Slepptu að auglýsa og höfðu samband við mögulega bæjarstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2020 11:00 Frá Ísafirði. Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. Í bæjarfélaginu eru Ísafjörður, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Hnífsdalur. Vísir/Egill Kristján Þórir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, reiknar með að það skýrist í vikunni hver verður nýr bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. Komist var að samkomulagi um starfslok Guðmundar Gunnarssonar bæjarstjóra í janúar og Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari og starfandi bæjarstjóri, hefur ráðið sig til starfa sem sveitarstjóra í Borgarbyggð. „Við erum í viðræðum við aðila. Það eru nokkur nöfn á blaði,“ segir Kristján Þórir í samtali við Vísi. Þreyfingar standi yfir og mjög líklegt að það skýrist í næstu viku hver leiði Ísafjarðarbæ út kjörtímabilið. Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.Vísir/Vilhelm Með nokkur nöfn á blaði Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn mynda meirihluta í bæjarstjórn á Ísafirði. Framsókn gerði þá kröfu fyrir samstarfið að auglýst yrði eftir ópólitískum bæjarstjóra sem varð raunin. Var Guðmundur Gunnarsson ráðinn úr hópi umsækjenda en hann er Bolvíkingur og þekkir vel til á svæðinu. Kristján Þórir segir að nú sé verið að skoða nöfn sem komið hafa upp við hugmyndavinnu. Þau hafi ákveðið að sleppa því að auglýsa starfið til að byrja með. „Við litum á að það væri betra að byrja svona miðað við hvernig þetta þróaðist núna. Það tæki skemmri tíma. En ef það gengur ekki upp þá auglýsum við,“ segir Kristján Þórir. Hann á þó ekki von á að svo verði enda séu góðir kandídatar á blaði. Þórólfur Árnason er ekki í viðræðum um starf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.Vísir/Sigurjón Í tveggja manna úrtaki í Borgarbyggð Nafn Þórólfs Árnasonar, fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík og samgöngustjóra, hefur verið nefnt í því samhengi. Þórólfur segir engan fót fyrir því í samtali við Vísi en telur sig kunna skýringu á orðróminum. „Ég var í tveggja manna úrtaki í Borgarbyggð, það er sjálfsagt ruglingurinn,“ segir Þórólfur sem sótti um stöðu sveitarstjóra í Borgarbyggð. Úr varð að Þórdís Sif var ráðin sveitarstjóri en hún á ættir að rekja í Borgarnes líkt og Þórólfur. Þórólfur var ekki endurráðinn sem Samgöngustjóri í fyrra sem kom honum í opna skjöldu. Hann óskaði eftir rökstuðningi frá samgönguráðuneytinu og sendi umboðsmanni Alþingis erindi vegna þessa. Þórólfur segir umboðsmann hafa sent ráðuneytinu bréf vegna þessa og málið því enn í skoðun. Jón Gunnar Jónsson var ráðinn samgöngustjóri. Borgarbyggð Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fær sex mánaða laun Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær sex mánaða laun við starfslok sín. 29. janúar 2020 23:30 Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Ísafjarðarbær missir annan bæjarstjóra sinn á einni viku Byggðarráð Borgarbyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 13. febrúar næstkomandi. Fimmtán sóttu um starfið. 6. febrúar 2020 11:33 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Kristján Þórir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, reiknar með að það skýrist í vikunni hver verður nýr bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. Komist var að samkomulagi um starfslok Guðmundar Gunnarssonar bæjarstjóra í janúar og Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari og starfandi bæjarstjóri, hefur ráðið sig til starfa sem sveitarstjóra í Borgarbyggð. „Við erum í viðræðum við aðila. Það eru nokkur nöfn á blaði,“ segir Kristján Þórir í samtali við Vísi. Þreyfingar standi yfir og mjög líklegt að það skýrist í næstu viku hver leiði Ísafjarðarbæ út kjörtímabilið. Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.Vísir/Vilhelm Með nokkur nöfn á blaði Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn mynda meirihluta í bæjarstjórn á Ísafirði. Framsókn gerði þá kröfu fyrir samstarfið að auglýst yrði eftir ópólitískum bæjarstjóra sem varð raunin. Var Guðmundur Gunnarsson ráðinn úr hópi umsækjenda en hann er Bolvíkingur og þekkir vel til á svæðinu. Kristján Þórir segir að nú sé verið að skoða nöfn sem komið hafa upp við hugmyndavinnu. Þau hafi ákveðið að sleppa því að auglýsa starfið til að byrja með. „Við litum á að það væri betra að byrja svona miðað við hvernig þetta þróaðist núna. Það tæki skemmri tíma. En ef það gengur ekki upp þá auglýsum við,“ segir Kristján Þórir. Hann á þó ekki von á að svo verði enda séu góðir kandídatar á blaði. Þórólfur Árnason er ekki í viðræðum um starf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.Vísir/Sigurjón Í tveggja manna úrtaki í Borgarbyggð Nafn Þórólfs Árnasonar, fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík og samgöngustjóra, hefur verið nefnt í því samhengi. Þórólfur segir engan fót fyrir því í samtali við Vísi en telur sig kunna skýringu á orðróminum. „Ég var í tveggja manna úrtaki í Borgarbyggð, það er sjálfsagt ruglingurinn,“ segir Þórólfur sem sótti um stöðu sveitarstjóra í Borgarbyggð. Úr varð að Þórdís Sif var ráðin sveitarstjóri en hún á ættir að rekja í Borgarnes líkt og Þórólfur. Þórólfur var ekki endurráðinn sem Samgöngustjóri í fyrra sem kom honum í opna skjöldu. Hann óskaði eftir rökstuðningi frá samgönguráðuneytinu og sendi umboðsmanni Alþingis erindi vegna þessa. Þórólfur segir umboðsmann hafa sent ráðuneytinu bréf vegna þessa og málið því enn í skoðun. Jón Gunnar Jónsson var ráðinn samgöngustjóri.
Borgarbyggð Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fær sex mánaða laun Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær sex mánaða laun við starfslok sín. 29. janúar 2020 23:30 Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Ísafjarðarbær missir annan bæjarstjóra sinn á einni viku Byggðarráð Borgarbyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 13. febrúar næstkomandi. Fimmtán sóttu um starfið. 6. febrúar 2020 11:33 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Fær sex mánaða laun Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær sex mánaða laun við starfslok sín. 29. janúar 2020 23:30
Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36
Ísafjarðarbær missir annan bæjarstjóra sinn á einni viku Byggðarráð Borgarbyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 13. febrúar næstkomandi. Fimmtán sóttu um starfið. 6. febrúar 2020 11:33