Afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilunni: Deilan bitnar á börnunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. febrúar 2020 18:45 Þórunn Gyða Björnsdóttir leikskólastjóri á Rofaborg hefur áhyggjur af kjaradeilu Reykjavíkurborgar og Eflingar. Vísir/Baldur Leikskólastjóri í Reykjavík segir afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilu borgarinnar og Eflingar. Deilan bitni á börnunum en á sumum leikskólum voru engin börn hluta af deginum vegna verkfalls Eflingar. Þá eru skólastjórnendur margir hverjir áhyggjufullir vegna ástandsins. Leikskólinn Rofaborg var barnlaus eftir hádegi en þá var búið að senda öll börn heim vegna verkfallsins. Aðeins var þó tekið á móti hluta barnanna í morgun vegna verkfallsins svo flest barnanna á leikskólanum voru heima allan daginn. „Verkfallið hefur veruleg áhrif á þær níutíu og átta fjölskyldur sem við erum með hérna hjá okkur. Af þrjátíu starfsmönnum sem starfa hér þá eru tuttugu starfsmenn í verkfalli,“ Þórunn Gyða Björnsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Rofaborg. Síðasti fundur samninganefndanna var á föstudaginn í síðustu viku. Til stóð að funda á mánudaginn áður en verkfallið hófst. Af þeim fundi varð ekki. Hjá Ríkissáttasemjara fengust þær upplýsingar í dag að enginn fundur hefði verið boðaður í kjaradeilunni. Ljóst er því að áfram verður verkfall á morgun með tilheyrandi lokunum á leikskólum og skertri þjónustu við skólabörn og aldraða. Þórunn segir slæmt að heyra af því að deiluaðilar séu ekki að funda til að reyna að leysa deiluna. „Það er alveg afleitt að heyra það og líka höfum við áhyggjur af okkar vinnufélögum sem þurfa að vera heima vegna verkfalls. Þetta hefur heldur ekki góð áhrif á þau og þetta er líka afar slæmt fyrir börnin að missa svona úr leikskólanum,“ segir Þórunn. Hún vonast til að boðað verði til samningafundar fljótlega og að deilan leysist. „Deiluaðilar þurfa að ræða saman. Það er alveg forsenda fyrir því að verkfallið leysist að fólk sé að ræða saman,“ segir Þórunn. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir er skólastjóri Ingunnarskóla en tveir starfsmenn skólans eru í Eflingu og í verkfalli.Vísir/Guðlaug Skólastjórendur, sem rætt var við í dag, lýstu allir yfir áhyggjum af stöðunni en einn þeirra er Guðlaug Erla Gunnarsdóttir skólastjóri í Ingunnarskóla. „Hjá okkur eru tveir starfsmenn sem eru í Eflingu og þeir starfa báðir í mötuneyti skólans. Þannig að þetta hefur áhrif á þjónustu hvað varðar mat að gera. Bæði fellur niður hafragrautur, þessa daga sem eru verkfallsdagar, sem við bjóðum upp á á morgnana og einnig verðum við að takmarka hvaða árgangar geta borðað hverju sinni. Í dag eru það unglingarnir sem koma með nesti og á morgun eru það bara unglingarnir sem fá að borða og 1. til 7. bekkur kemur með nesti,“ segir Guðlaug Erla. Þá segir Guðlaug Erla að ef verkfallið geti farið að hafa áhrif á kennslu. „Ég hef áhyggjur af stöðunni og ef að verkfallið dregst á langinn þá getur það farið að hafa áhrif á heimilisfræðikennslu af því annar starfsmaðurinn ræstir heimilisfræðistofu og ræstir mötuneytið“ segir Guðlaug Erla. Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir er ein þeirra sem sinnt hefur verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag.Vísir/Baldur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir er ein þeirra sem hefur sinnt verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag. Hún segir verkfallið að mestu leyti hafa farið vel fram. „Það er mjög mikil samstaða. Við höfum bara orðnar varar við eitt verkfallsbrot eins og er en það hefur ekkert verið eitthvað gert viljandi,“ segir Ingibjörg Þóra. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira
Leikskólastjóri í Reykjavík segir afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilu borgarinnar og Eflingar. Deilan bitni á börnunum en á sumum leikskólum voru engin börn hluta af deginum vegna verkfalls Eflingar. Þá eru skólastjórnendur margir hverjir áhyggjufullir vegna ástandsins. Leikskólinn Rofaborg var barnlaus eftir hádegi en þá var búið að senda öll börn heim vegna verkfallsins. Aðeins var þó tekið á móti hluta barnanna í morgun vegna verkfallsins svo flest barnanna á leikskólanum voru heima allan daginn. „Verkfallið hefur veruleg áhrif á þær níutíu og átta fjölskyldur sem við erum með hérna hjá okkur. Af þrjátíu starfsmönnum sem starfa hér þá eru tuttugu starfsmenn í verkfalli,“ Þórunn Gyða Björnsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Rofaborg. Síðasti fundur samninganefndanna var á föstudaginn í síðustu viku. Til stóð að funda á mánudaginn áður en verkfallið hófst. Af þeim fundi varð ekki. Hjá Ríkissáttasemjara fengust þær upplýsingar í dag að enginn fundur hefði verið boðaður í kjaradeilunni. Ljóst er því að áfram verður verkfall á morgun með tilheyrandi lokunum á leikskólum og skertri þjónustu við skólabörn og aldraða. Þórunn segir slæmt að heyra af því að deiluaðilar séu ekki að funda til að reyna að leysa deiluna. „Það er alveg afleitt að heyra það og líka höfum við áhyggjur af okkar vinnufélögum sem þurfa að vera heima vegna verkfalls. Þetta hefur heldur ekki góð áhrif á þau og þetta er líka afar slæmt fyrir börnin að missa svona úr leikskólanum,“ segir Þórunn. Hún vonast til að boðað verði til samningafundar fljótlega og að deilan leysist. „Deiluaðilar þurfa að ræða saman. Það er alveg forsenda fyrir því að verkfallið leysist að fólk sé að ræða saman,“ segir Þórunn. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir er skólastjóri Ingunnarskóla en tveir starfsmenn skólans eru í Eflingu og í verkfalli.Vísir/Guðlaug Skólastjórendur, sem rætt var við í dag, lýstu allir yfir áhyggjum af stöðunni en einn þeirra er Guðlaug Erla Gunnarsdóttir skólastjóri í Ingunnarskóla. „Hjá okkur eru tveir starfsmenn sem eru í Eflingu og þeir starfa báðir í mötuneyti skólans. Þannig að þetta hefur áhrif á þjónustu hvað varðar mat að gera. Bæði fellur niður hafragrautur, þessa daga sem eru verkfallsdagar, sem við bjóðum upp á á morgnana og einnig verðum við að takmarka hvaða árgangar geta borðað hverju sinni. Í dag eru það unglingarnir sem koma með nesti og á morgun eru það bara unglingarnir sem fá að borða og 1. til 7. bekkur kemur með nesti,“ segir Guðlaug Erla. Þá segir Guðlaug Erla að ef verkfallið geti farið að hafa áhrif á kennslu. „Ég hef áhyggjur af stöðunni og ef að verkfallið dregst á langinn þá getur það farið að hafa áhrif á heimilisfræðikennslu af því annar starfsmaðurinn ræstir heimilisfræðistofu og ræstir mötuneytið“ segir Guðlaug Erla. Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir er ein þeirra sem sinnt hefur verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag.Vísir/Baldur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir er ein þeirra sem hefur sinnt verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag. Hún segir verkfallið að mestu leyti hafa farið vel fram. „Það er mjög mikil samstaða. Við höfum bara orðnar varar við eitt verkfallsbrot eins og er en það hefur ekkert verið eitthvað gert viljandi,“ segir Ingibjörg Þóra.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira