Fótbolti

Aron Einar byrjaði daginn á að fara út að hlaupa með emírnum í Katar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar gekk í raðir Al Arabi í fyrra.
Aron Einar gekk í raðir Al Arabi í fyrra. vísir/getty

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins og leikmaður Al Arabi, byrjaði daginn á að fara út að hlaupa með emírnum, valdamesta manninum í Katar.

„No big deal, byrjadi daginn úti ad hlaupa med kónginum i Qatar,“ skrifaði Aron Einar á Twitter í morgun.



Tamim bin Hamad Al Thani er emír í Katar og hefur verið síðan 25. júní 2013. Hann er sonur Hamad bin Khalifa Al Thani sem var emír á árunum 1995-2013.

Aron Einar og emírinn fóru ekki einir út að hlaupa heldur var hópur af krökkum með þeim eins og sjá má hér fyrir neðan.



Aron Einar og félagar í Al Arabi eru í 5. sæti katörsku úrvalsdeildarinnar með 19 stig eftir 14 umferðir. Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al Arabi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×