Jussie Smollett ákærður á ný Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2020 07:40 Jussie Smollett ræddi við fjölmiðla í mars á síðasta ári eftir að ákæra á hendur honum var felld niður. Getty Sérstakur saksóknari í Illinois hefur ákært bandaríska sjónvarpsleikarann Jussie Smollett fyrir að hafa logið á að lögreglu. Smollett, sem gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í þáttunum Empire, heldur því fram að hann hafi verið fórnarlamb líkamsárásar í Chicago í janúar á síðasta ári sem hafi skýrst af kynþátta- og hommahatri árásarmannanna tveggja. Lögregla sakar Smollett hins vegar um að hafa sett árásina á svið til að vekja athygli á sjálfum sér og leiklistarferli sínum. Smollett hefur hafnað þeim ásökunum. Sagðir hafa vísað í slagorð Trump Þegar fyrst var greint frá árásinni kom fram að Smollett hafi verið kýldur í framan af tveimur grímuklæddum mönnum og þeir hellt óþekktu efni yfir hann og komið reipi um hálsinn hans. Sagði Smollett lögreglu frá því að árásarmennirnir hafi þegar árásin stóð yfir vísað í slagorð Donald Trump Bandaríkjaforseta um að gera Bandaríkin stórfengleg á ný – Make America Great Again. Smollett var hins vegar sjálfur handtekinn í febrúar á síðasta ári, eftir að lögregla sakaði leikarann um að greiða tveimur bræðrum summu fyrir að ráðast á sig og þannig vekja athygli á leiklistarferli sínum, en hann á að hafa verið óánægður með launin sín. Málið tekið upp á ný Fyrri ákæra á hendur hendur Smollett var hins vegar felld niður í mars síðastliðinn. Saksóknarinn Dan Webb greindi frá því í yfirlýsingu í gær að ákæran nú sé í sex liðum. Saksóknari tók málið upp í ágúst þar sem honum var falið að rannsaka hvernig lögregla í Chicago tók á málinu. Bandaríkin Hollywood Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. 25. júní 2019 11:06 Empire-leikarinn ákærður fyrir að sviðsetja árás á sjálfan sig Bandaríski leikarinn Jussie Smollett er ákærður í alls sautján liðum fyrir að hafa sviðsett á sig árás og að ljúga að lögreglunni við skýrslutöku. 9. mars 2019 11:07 Borgarstjóri Chicago reiður Jussie Smollett: „Hefur þessi maður enga sómakennd?“ Rahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, var vægast sagt ósáttur við að ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett væru felldar niður. 26. mars 2019 22:02 Ákærurnar gegn Jussie Smollett felldar niður Allar ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett hafa verið felldar niður. Lögmenn hans lýstu því yfir fyrir skömmu. 26. mars 2019 15:21 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Sérstakur saksóknari í Illinois hefur ákært bandaríska sjónvarpsleikarann Jussie Smollett fyrir að hafa logið á að lögreglu. Smollett, sem gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í þáttunum Empire, heldur því fram að hann hafi verið fórnarlamb líkamsárásar í Chicago í janúar á síðasta ári sem hafi skýrst af kynþátta- og hommahatri árásarmannanna tveggja. Lögregla sakar Smollett hins vegar um að hafa sett árásina á svið til að vekja athygli á sjálfum sér og leiklistarferli sínum. Smollett hefur hafnað þeim ásökunum. Sagðir hafa vísað í slagorð Trump Þegar fyrst var greint frá árásinni kom fram að Smollett hafi verið kýldur í framan af tveimur grímuklæddum mönnum og þeir hellt óþekktu efni yfir hann og komið reipi um hálsinn hans. Sagði Smollett lögreglu frá því að árásarmennirnir hafi þegar árásin stóð yfir vísað í slagorð Donald Trump Bandaríkjaforseta um að gera Bandaríkin stórfengleg á ný – Make America Great Again. Smollett var hins vegar sjálfur handtekinn í febrúar á síðasta ári, eftir að lögregla sakaði leikarann um að greiða tveimur bræðrum summu fyrir að ráðast á sig og þannig vekja athygli á leiklistarferli sínum, en hann á að hafa verið óánægður með launin sín. Málið tekið upp á ný Fyrri ákæra á hendur hendur Smollett var hins vegar felld niður í mars síðastliðinn. Saksóknarinn Dan Webb greindi frá því í yfirlýsingu í gær að ákæran nú sé í sex liðum. Saksóknari tók málið upp í ágúst þar sem honum var falið að rannsaka hvernig lögregla í Chicago tók á málinu.
Bandaríkin Hollywood Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. 25. júní 2019 11:06 Empire-leikarinn ákærður fyrir að sviðsetja árás á sjálfan sig Bandaríski leikarinn Jussie Smollett er ákærður í alls sautján liðum fyrir að hafa sviðsett á sig árás og að ljúga að lögreglunni við skýrslutöku. 9. mars 2019 11:07 Borgarstjóri Chicago reiður Jussie Smollett: „Hefur þessi maður enga sómakennd?“ Rahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, var vægast sagt ósáttur við að ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett væru felldar niður. 26. mars 2019 22:02 Ákærurnar gegn Jussie Smollett felldar niður Allar ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett hafa verið felldar niður. Lögmenn hans lýstu því yfir fyrir skömmu. 26. mars 2019 15:21 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. 25. júní 2019 11:06
Empire-leikarinn ákærður fyrir að sviðsetja árás á sjálfan sig Bandaríski leikarinn Jussie Smollett er ákærður í alls sautján liðum fyrir að hafa sviðsett á sig árás og að ljúga að lögreglunni við skýrslutöku. 9. mars 2019 11:07
Borgarstjóri Chicago reiður Jussie Smollett: „Hefur þessi maður enga sómakennd?“ Rahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, var vægast sagt ósáttur við að ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett væru felldar niður. 26. mars 2019 22:02
Ákærurnar gegn Jussie Smollett felldar niður Allar ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett hafa verið felldar niður. Lögmenn hans lýstu því yfir fyrir skömmu. 26. mars 2019 15:21