Icelandair aflýsir 22 flugferðum á föstudag vegna óveðursins Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 18:43 Spáð er austan vonskuveðri aðfaranótt föstudags og áfram fram á föstudag. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur aflýst 22 flugferðum til og frá Evrópu á föstudaginn 14.febrúar vegna veðurs. Átta nýjar flugferðir eru komnar á áætlun á morgun, 13. febrúar, vegna þessa. Eins og staðan er núna er allt flug til og frá Bandaríkjunum og Kanada enn á áætlun á föstudag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Spáð er austan vonskuveðri aðfaranótt föstudags og áfram allan föstudag fram á kvöld með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum. Appelsínugular viðvaranir eru í öllum landshlutum en víðast verður vindur 25-33m/s. Eftirfarandi flugi hefur verið aflýst á morgun 14. febrúar FI532/533 til og frá Munchen FI520/521 til og frá Frankfurt FI342/343 til og frá Helsinki FI306/307 til og frá Stokkhólmi FI500/501 til og frá Amsterdam FI528/529 til og frá Berlín FI204/205 til og frá Kaupmannahöfn FI416/417 til og frá Dublin FI544/545 til og frá París CDG FI318/319 til og frá Osló FI430/431 til og frá Glasgow Búið að er að skipuleggja eftirfarandi aukaflug á morgun, 13. febrúar: FI504 frá Keflavík til Amsterdam kl. 09:45 FI505 frá Amsterdam til Keflavíkur kl. 14:00 FI546 frá Keflavík til Parísar CDG kl. 16:00 FI547 frá París CDG til Keflavíkur kl. 20:35 FI524 frá Keflavík til Frankfurt kl. 14:40 FI525 frá Frankfurt til Keflavíkur kl. 19:20 FI216 frá Keflavík til Kaupmannahafnar kl. 16:10 FI217 frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur kl. 20:20 Röskunin hefur áhrif á þúsundir farþega en um 8000 farþegar áttu bókað flug með Icelandair á föstudag. Í tilkynningu Icelandair segir að nú þegar hafi um 1500 farþegar þegið boð flugfélagsins um að flýta og breyta flugi vegna þessa. Þá hafa farþegar verið upplýstir um niðurfellingu flugs á föstudaginn. Unnið er að því að bóka farþegana í ný flug, hluta þeirra á morgun og restina í önnur flug á næstu dögum. Farþegar munu fá senda uppfærða ferðaáætlun í tölvupósti en geta einnig fylgst með „umsjón með bókun“ á heimasíðu Icelandair. Nánari upplýsingar er að finna hér. Fréttir af flugi Icelandair Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Vonskuveður og appelsínugul viðvörun handan við hornið Spáð er austan vonskuveðri aðfaranótt föstudags og áfram allan föstudag fram á kvöld með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum. 12. febrúar 2020 16:58 Enginn sleppur alveg undan sprengilægðinni Mikið kuldakast skellur á rétt áður en djúp lægð kemur inn til landsins á föstudag. 12. febrúar 2020 12:10 Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin "Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. 12. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Icelandair hefur aflýst 22 flugferðum til og frá Evrópu á föstudaginn 14.febrúar vegna veðurs. Átta nýjar flugferðir eru komnar á áætlun á morgun, 13. febrúar, vegna þessa. Eins og staðan er núna er allt flug til og frá Bandaríkjunum og Kanada enn á áætlun á föstudag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Spáð er austan vonskuveðri aðfaranótt föstudags og áfram allan föstudag fram á kvöld með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum. Appelsínugular viðvaranir eru í öllum landshlutum en víðast verður vindur 25-33m/s. Eftirfarandi flugi hefur verið aflýst á morgun 14. febrúar FI532/533 til og frá Munchen FI520/521 til og frá Frankfurt FI342/343 til og frá Helsinki FI306/307 til og frá Stokkhólmi FI500/501 til og frá Amsterdam FI528/529 til og frá Berlín FI204/205 til og frá Kaupmannahöfn FI416/417 til og frá Dublin FI544/545 til og frá París CDG FI318/319 til og frá Osló FI430/431 til og frá Glasgow Búið að er að skipuleggja eftirfarandi aukaflug á morgun, 13. febrúar: FI504 frá Keflavík til Amsterdam kl. 09:45 FI505 frá Amsterdam til Keflavíkur kl. 14:00 FI546 frá Keflavík til Parísar CDG kl. 16:00 FI547 frá París CDG til Keflavíkur kl. 20:35 FI524 frá Keflavík til Frankfurt kl. 14:40 FI525 frá Frankfurt til Keflavíkur kl. 19:20 FI216 frá Keflavík til Kaupmannahafnar kl. 16:10 FI217 frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur kl. 20:20 Röskunin hefur áhrif á þúsundir farþega en um 8000 farþegar áttu bókað flug með Icelandair á föstudag. Í tilkynningu Icelandair segir að nú þegar hafi um 1500 farþegar þegið boð flugfélagsins um að flýta og breyta flugi vegna þessa. Þá hafa farþegar verið upplýstir um niðurfellingu flugs á föstudaginn. Unnið er að því að bóka farþegana í ný flug, hluta þeirra á morgun og restina í önnur flug á næstu dögum. Farþegar munu fá senda uppfærða ferðaáætlun í tölvupósti en geta einnig fylgst með „umsjón með bókun“ á heimasíðu Icelandair. Nánari upplýsingar er að finna hér.
Fréttir af flugi Icelandair Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Vonskuveður og appelsínugul viðvörun handan við hornið Spáð er austan vonskuveðri aðfaranótt föstudags og áfram allan föstudag fram á kvöld með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum. 12. febrúar 2020 16:58 Enginn sleppur alveg undan sprengilægðinni Mikið kuldakast skellur á rétt áður en djúp lægð kemur inn til landsins á föstudag. 12. febrúar 2020 12:10 Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin "Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. 12. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Vonskuveður og appelsínugul viðvörun handan við hornið Spáð er austan vonskuveðri aðfaranótt föstudags og áfram allan föstudag fram á kvöld með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum. 12. febrúar 2020 16:58
Enginn sleppur alveg undan sprengilægðinni Mikið kuldakast skellur á rétt áður en djúp lægð kemur inn til landsins á föstudag. 12. febrúar 2020 12:10
Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin "Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. 12. febrúar 2020 18:30