Stjarnan hefur aldrei tapað í bikarúrslitum í Höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 15:30 Hlynur Elías Bæringsson lyfti bikarnum í fyrra. Vísir/Bára Stjörnumenn mæta í kvöld í Laugardalshöllina og eiga góða möguleika á því að halda þar áfram sigurgöngu sinni í bikarúrslitum. Leikurinn á móti Tindastól í Höllinni í kvöld verður sjötti leikur Stjörnunnar í bikarúrslitum í Höllinni og hinir fimm hafa allir unnist. Stjarnan vann bikarkeppnina í fyrra og er á toppi Domino´s deildarinnar í dag. Liðið vann fimmtán leiki í röð þar til að liðið steinlá í síðasta leik á móti Val. Undanúrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls hefst klukkan 20.15 en á undan (Kl. 17.30) spila Grindavík og Fjölnir hinn undanúrslitaleikinn.Fyrsti bikarúrslitaleikur Stjörnumanna var fyrir ellefu árum síðan og þar innu Garðbæingar einn óvæntasta sigurinn í sögu bikarúrslitanna. Stjarnan vann þá 78-76 sigur á stórstjörnuliði KR-inga sem var meðal annars með þá Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson á toppi síns ferils. Jovan Zdravevski var þá atkvæðamestur í Stjörnuliðinu með 23 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar en Justin Shouse bætti við 22 stigum og 9 stoðsendingum. Kjartan Atli Kjartansson, núverandi umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds skoraði 11 stig í úrslitaleiknum eins og Fannar Freyr Helgason sem var líka með 19 fráköst. Justin Shouse varð þrisvar sinnum bikarmeistari með Stjörnunni.Mynd/Daníel Fjórum árum síðar komust Stjörnumenn aftur í bikarúrslitin og unnu þá tólf stiga sigur á Grindavík, 91-79. Jarrid Frye var þa langstigahæstur með 32 stig, Brian Mills skoraði 17 stig og svo voru þeir Jovan Zdravevski (15 stig) og Justin Shouse (14 stig og 9 stoðsendingar) áfram í stórum hlutverkum.Stjarnan vann síðan aftur tveggja stiga sigur á KR þegar liðin mættust í bikarúrslitaleiknum árið 2015. Justin Shouse náði þar að verða bikarmeistari með Stjörnunni í þriðja sinn en hann var með 19 stig og 10 stoðsendingar í bikaúrslitaleiknum. Jeremy Atkinson var hins vegar atkvæðamestur með 31 stig og 9 fráköst en Dagur Kár Jónsson skoraði síðan 14 stig.Stjörnumenn geta nú leikið eftir afrek sitt síðan í fyrra sem var í fyrsta sinn sem þeir komust í bikarúrslitin í Laugardalshöllinni síðan að undanúrslitaleikirnir urðu hluti af bikarúrslitunum. Stjarnan vann þá fjórtán stiga sigur á ÍR-ingum í undanúrslitunum og lék sér síðan að Njarðvíkurliðinu í bikarúrslitaleiknum sem Stjarnan vann 84-68. Brandon Rozzell var með 30 stig í bikarúrslitaleiknum og Hlynur Elías Bæringsson bauð upp á 13 stig og 14 fráköst. Einn allra besti maður vallarins var hins vegar Ægir Þór Steinarsson sem auk 8 stig og 8 stoðsendinga hélt aðalstjörnu Njarðvíkurliðsins, Elvari Má Friðrikssyni, í 8 stigum og 14 prósent skotnýtingu. Ægir Þór Steinarsson var frábær í bikarúrslitaleiknum í fyrra.Vísir/Bára Margir úr Stjörnuliðinu í fyrra fá nú tækifæri til að verða bikarmeistarar annað árið í röð. Hlynur Elías Bæringsson og Ægir Þór Steinarsson eru áfram í lykilhlutverkum og þeir Tómas Þórður Hilmarsson og Arnþór Freyr Guðmundsson eru líka áfram að skila mikilvægum mínútum. Dúi Þór Jónsson, Ingimundur Orri Jóhannsson og Ágúst Angantýsson voru líka með í bikarúrslitunum í fyrra. Það eru aftur á móti nýir erlendir leikmenn hjá Stjörnunni, því þeir Urald King, Nikolas Tomsick og Kyle Johnson eru á sínu fyrsta tímabili í Garðabænum. Landsliðsmaðurinn Gunnar Ólafsson kom síðan til liðsins um áramótin.Stjarnan í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni: 2009 - Bikarúrslit - 78-76 sigur á KR 2013 - Bikarúrslit - 91-79 sigur á Grindavík 2015 - Bikarúrslit - 85-83 sigur á KR 2019 - Undanúrslit - 87-73 sigur á ÍR 2019 - Bikarúrslit - 84-68 sigur á Njarðvík Dominos-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Stjörnumenn mæta í kvöld í Laugardalshöllina og eiga góða möguleika á því að halda þar áfram sigurgöngu sinni í bikarúrslitum. Leikurinn á móti Tindastól í Höllinni í kvöld verður sjötti leikur Stjörnunnar í bikarúrslitum í Höllinni og hinir fimm hafa allir unnist. Stjarnan vann bikarkeppnina í fyrra og er á toppi Domino´s deildarinnar í dag. Liðið vann fimmtán leiki í röð þar til að liðið steinlá í síðasta leik á móti Val. Undanúrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls hefst klukkan 20.15 en á undan (Kl. 17.30) spila Grindavík og Fjölnir hinn undanúrslitaleikinn.Fyrsti bikarúrslitaleikur Stjörnumanna var fyrir ellefu árum síðan og þar innu Garðbæingar einn óvæntasta sigurinn í sögu bikarúrslitanna. Stjarnan vann þá 78-76 sigur á stórstjörnuliði KR-inga sem var meðal annars með þá Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson á toppi síns ferils. Jovan Zdravevski var þá atkvæðamestur í Stjörnuliðinu með 23 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar en Justin Shouse bætti við 22 stigum og 9 stoðsendingum. Kjartan Atli Kjartansson, núverandi umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds skoraði 11 stig í úrslitaleiknum eins og Fannar Freyr Helgason sem var líka með 19 fráköst. Justin Shouse varð þrisvar sinnum bikarmeistari með Stjörnunni.Mynd/Daníel Fjórum árum síðar komust Stjörnumenn aftur í bikarúrslitin og unnu þá tólf stiga sigur á Grindavík, 91-79. Jarrid Frye var þa langstigahæstur með 32 stig, Brian Mills skoraði 17 stig og svo voru þeir Jovan Zdravevski (15 stig) og Justin Shouse (14 stig og 9 stoðsendingar) áfram í stórum hlutverkum.Stjarnan vann síðan aftur tveggja stiga sigur á KR þegar liðin mættust í bikarúrslitaleiknum árið 2015. Justin Shouse náði þar að verða bikarmeistari með Stjörnunni í þriðja sinn en hann var með 19 stig og 10 stoðsendingar í bikaúrslitaleiknum. Jeremy Atkinson var hins vegar atkvæðamestur með 31 stig og 9 fráköst en Dagur Kár Jónsson skoraði síðan 14 stig.Stjörnumenn geta nú leikið eftir afrek sitt síðan í fyrra sem var í fyrsta sinn sem þeir komust í bikarúrslitin í Laugardalshöllinni síðan að undanúrslitaleikirnir urðu hluti af bikarúrslitunum. Stjarnan vann þá fjórtán stiga sigur á ÍR-ingum í undanúrslitunum og lék sér síðan að Njarðvíkurliðinu í bikarúrslitaleiknum sem Stjarnan vann 84-68. Brandon Rozzell var með 30 stig í bikarúrslitaleiknum og Hlynur Elías Bæringsson bauð upp á 13 stig og 14 fráköst. Einn allra besti maður vallarins var hins vegar Ægir Þór Steinarsson sem auk 8 stig og 8 stoðsendinga hélt aðalstjörnu Njarðvíkurliðsins, Elvari Má Friðrikssyni, í 8 stigum og 14 prósent skotnýtingu. Ægir Þór Steinarsson var frábær í bikarúrslitaleiknum í fyrra.Vísir/Bára Margir úr Stjörnuliðinu í fyrra fá nú tækifæri til að verða bikarmeistarar annað árið í röð. Hlynur Elías Bæringsson og Ægir Þór Steinarsson eru áfram í lykilhlutverkum og þeir Tómas Þórður Hilmarsson og Arnþór Freyr Guðmundsson eru líka áfram að skila mikilvægum mínútum. Dúi Þór Jónsson, Ingimundur Orri Jóhannsson og Ágúst Angantýsson voru líka með í bikarúrslitunum í fyrra. Það eru aftur á móti nýir erlendir leikmenn hjá Stjörnunni, því þeir Urald King, Nikolas Tomsick og Kyle Johnson eru á sínu fyrsta tímabili í Garðabænum. Landsliðsmaðurinn Gunnar Ólafsson kom síðan til liðsins um áramótin.Stjarnan í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni: 2009 - Bikarúrslit - 78-76 sigur á KR 2013 - Bikarúrslit - 91-79 sigur á Grindavík 2015 - Bikarúrslit - 85-83 sigur á KR 2019 - Undanúrslit - 87-73 sigur á ÍR 2019 - Bikarúrslit - 84-68 sigur á Njarðvík
Dominos-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira