Faðir Hildar telur hana slá nýjan tón í kvikmyndatónlist Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 10. febrúar 2020 12:01 Hildur Guðnadóttir með verðlaun sín. Bandaríski leikstjórinn Spike Lee klappar henni lof í lófa. Getty/Richard Harbaugh Guðni Franzson, klarinettuleikari og faðir Hildar Guðnadóttur, sat límdur við sjónvarpsskjáinn í Stykkishólmi á fjórða tímanum í nótt þegar ljóst varð að Ísland hafði eignast sinn fyrsta Óskarsverðlaunahafa. „Þetta var smá sjokk, kom svolítið á óvart en svo sem alveg viðbúið þannig. En kemur samt skemmtilega og þægilega á óvart. Maður býst aldrei við neinu svona. Hollywood hefur sína hentisemi og maður gat allt eins búið við því að röðin væri komin að einhverjum öðrum. En þetta var frábært,“ segir Guðni. Hann segist vinna hér á landi og því fylgjast með vegferð Hildar úr nokkurri fjarlægð. „En við erum í góðu sambandi. Hún er með þessi tvö stóru verkefni á árinu og eins og þetta sé eðlilegt framhald af því, þegar bransinn fer að klóra sér, kemur í ljós að hún er með svo falleg og stór verkefni sem fleyta henni áfram í þetta. “ Sterkur karakter sé á tónlist Hildar. Guðni Franzson, annar frá vinstri, veitti Bjartsýnisverðlaunum viðtöku fyrir hönd Hildar í janúar. Með honum á myndinni eru Vigdís Finnbogadóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Sigurður Þór Ásgeirsson.ISAL „Hennar tónlist þekkist vel, stingur alltaf út. Það má segja að hún sé fulltrúi sinnar kynslóðar. Lína sem hefur verið að vaxa síðustu ár. Hún kemur úr noisinu og bróminu og öllu þessu, en samt lírísk og tilfinningarík. Ég upplifi að það sé svolítið 21. öldin að taka yfir. Það tekur tíma að ganga inn í öldina og nú er kominn einhver svona 21. aldar tónn og Hildur á fallegar línur á þessari öld, sem verða alltaf hennar og eru mjög skýr höfundareinkenni.“ Baðherbergissenan í Jókernum er líklega sú sem flestir tengja við en þar leikur sellóið stórt hlutverk. „Selló hefur alltaf verið hennar rödd. Stundum felur hún það, í Tjernóbyl notar hún eiginlega ekkert selló, en þetta er eiginlega hennar hljóð - hennar rödd. Leiðir Jókerinn svolítið áfram. Verður svona leiðarstef. Svolítið framhald af henni. Joaquin Phoenix - það er eins og hann falli inn í hennar rödd. Það er mjög sterkt og kannski það akkurat sem setur þetta á þennan stall - heldur en það sem hinir strákarnir hafa verið að gera. Hvort sem það er Williams eða annað þá er það kannski ekki jafndjúpt persónulegt eins og hún gerði.“ Guðni bendir á að Hildur nálgist verkefni sín á mjög persónulegan hátt og sé nú að uppskera. „Það er kannski nýtt sjónarhorn á kvikmyndatónlist. Hún fer mjög persónulega að þessu í stað þess að fara svona iðnaðarleiðina eins og er gjarnan gert. Það er kannski nýr tónn í þessu öllu saman.“ Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
Guðni Franzson, klarinettuleikari og faðir Hildar Guðnadóttur, sat límdur við sjónvarpsskjáinn í Stykkishólmi á fjórða tímanum í nótt þegar ljóst varð að Ísland hafði eignast sinn fyrsta Óskarsverðlaunahafa. „Þetta var smá sjokk, kom svolítið á óvart en svo sem alveg viðbúið þannig. En kemur samt skemmtilega og þægilega á óvart. Maður býst aldrei við neinu svona. Hollywood hefur sína hentisemi og maður gat allt eins búið við því að röðin væri komin að einhverjum öðrum. En þetta var frábært,“ segir Guðni. Hann segist vinna hér á landi og því fylgjast með vegferð Hildar úr nokkurri fjarlægð. „En við erum í góðu sambandi. Hún er með þessi tvö stóru verkefni á árinu og eins og þetta sé eðlilegt framhald af því, þegar bransinn fer að klóra sér, kemur í ljós að hún er með svo falleg og stór verkefni sem fleyta henni áfram í þetta. “ Sterkur karakter sé á tónlist Hildar. Guðni Franzson, annar frá vinstri, veitti Bjartsýnisverðlaunum viðtöku fyrir hönd Hildar í janúar. Með honum á myndinni eru Vigdís Finnbogadóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Sigurður Þór Ásgeirsson.ISAL „Hennar tónlist þekkist vel, stingur alltaf út. Það má segja að hún sé fulltrúi sinnar kynslóðar. Lína sem hefur verið að vaxa síðustu ár. Hún kemur úr noisinu og bróminu og öllu þessu, en samt lírísk og tilfinningarík. Ég upplifi að það sé svolítið 21. öldin að taka yfir. Það tekur tíma að ganga inn í öldina og nú er kominn einhver svona 21. aldar tónn og Hildur á fallegar línur á þessari öld, sem verða alltaf hennar og eru mjög skýr höfundareinkenni.“ Baðherbergissenan í Jókernum er líklega sú sem flestir tengja við en þar leikur sellóið stórt hlutverk. „Selló hefur alltaf verið hennar rödd. Stundum felur hún það, í Tjernóbyl notar hún eiginlega ekkert selló, en þetta er eiginlega hennar hljóð - hennar rödd. Leiðir Jókerinn svolítið áfram. Verður svona leiðarstef. Svolítið framhald af henni. Joaquin Phoenix - það er eins og hann falli inn í hennar rödd. Það er mjög sterkt og kannski það akkurat sem setur þetta á þennan stall - heldur en það sem hinir strákarnir hafa verið að gera. Hvort sem það er Williams eða annað þá er það kannski ekki jafndjúpt persónulegt eins og hún gerði.“ Guðni bendir á að Hildur nálgist verkefni sín á mjög persónulegan hátt og sé nú að uppskera. „Það er kannski nýtt sjónarhorn á kvikmyndatónlist. Hún fer mjög persónulega að þessu í stað þess að fara svona iðnaðarleiðina eins og er gjarnan gert. Það er kannski nýr tónn í þessu öllu saman.“
Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira