Sportpakkinn: Ætti að styrkja færri sambönd? Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2020 19:15 Andri Stefánsson er sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og situr í stjórn Afrekssjóðs. vísir/skjáskot Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs hjá þeim sérsamböndum sem sóttu um styrk til Afrekssjóðs ÍSÍ í ár nemur rúmum einum og hálfum milljarði króna. Afrekssjóður styður samböndin um tæplega 30% en fyrir fjórum árum var hlutfallið 11%. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær fær Handknattleikssamband Íslands 10 milljónum króna minna í ár en í fyrra. Körfuknattleikssambandið og Frjálsíþróttasambandið fá einnig umtalsvert lægri styrk en í fyrra. „Við erum með átta sérsambönd í A-flokki sem eru að fá 70% af þeim styrkjum sem eru til úthlutunar úr sjóðnum. Ætti sú tala að vera hærri? Ættum við að vera að styrkja þá sem ná lengst ennþá meira en þessi 70%? Og á sama hátt, eigum við að vera að styrkja öll samböndin sem eru að hljóta styrk?,“ spyr Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ sem á sæti í stjórn Afrekssjóðs. Klippa: Sportpakkinn: Afreksstyrkir ÍSÍ til umræðu Andri segir 30 af 33 sérsamböndum ÍSÍ fá styrk í ár en í samanburði fái þriðjungur sérsambanda í Danmörku afreksstyrki. Til greina komi að breyta fyrirkomulaginu sem gilt hefur hér á landi undanfarin ár. „Íþróttahreyfingin þarf að vera samstíga í því. Það þarf að gæta jafnræðis í ákveðnum þáttum en afrekin þurfa að telja,“ segir Andri og bendir á að flestöll sambönd sem flokkuð séu í B- og C-flokk haldi afreksstarfi sínu að mestu leyti uppi með greiðslum íþróttafólksins sjálfs. En telur hann gagnrýni Róberts Geirs Gíslasonar, framkvæmdastjóra HSÍ, í fréttum í gær eiga við rök að styðjast? „Örugglega að einhverju leyti. Þetta er flókið útspil, að vera með styrkveitingar úr Afrekssjóði. Þetta eru gífurlega háar upphæðir sem verið er að skoða hjá öllum samböndum. Afreksstarfið kostar 1,5 milljarð hjá samböndunum, og við úthlutum rúmum 460 milljónum. Flestöll samböndin eru að gefa í í afreksstarfinu, skora eins og kerfið bíður upp á, og þegar það eru fleiri sem standa sig þannig og meira ákall eftir þeim fjármunum þá verður úr minna að spila og þar af leiðandi verður lækkun hjá nokkrum samböndum.“ Innslagið í heild má sjá hér að ofan. Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Sportpakkinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Berjast um annað sætið Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs hjá þeim sérsamböndum sem sóttu um styrk til Afrekssjóðs ÍSÍ í ár nemur rúmum einum og hálfum milljarði króna. Afrekssjóður styður samböndin um tæplega 30% en fyrir fjórum árum var hlutfallið 11%. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær fær Handknattleikssamband Íslands 10 milljónum króna minna í ár en í fyrra. Körfuknattleikssambandið og Frjálsíþróttasambandið fá einnig umtalsvert lægri styrk en í fyrra. „Við erum með átta sérsambönd í A-flokki sem eru að fá 70% af þeim styrkjum sem eru til úthlutunar úr sjóðnum. Ætti sú tala að vera hærri? Ættum við að vera að styrkja þá sem ná lengst ennþá meira en þessi 70%? Og á sama hátt, eigum við að vera að styrkja öll samböndin sem eru að hljóta styrk?,“ spyr Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ sem á sæti í stjórn Afrekssjóðs. Klippa: Sportpakkinn: Afreksstyrkir ÍSÍ til umræðu Andri segir 30 af 33 sérsamböndum ÍSÍ fá styrk í ár en í samanburði fái þriðjungur sérsambanda í Danmörku afreksstyrki. Til greina komi að breyta fyrirkomulaginu sem gilt hefur hér á landi undanfarin ár. „Íþróttahreyfingin þarf að vera samstíga í því. Það þarf að gæta jafnræðis í ákveðnum þáttum en afrekin þurfa að telja,“ segir Andri og bendir á að flestöll sambönd sem flokkuð séu í B- og C-flokk haldi afreksstarfi sínu að mestu leyti uppi með greiðslum íþróttafólksins sjálfs. En telur hann gagnrýni Róberts Geirs Gíslasonar, framkvæmdastjóra HSÍ, í fréttum í gær eiga við rök að styðjast? „Örugglega að einhverju leyti. Þetta er flókið útspil, að vera með styrkveitingar úr Afrekssjóði. Þetta eru gífurlega háar upphæðir sem verið er að skoða hjá öllum samböndum. Afreksstarfið kostar 1,5 milljarð hjá samböndunum, og við úthlutum rúmum 460 milljónum. Flestöll samböndin eru að gefa í í afreksstarfinu, skora eins og kerfið bíður upp á, og þegar það eru fleiri sem standa sig þannig og meira ákall eftir þeim fjármunum þá verður úr minna að spila og þar af leiðandi verður lækkun hjá nokkrum samböndum.“ Innslagið í heild má sjá hér að ofan.
Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Sportpakkinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Berjast um annað sætið Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira