Sportpakkinn: Ætti að styrkja færri sambönd? Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2020 19:15 Andri Stefánsson er sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og situr í stjórn Afrekssjóðs. vísir/skjáskot Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs hjá þeim sérsamböndum sem sóttu um styrk til Afrekssjóðs ÍSÍ í ár nemur rúmum einum og hálfum milljarði króna. Afrekssjóður styður samböndin um tæplega 30% en fyrir fjórum árum var hlutfallið 11%. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær fær Handknattleikssamband Íslands 10 milljónum króna minna í ár en í fyrra. Körfuknattleikssambandið og Frjálsíþróttasambandið fá einnig umtalsvert lægri styrk en í fyrra. „Við erum með átta sérsambönd í A-flokki sem eru að fá 70% af þeim styrkjum sem eru til úthlutunar úr sjóðnum. Ætti sú tala að vera hærri? Ættum við að vera að styrkja þá sem ná lengst ennþá meira en þessi 70%? Og á sama hátt, eigum við að vera að styrkja öll samböndin sem eru að hljóta styrk?,“ spyr Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ sem á sæti í stjórn Afrekssjóðs. Klippa: Sportpakkinn: Afreksstyrkir ÍSÍ til umræðu Andri segir 30 af 33 sérsamböndum ÍSÍ fá styrk í ár en í samanburði fái þriðjungur sérsambanda í Danmörku afreksstyrki. Til greina komi að breyta fyrirkomulaginu sem gilt hefur hér á landi undanfarin ár. „Íþróttahreyfingin þarf að vera samstíga í því. Það þarf að gæta jafnræðis í ákveðnum þáttum en afrekin þurfa að telja,“ segir Andri og bendir á að flestöll sambönd sem flokkuð séu í B- og C-flokk haldi afreksstarfi sínu að mestu leyti uppi með greiðslum íþróttafólksins sjálfs. En telur hann gagnrýni Róberts Geirs Gíslasonar, framkvæmdastjóra HSÍ, í fréttum í gær eiga við rök að styðjast? „Örugglega að einhverju leyti. Þetta er flókið útspil, að vera með styrkveitingar úr Afrekssjóði. Þetta eru gífurlega háar upphæðir sem verið er að skoða hjá öllum samböndum. Afreksstarfið kostar 1,5 milljarð hjá samböndunum, og við úthlutum rúmum 460 milljónum. Flestöll samböndin eru að gefa í í afreksstarfinu, skora eins og kerfið bíður upp á, og þegar það eru fleiri sem standa sig þannig og meira ákall eftir þeim fjármunum þá verður úr minna að spila og þar af leiðandi verður lækkun hjá nokkrum samböndum.“ Innslagið í heild má sjá hér að ofan. Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Sportpakkinn Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira
Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs hjá þeim sérsamböndum sem sóttu um styrk til Afrekssjóðs ÍSÍ í ár nemur rúmum einum og hálfum milljarði króna. Afrekssjóður styður samböndin um tæplega 30% en fyrir fjórum árum var hlutfallið 11%. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær fær Handknattleikssamband Íslands 10 milljónum króna minna í ár en í fyrra. Körfuknattleikssambandið og Frjálsíþróttasambandið fá einnig umtalsvert lægri styrk en í fyrra. „Við erum með átta sérsambönd í A-flokki sem eru að fá 70% af þeim styrkjum sem eru til úthlutunar úr sjóðnum. Ætti sú tala að vera hærri? Ættum við að vera að styrkja þá sem ná lengst ennþá meira en þessi 70%? Og á sama hátt, eigum við að vera að styrkja öll samböndin sem eru að hljóta styrk?,“ spyr Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ sem á sæti í stjórn Afrekssjóðs. Klippa: Sportpakkinn: Afreksstyrkir ÍSÍ til umræðu Andri segir 30 af 33 sérsamböndum ÍSÍ fá styrk í ár en í samanburði fái þriðjungur sérsambanda í Danmörku afreksstyrki. Til greina komi að breyta fyrirkomulaginu sem gilt hefur hér á landi undanfarin ár. „Íþróttahreyfingin þarf að vera samstíga í því. Það þarf að gæta jafnræðis í ákveðnum þáttum en afrekin þurfa að telja,“ segir Andri og bendir á að flestöll sambönd sem flokkuð séu í B- og C-flokk haldi afreksstarfi sínu að mestu leyti uppi með greiðslum íþróttafólksins sjálfs. En telur hann gagnrýni Róberts Geirs Gíslasonar, framkvæmdastjóra HSÍ, í fréttum í gær eiga við rök að styðjast? „Örugglega að einhverju leyti. Þetta er flókið útspil, að vera með styrkveitingar úr Afrekssjóði. Þetta eru gífurlega háar upphæðir sem verið er að skoða hjá öllum samböndum. Afreksstarfið kostar 1,5 milljarð hjá samböndunum, og við úthlutum rúmum 460 milljónum. Flestöll samböndin eru að gefa í í afreksstarfinu, skora eins og kerfið bíður upp á, og þegar það eru fleiri sem standa sig þannig og meira ákall eftir þeim fjármunum þá verður úr minna að spila og þar af leiðandi verður lækkun hjá nokkrum samböndum.“ Innslagið í heild má sjá hér að ofan.
Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Sportpakkinn Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira