Urðu af 12,7 milljarða árangurstengdri greiðslu Atli Ísleifsson skrifar 13. febrúar 2020 06:50 Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, er bjartsýnn á árið sem fraumundan er. CCP Alls hafa tvær milljónir spilara skráð sig að nýrri farsímaútgáfu tölvuleiksins EVE Online sem gengur undir nafninu EVE Echoes. Spilararnir sem um ræðir eru einungis þeir sem notast við Android-síma. Þetta kemur fram í viðtali Morgunblaðsins við Hilmar Veigar Pétursson, forstjóra CCP, sem birtist í dag. Segir Hilmar að áætlanir fyrirtækisins geri ráð fyrir að allt að fimm milljónir manna verði komnir með aðgang að leiknum í símanum fyrir árslok, eftir að iPhone-eigendur hafa bæst í hópinn. Urðu af árangurstengdri greiðslu Í viðtalinu segir Hilmar að ýmsir þættir hafi valdið töfum á vexti fyrirtækisins í Asíu. Hafi þær valdið því að fyrrverandi eigendur urðu af árangurstengdri greiðslu sem nam 100 milljónum Bandaríkjadala, um 12,7 milljörðum króna. Eigendurnir fyrrverandi eru Novator Partners með 27.2% hlut og einnig bandarísku sjóðirnir General Catalyst Partners og New Enterprise Associates sem fóru með stóran hlut. Þá er nokkur fjöldi minni hluthafa, Umrædd greiðsla var hluti kaupgreiðslu nýja eigandans, Pearl Abyss, en kaupgreiðslan árið 2018 nam 425 milljónum dala, að því er fram kemur í viðtalinu. Í tilkynningu frá CCP, sem send var á fjölmiðla í morgun, segir að þetta hafi komið fram í uppgjöri Pearl Abyss sem birtist í kóresku kauphöllinni rétt eftir lokun markaða í gær. Vonir standi til að það náist að uppfylla skilyrði fyrir slíkri árangurgreiðslu vegna ársins í ár. Áætlaðar tekjur af útgáfu EVE Echoes og EVE Online í Kína síðar á þessu ári muni hafa umtalsverð áhrif á arðsemi CCP, þar sem fjárfesting CCP í þróun leikjanna hafi þegar verið að fullu gjaldfærð. Starfsemi CCP á Íslandi flyst öll í Grósku í Vatnsmýrinni á þessu ári.CCP Sókn inn á kóreskan markað Tölvuleikurinn Eve Online var kynntur til leiks fyrir heilum sautján árum og segir Hilmar Veigar fyrirtækið nú vera í mikilli sókn og spennandi tíma framundan. Reikni forsvarsmenn CCP með að árið í ár verði það stærsta í 23 ára sögu fyrirtækisins. Í tilkynningunni kemur fram að fyrirtækið hafi síðustu misserin sótt inn á suður-kóreskan markað sem hafi skilað sér í miklum fjölda nýrra spilara. „Kóreskir spilarar [eru] nú þegar orðnir 15% daglegra virkra notenda leiksins. Þessi mikli árangur í Kóreu er ein ástæða fyrir því að alls 100 þúsund nýir spilarar byrjuðu að spila leikinn í nýliðnum janúarmánuði, sem var sjötti besti mánuðurinn í 17 ára sögu EVE Online og samsvarar rúmlega tvöföldun á milli ára,“ segir í tilkynningunni. Flutningur í Vatnsmýrina CCP mun í næsta mánuði flytja alla starfsemi sína á Íslandi í nýjar sérhannaðar höfuðstöðvar fyrirtækisins í Vatnsmýrinni. Húsið sem mun hýsa starfsemina nefnist Gróska og er sagt hannað með þarfir skapandi iðnaðar í huga. Tölvuteiknaðar myndir úr Grósku.CCP Flutningar fyrirtækisins þangað gefi kost á sterkari tengingu CCP við háskólasamfélagið, sem og við önnur leikja- og sprotafyrirtæki sem munu starfa í húsinu. Covid19-veiran hefur áhrif Í tilkynningunni, þar sem stiklað er á stóru í starfsemi fyrirtækisins síðasta árið og hvað sé framundan, er einnig minnst á að starfsmenn CCP í Sjanghæ í Kína hafi að undanförnu þurft að vinna að heiman vegna útbreiðslu kórónaveirunnar (Covid19). „Enginn sem starfar fyrir fyrirtækið í Kína hefur veikst en starfsfólkið hefur þó ekki farið varhluta af þeim miklum röskunum sem orðið hafa á daglegu lífi á mörgum stöðum í landinu vegna faraldursins. Ekki er búist við að kórónaveiran tefji innkomu CCP á Kínamarkað svo nokkru nemi en vel er fylgst með þróuninni,“ segir í tilkynningunni.Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fyrirtækið sendi tilkynningu á fjölmiðla. Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Tengdar fréttir Spilarar EVE Online gáfu rúmar þrettán milljónir til Ástralíu Spilarar EVO Online, tölvuleiks CCP, hafa safnað vel á fjórtán milljónum króna sem gefið hefur verið til uppbyggingar- og hjálparstarfs í Ástralíu vegna skógareldanna sem geisað hafa þar. 7. febrúar 2020 15:05 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Alls hafa tvær milljónir spilara skráð sig að nýrri farsímaútgáfu tölvuleiksins EVE Online sem gengur undir nafninu EVE Echoes. Spilararnir sem um ræðir eru einungis þeir sem notast við Android-síma. Þetta kemur fram í viðtali Morgunblaðsins við Hilmar Veigar Pétursson, forstjóra CCP, sem birtist í dag. Segir Hilmar að áætlanir fyrirtækisins geri ráð fyrir að allt að fimm milljónir manna verði komnir með aðgang að leiknum í símanum fyrir árslok, eftir að iPhone-eigendur hafa bæst í hópinn. Urðu af árangurstengdri greiðslu Í viðtalinu segir Hilmar að ýmsir þættir hafi valdið töfum á vexti fyrirtækisins í Asíu. Hafi þær valdið því að fyrrverandi eigendur urðu af árangurstengdri greiðslu sem nam 100 milljónum Bandaríkjadala, um 12,7 milljörðum króna. Eigendurnir fyrrverandi eru Novator Partners með 27.2% hlut og einnig bandarísku sjóðirnir General Catalyst Partners og New Enterprise Associates sem fóru með stóran hlut. Þá er nokkur fjöldi minni hluthafa, Umrædd greiðsla var hluti kaupgreiðslu nýja eigandans, Pearl Abyss, en kaupgreiðslan árið 2018 nam 425 milljónum dala, að því er fram kemur í viðtalinu. Í tilkynningu frá CCP, sem send var á fjölmiðla í morgun, segir að þetta hafi komið fram í uppgjöri Pearl Abyss sem birtist í kóresku kauphöllinni rétt eftir lokun markaða í gær. Vonir standi til að það náist að uppfylla skilyrði fyrir slíkri árangurgreiðslu vegna ársins í ár. Áætlaðar tekjur af útgáfu EVE Echoes og EVE Online í Kína síðar á þessu ári muni hafa umtalsverð áhrif á arðsemi CCP, þar sem fjárfesting CCP í þróun leikjanna hafi þegar verið að fullu gjaldfærð. Starfsemi CCP á Íslandi flyst öll í Grósku í Vatnsmýrinni á þessu ári.CCP Sókn inn á kóreskan markað Tölvuleikurinn Eve Online var kynntur til leiks fyrir heilum sautján árum og segir Hilmar Veigar fyrirtækið nú vera í mikilli sókn og spennandi tíma framundan. Reikni forsvarsmenn CCP með að árið í ár verði það stærsta í 23 ára sögu fyrirtækisins. Í tilkynningunni kemur fram að fyrirtækið hafi síðustu misserin sótt inn á suður-kóreskan markað sem hafi skilað sér í miklum fjölda nýrra spilara. „Kóreskir spilarar [eru] nú þegar orðnir 15% daglegra virkra notenda leiksins. Þessi mikli árangur í Kóreu er ein ástæða fyrir því að alls 100 þúsund nýir spilarar byrjuðu að spila leikinn í nýliðnum janúarmánuði, sem var sjötti besti mánuðurinn í 17 ára sögu EVE Online og samsvarar rúmlega tvöföldun á milli ára,“ segir í tilkynningunni. Flutningur í Vatnsmýrina CCP mun í næsta mánuði flytja alla starfsemi sína á Íslandi í nýjar sérhannaðar höfuðstöðvar fyrirtækisins í Vatnsmýrinni. Húsið sem mun hýsa starfsemina nefnist Gróska og er sagt hannað með þarfir skapandi iðnaðar í huga. Tölvuteiknaðar myndir úr Grósku.CCP Flutningar fyrirtækisins þangað gefi kost á sterkari tengingu CCP við háskólasamfélagið, sem og við önnur leikja- og sprotafyrirtæki sem munu starfa í húsinu. Covid19-veiran hefur áhrif Í tilkynningunni, þar sem stiklað er á stóru í starfsemi fyrirtækisins síðasta árið og hvað sé framundan, er einnig minnst á að starfsmenn CCP í Sjanghæ í Kína hafi að undanförnu þurft að vinna að heiman vegna útbreiðslu kórónaveirunnar (Covid19). „Enginn sem starfar fyrir fyrirtækið í Kína hefur veikst en starfsfólkið hefur þó ekki farið varhluta af þeim miklum röskunum sem orðið hafa á daglegu lífi á mörgum stöðum í landinu vegna faraldursins. Ekki er búist við að kórónaveiran tefji innkomu CCP á Kínamarkað svo nokkru nemi en vel er fylgst með þróuninni,“ segir í tilkynningunni.Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fyrirtækið sendi tilkynningu á fjölmiðla.
Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Tengdar fréttir Spilarar EVE Online gáfu rúmar þrettán milljónir til Ástralíu Spilarar EVO Online, tölvuleiks CCP, hafa safnað vel á fjórtán milljónum króna sem gefið hefur verið til uppbyggingar- og hjálparstarfs í Ástralíu vegna skógareldanna sem geisað hafa þar. 7. febrúar 2020 15:05 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Spilarar EVE Online gáfu rúmar þrettán milljónir til Ástralíu Spilarar EVO Online, tölvuleiks CCP, hafa safnað vel á fjórtán milljónum króna sem gefið hefur verið til uppbyggingar- og hjálparstarfs í Ástralíu vegna skógareldanna sem geisað hafa þar. 7. febrúar 2020 15:05
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent