án þess að tapa leik, þar af allt tímabilið 2003/2004. Tapið gegn Watford er stærsta tap toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar síðan Manchester City tapaði 4-1 fyrir Liverpool í nóvember 2015. Leikurinn í gær var stærsti sigur liðs í fallsæti gegn liðinu í toppsætinu síðan Leicester City lagði Manchester United af velli með þremur mörkum gegn engu þann 23. nóvember 1985. Liverpool hafði skorað í 36 deildarleikjum í röð áður en liðið mætti Watford í gær. Síðasta lið til að halda hreinu gegn Evrópumeisturunum var Everton í mars á síðasta ári. Liverpool hefur nú fengið á sig tvö mörk eða fleiri í tveimur leikjum í röð. Það gerðist síðast í desember 2016. Þá átti Liverpool aðeins eitt skot á markið hjá Watford. Það hefur ekki gerst síðan í febrúar á síðasta ári þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Manchester United. Liverpool drop their 1st @premierleague points in days, since 1-1 at Man Utd, Oct 20 Their 1st defeat in PL games - ending the 2nd longest ever top-division unbeaten run First time they've failed to score in PL games, since at Everton, Mar 2019 pic.twitter.com/vQ6VoIWDAx— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 29, 2020
Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum. 29. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Sjá meira
Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45
Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum. 29. febrúar 2020 20:30