Gríðarleg aðsókn í verknám en margir fá ekki inni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 20:30 Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans segir afar leitt að þurfa að hafna fólki um skólavist. Ásókn í verknám hefur aukist gríðarlega síðustu ár og hafa skólar þurft að hafna fjölmörgum umsóknum vegna plássleysis. Tækniskólinn þurfti að hafna ríflega fjórum af hverjum tíu umsóknum í byggingar-og raftækninám á þessari önn. Skólameistari segir það ömurlegt. Undir Tækniskólanum í Reykjavík eru Byggingartækniskólinn og Raftækniskólinn og hefur síðustu ár þurft að hafna stórum hluta þeirra umsókna sem hafa borist í nám þar í dagskóla vegna plássleysis. Frá haustinu 2018 til síðasta haust þurfti skólinn að hafna um 25% til 30% umsókna í byggingartækninámi en nú á vorönn var tæplega helmingi umsókna hafnað. Svipuð þróun hefur verið varðandi nám við Raftækniskólann en nú í vorönn var um 36% umsókna hafnað. Umsóknir í dagsskóla Byggingatækniskólans í Tækniskólanum Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans segir afar leitt að þurfa að hafna fólki um skólavist. „Þetta er náttúrulega alveg ömurlegt, Fólk segir að þetta sé lúxusvandamál en það er ekki rétt. Ég veit það sjálf komandi úr atvinnulífinu að okkur vantar fleira fólk með verk-og tækniþekkingu. Þetta er bara mikill höfuðverkur og eitt það erfiðasta sem mínir stjórnendur hafa glímt við því þetta er svo breytt staða frá sem áður var þegar þurfti nánast að veiða fólk inní skólann,“ segir Hildur. Hildur segir að Menntamálaráðuneytið sé upplýst um vandann. „Ég hef fulla trú að þetta verði unnið vel þar því að þetta er menntun sem að landið okkar þarf,“ segir Hildur sem býst við að málin skýrist betur á vormánuðum eða í sumar. Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar segir einkennilegt að ekki sé hægt að bæta við húsakost skóla sem vísa nemum frá vegna plássleysis. Þór Pálsson framkvæmdarstjóri Rafmenntar segir að stéttarfélög hafi bent á þennan vanda. „Það er skrítið að það skuli ekki vera lögð meiri áhersla á að bæta húsakost skólanna til að taka á móti stærri hópum eða fleiri hópum. Maður veit eiginlega ekki hvað ræður þessu hvort að fjármagnið spili þar inní. Stéttarfélögin hafa beitt sér fyrir og kvartað yfir því og látið vita að það séu ekki til næg pláss í skólunum fyrir þá nema sem vilja fara í verknám,“ segir Þór. Nokkrir nemar voru að taka sveinspróf í Rafmennt og framtíðin er björt. „Þeir eru allir í vinnu, það vantar engum sem er í sveinsprófi hér vinnu,“ segir Þór að lokum. Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Ásókn í verknám hefur aukist gríðarlega síðustu ár og hafa skólar þurft að hafna fjölmörgum umsóknum vegna plássleysis. Tækniskólinn þurfti að hafna ríflega fjórum af hverjum tíu umsóknum í byggingar-og raftækninám á þessari önn. Skólameistari segir það ömurlegt. Undir Tækniskólanum í Reykjavík eru Byggingartækniskólinn og Raftækniskólinn og hefur síðustu ár þurft að hafna stórum hluta þeirra umsókna sem hafa borist í nám þar í dagskóla vegna plássleysis. Frá haustinu 2018 til síðasta haust þurfti skólinn að hafna um 25% til 30% umsókna í byggingartækninámi en nú á vorönn var tæplega helmingi umsókna hafnað. Svipuð þróun hefur verið varðandi nám við Raftækniskólann en nú í vorönn var um 36% umsókna hafnað. Umsóknir í dagsskóla Byggingatækniskólans í Tækniskólanum Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans segir afar leitt að þurfa að hafna fólki um skólavist. „Þetta er náttúrulega alveg ömurlegt, Fólk segir að þetta sé lúxusvandamál en það er ekki rétt. Ég veit það sjálf komandi úr atvinnulífinu að okkur vantar fleira fólk með verk-og tækniþekkingu. Þetta er bara mikill höfuðverkur og eitt það erfiðasta sem mínir stjórnendur hafa glímt við því þetta er svo breytt staða frá sem áður var þegar þurfti nánast að veiða fólk inní skólann,“ segir Hildur. Hildur segir að Menntamálaráðuneytið sé upplýst um vandann. „Ég hef fulla trú að þetta verði unnið vel þar því að þetta er menntun sem að landið okkar þarf,“ segir Hildur sem býst við að málin skýrist betur á vormánuðum eða í sumar. Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar segir einkennilegt að ekki sé hægt að bæta við húsakost skóla sem vísa nemum frá vegna plássleysis. Þór Pálsson framkvæmdarstjóri Rafmenntar segir að stéttarfélög hafi bent á þennan vanda. „Það er skrítið að það skuli ekki vera lögð meiri áhersla á að bæta húsakost skólanna til að taka á móti stærri hópum eða fleiri hópum. Maður veit eiginlega ekki hvað ræður þessu hvort að fjármagnið spili þar inní. Stéttarfélögin hafa beitt sér fyrir og kvartað yfir því og látið vita að það séu ekki til næg pláss í skólunum fyrir þá nema sem vilja fara í verknám,“ segir Þór. Nokkrir nemar voru að taka sveinspróf í Rafmennt og framtíðin er björt. „Þeir eru allir í vinnu, það vantar engum sem er í sveinsprófi hér vinnu,“ segir Þór að lokum.
Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði