Daníel um úrskurð aganefndar: Opnar hættulegar dyr Ísak Hallmundarson skrifar 12. febrúar 2020 20:06 Daníel Guðni Guðmundsson er kominn með Grindavík í bikarúrslitaleik. vísir/bára Grindavík sigraði Fjölni í undanúrslitum Geysis-bikarsins í skemmtilegum körfuboltaleik í kvöld. Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var til viðtals eftir leik. Hann ræddi um leikinn og var sáttur með sigur sinna manna, en hann er ekki eins sáttur við úrskurð aganefndar KKÍ á hendur Seth LeDay. „Við ætluðum auðvitað að sigra leikinn en ég var ekki ánægður með okkur í fyrri hálfleik, þeir voru í rauninni að spila stórkostlega vel í fyrri hálfleik, hitta 10 þristum, við náum reyndar að loka á tveggja stiga körfurnar en náðum aldeilis ekki að loka fyrir utan og þeir hittu rosalega vel. En við gerðum smá áhlaup síðan um miðjan þriðja leikhluta og það sem við höfðum talað um í hálfleik gekk upp, sem er ánægjulegt.“ Nýting Fjölnis fyrir utan þriggja stiga línuna var ótrúleg í fyrri hálfleik, þeir hittu úr 10 af 16 skotum sínum fyrir utan. Daníel segist hafa búist við því að það myndi ekki halda áfram allan leikinn: „Við töluðum auðvitað um það í hálfleik að þeir myndu ekki vera að skora svona allan leikinn en maður veit aldrei, við bjuggumst við að þeir myndu fara að minnka þessa hittni sína og fjórði leikhlutinn hjá okkur var bara gríðarlega sterkur í vörn og sókn.“ Daníel var mjög ánægður með marga af sínum leikmönnum í kvöld: „Valdas og Seth voru stórkostlegir, Breki var stórkostlegur þegar hann kom inn á, rífa niður fráköst og gera allt sem kannski fólk er ekki þannig séð að taka eftir. Við vorum bara mjög sterkir á svellinu sérstaklega í seinni hálfleik. Við héldum alltaf áfram og þegar á reyndi sýndum við þrautseigju og það skilaði okkur í sigri og í leiðinni í úrslitin.“ Daníel segist ekki hafa neinn draumamótherja fyrir úrslitaleikinn á laugardaginn: „Þetta eru bæði gríðarlega sterk lið og það gildir einu hverjum við mætum. Þetta verður hörkuleikur, bæði lið með frábæra erlenda leikmenn, frábæra íslenska leikmenn, frábæra þjálfara, ég get ekki verið að velja á milli þar. Það verður bara fróðlegt að sjá.“ Grindavík fékk góðan stuðning í stúkunni í kvöld. „Ég er mjög glaður að fólk sá sér fært að mæta í dag og styðja við bakið á okkur. Það verður ekki vanþörf á því á laugardaginn. Við þurfum alla 3000+ bæjarbúana til að koma á leikinn og þeir sem hafa flutt til Reykjavíkur þurfa að koma líka.“ Daníel var að lokum spurður út í kæru Stjörnunnar á Seth Le Day, en hann verður ekki með í úrslitaleiknum á laugardaginn þar sem aganefnd KKÍ úrskurðaði hann í eins leiks bann eftir viðskipti hans við Kyle Johnson leikmann Stjörnunnar. Seth sló í hnakkann á honum meðan boltinn var fjarri. „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt. Það var auðvitað heimskulegt hjá honum að bregðast svona við en mér finnst bara svo galið að þegar maður horfir til baka á marga leiki í vetur sem hafa verið skoðaðir á video og eitthvað svona og ekkert verið dæmt í bann, fyrir verri brot en þetta. Ég er ekki að afsaka brotið en það er endalaust hægt að tína til og það sem er kannski hættulegast í þessu samhengi er það að núna er KKÍ aganefndin að draga úr trausti á dómurum, draga úr trausti leikmanna og þjálfara, því núna er hægt að véfengja alla dóma, til dæmis hér í kvöld, í bikarúrslitunum og í úrslitaeinvíginu, því að þeir sáu þetta í leiknum og ákváðu að aðhafast ekki neitt, en samt sem áður þeir sáu þetta og þeim er ekki treyst til að taka þessa ákvörðun á vellinum, bíða eftir einhverri kæru sem kemur frá Stjörnunni en ekki einu sinni upphaflega frá dómurum leiksins, síðan er horft á þetta aftur í einhverju ýktu slow-motioni og þá sáu menn að þetta var kannski eitthvað hættulegra en þeir héldu fyrst.“ „Þetta á eftir að verða Pandoru-box fyrir lið, þjálfara, leikmenn, stjórnir að það er hægt að finna hvað sem er í körfuboltaleik, olnbogaskot, hrindingar, sem er jafnvel partur af leiknum svo er dæmt og við treystum dómurum til að dæma í leiknum, en ef ekkert er dæmt er línan kannski svoleiðis að það á að breyta dómum hvað eftir annað eftir hverja umferð. Þetta opnar bara hættulegar dyr og mér finnst það bara drulluleiðinlegt, ég er mjög pirraður yfir þessu.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Grindavík sigraði Fjölni í undanúrslitum Geysis-bikarsins í skemmtilegum körfuboltaleik í kvöld. Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var til viðtals eftir leik. Hann ræddi um leikinn og var sáttur með sigur sinna manna, en hann er ekki eins sáttur við úrskurð aganefndar KKÍ á hendur Seth LeDay. „Við ætluðum auðvitað að sigra leikinn en ég var ekki ánægður með okkur í fyrri hálfleik, þeir voru í rauninni að spila stórkostlega vel í fyrri hálfleik, hitta 10 þristum, við náum reyndar að loka á tveggja stiga körfurnar en náðum aldeilis ekki að loka fyrir utan og þeir hittu rosalega vel. En við gerðum smá áhlaup síðan um miðjan þriðja leikhluta og það sem við höfðum talað um í hálfleik gekk upp, sem er ánægjulegt.“ Nýting Fjölnis fyrir utan þriggja stiga línuna var ótrúleg í fyrri hálfleik, þeir hittu úr 10 af 16 skotum sínum fyrir utan. Daníel segist hafa búist við því að það myndi ekki halda áfram allan leikinn: „Við töluðum auðvitað um það í hálfleik að þeir myndu ekki vera að skora svona allan leikinn en maður veit aldrei, við bjuggumst við að þeir myndu fara að minnka þessa hittni sína og fjórði leikhlutinn hjá okkur var bara gríðarlega sterkur í vörn og sókn.“ Daníel var mjög ánægður með marga af sínum leikmönnum í kvöld: „Valdas og Seth voru stórkostlegir, Breki var stórkostlegur þegar hann kom inn á, rífa niður fráköst og gera allt sem kannski fólk er ekki þannig séð að taka eftir. Við vorum bara mjög sterkir á svellinu sérstaklega í seinni hálfleik. Við héldum alltaf áfram og þegar á reyndi sýndum við þrautseigju og það skilaði okkur í sigri og í leiðinni í úrslitin.“ Daníel segist ekki hafa neinn draumamótherja fyrir úrslitaleikinn á laugardaginn: „Þetta eru bæði gríðarlega sterk lið og það gildir einu hverjum við mætum. Þetta verður hörkuleikur, bæði lið með frábæra erlenda leikmenn, frábæra íslenska leikmenn, frábæra þjálfara, ég get ekki verið að velja á milli þar. Það verður bara fróðlegt að sjá.“ Grindavík fékk góðan stuðning í stúkunni í kvöld. „Ég er mjög glaður að fólk sá sér fært að mæta í dag og styðja við bakið á okkur. Það verður ekki vanþörf á því á laugardaginn. Við þurfum alla 3000+ bæjarbúana til að koma á leikinn og þeir sem hafa flutt til Reykjavíkur þurfa að koma líka.“ Daníel var að lokum spurður út í kæru Stjörnunnar á Seth Le Day, en hann verður ekki með í úrslitaleiknum á laugardaginn þar sem aganefnd KKÍ úrskurðaði hann í eins leiks bann eftir viðskipti hans við Kyle Johnson leikmann Stjörnunnar. Seth sló í hnakkann á honum meðan boltinn var fjarri. „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt. Það var auðvitað heimskulegt hjá honum að bregðast svona við en mér finnst bara svo galið að þegar maður horfir til baka á marga leiki í vetur sem hafa verið skoðaðir á video og eitthvað svona og ekkert verið dæmt í bann, fyrir verri brot en þetta. Ég er ekki að afsaka brotið en það er endalaust hægt að tína til og það sem er kannski hættulegast í þessu samhengi er það að núna er KKÍ aganefndin að draga úr trausti á dómurum, draga úr trausti leikmanna og þjálfara, því núna er hægt að véfengja alla dóma, til dæmis hér í kvöld, í bikarúrslitunum og í úrslitaeinvíginu, því að þeir sáu þetta í leiknum og ákváðu að aðhafast ekki neitt, en samt sem áður þeir sáu þetta og þeim er ekki treyst til að taka þessa ákvörðun á vellinum, bíða eftir einhverri kæru sem kemur frá Stjörnunni en ekki einu sinni upphaflega frá dómurum leiksins, síðan er horft á þetta aftur í einhverju ýktu slow-motioni og þá sáu menn að þetta var kannski eitthvað hættulegra en þeir héldu fyrst.“ „Þetta á eftir að verða Pandoru-box fyrir lið, þjálfara, leikmenn, stjórnir að það er hægt að finna hvað sem er í körfuboltaleik, olnbogaskot, hrindingar, sem er jafnvel partur af leiknum svo er dæmt og við treystum dómurum til að dæma í leiknum, en ef ekkert er dæmt er línan kannski svoleiðis að það á að breyta dómum hvað eftir annað eftir hverja umferð. Þetta opnar bara hættulegar dyr og mér finnst það bara drulluleiðinlegt, ég er mjög pirraður yfir þessu.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“