Landinn á Kanarí skemmti sér konunglega þó engir væru pungarnir né slátrið Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2020 15:25 Gleðin var við völd á þorrablóti Íslendingafélagsins á Kanaríeyjum þó enginn væri þorramaturinn. „Þetta tókst allt rosalega vel til. Við vorum með 220 manns í kjötsúpu og síldarrétti líka. Allir glaðir og ánægðir,“ segir Jóhanna Kristín Júlíusdóttir formaður Íslendingafélagsins á Kanaríeyjum. Þorrablót Íslendinga á Kanarí, sem haldið var í gær, fer í sögubækurnar en eins og Vísir greindi frá í gær vildi ekki betur til en svo þorramaturinn sem pantaður hafði verið til gleðinnar var hent í tollinum. Jóhanna Kristín þurfti að heldur betur að láta hendur standa fram úr ermum þegar fyrir lá að enginn yrði þorramaturinn. En, það tókst og allir skemmtu sér konunglega. Fóru þar hinar íslensku kræsingar fyrir lítið, í ruslið og þjóðarstoltið að einhverju leyti með því ekki virtast Spánverjar gefa mikið fyrir hið einstaka „delicatessen“ frá Íslandi. Tvennum sögum fer af því hvað varð til þess. Heimatilbúin skemmtiatriði En, Jóhanna Kristín og félagar létu þetta ekki slá sig út af laginu. „Við urðum að bretta upp ermar og gera eitthvað. Og það tókst,“ segir hún í samtali við Vísi. Glöð og kát en þreytt eftir að hafa fengist við þennan vanda og svo það að hafa skemmt sér konunglega. Hún segir það vissulega svo hafa verið að þau hafi saknað þorramatsins en létu það hins vegar ekki á sig fá. „Það voru skemmtiatriði. Við vorum búin að æfa upp karlakór og svo voru ýmis atriði, allt heimatilbúið. Að sjálfsögðu,“ segir Jóhanna Kristín spurð hvort ekki hafi verið gripið til þess að fá rándýra skemmtikrafta að sunnan. Gleðin stóð lengi. Hin formlega skemmtun stóð frá klukkan fimm til ellefu og svo hélt fólk áfram víðsvegar um það. Gleðin var við völd á þorrablóti Íslendingafélagsins á Kanaríeyjum. „Eins og lög gera ráð fyrir. Við erum ofboðslega þakklát stjórnin hversu vel tókst til en við erum sprungin af vinnu. En allir boðnir og búnir að aðstoða. Miklar þakkir til fólks fyrir. Það voru allir voru samtaka um að láta þetta takast.“ Pappírsvesen til vandræða Nóg var til að súpu og síld en er komið í ljós hvað olli því að Spánverjinn fargaði þorramatnum? „Það var eitthvert pappírsvesen sem klikkaði. Við erum ekki búin að fá þetta alveg á hreint þannig að við getum ekki tjáð okkur nánar um það.“En, nú segir sagan að daun hafi lagt fyrir vit tollvarða, svo stækur að viðkvæm spánsk nef þoldu ekki við og því var þessi herramanns matur umsvifalaust urðaður? „Það er ekki rétt. Svo margar sögur sem fara af stað. Þetta var ofboðslega vel frá þessu gengið, vakúmpakkað. Kjarnafæði er málið. Það er ekki rétt að ekki hafi verið vel frá matnum gengið. Það er alveg á hreinu. Allt á hreinu hjá þeim.“ Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Tengdar fréttir Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36 Tollverðirnir á Kanarí förguðu þorramatnum strax vegna „óvenju slæmrar lyktar“ Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL, segir að mismunandi reglur gildi um innflutning matvæla í hverju landi fyrir sig og því séu matvælasendingar alltaf á ábyrgð sendanda. 12. febrúar 2020 18:21 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Sjá meira
„Þetta tókst allt rosalega vel til. Við vorum með 220 manns í kjötsúpu og síldarrétti líka. Allir glaðir og ánægðir,“ segir Jóhanna Kristín Júlíusdóttir formaður Íslendingafélagsins á Kanaríeyjum. Þorrablót Íslendinga á Kanarí, sem haldið var í gær, fer í sögubækurnar en eins og Vísir greindi frá í gær vildi ekki betur til en svo þorramaturinn sem pantaður hafði verið til gleðinnar var hent í tollinum. Jóhanna Kristín þurfti að heldur betur að láta hendur standa fram úr ermum þegar fyrir lá að enginn yrði þorramaturinn. En, það tókst og allir skemmtu sér konunglega. Fóru þar hinar íslensku kræsingar fyrir lítið, í ruslið og þjóðarstoltið að einhverju leyti með því ekki virtast Spánverjar gefa mikið fyrir hið einstaka „delicatessen“ frá Íslandi. Tvennum sögum fer af því hvað varð til þess. Heimatilbúin skemmtiatriði En, Jóhanna Kristín og félagar létu þetta ekki slá sig út af laginu. „Við urðum að bretta upp ermar og gera eitthvað. Og það tókst,“ segir hún í samtali við Vísi. Glöð og kát en þreytt eftir að hafa fengist við þennan vanda og svo það að hafa skemmt sér konunglega. Hún segir það vissulega svo hafa verið að þau hafi saknað þorramatsins en létu það hins vegar ekki á sig fá. „Það voru skemmtiatriði. Við vorum búin að æfa upp karlakór og svo voru ýmis atriði, allt heimatilbúið. Að sjálfsögðu,“ segir Jóhanna Kristín spurð hvort ekki hafi verið gripið til þess að fá rándýra skemmtikrafta að sunnan. Gleðin stóð lengi. Hin formlega skemmtun stóð frá klukkan fimm til ellefu og svo hélt fólk áfram víðsvegar um það. Gleðin var við völd á þorrablóti Íslendingafélagsins á Kanaríeyjum. „Eins og lög gera ráð fyrir. Við erum ofboðslega þakklát stjórnin hversu vel tókst til en við erum sprungin af vinnu. En allir boðnir og búnir að aðstoða. Miklar þakkir til fólks fyrir. Það voru allir voru samtaka um að láta þetta takast.“ Pappírsvesen til vandræða Nóg var til að súpu og síld en er komið í ljós hvað olli því að Spánverjinn fargaði þorramatnum? „Það var eitthvert pappírsvesen sem klikkaði. Við erum ekki búin að fá þetta alveg á hreint þannig að við getum ekki tjáð okkur nánar um það.“En, nú segir sagan að daun hafi lagt fyrir vit tollvarða, svo stækur að viðkvæm spánsk nef þoldu ekki við og því var þessi herramanns matur umsvifalaust urðaður? „Það er ekki rétt. Svo margar sögur sem fara af stað. Þetta var ofboðslega vel frá þessu gengið, vakúmpakkað. Kjarnafæði er málið. Það er ekki rétt að ekki hafi verið vel frá matnum gengið. Það er alveg á hreinu. Allt á hreinu hjá þeim.“
Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Tengdar fréttir Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36 Tollverðirnir á Kanarí förguðu þorramatnum strax vegna „óvenju slæmrar lyktar“ Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL, segir að mismunandi reglur gildi um innflutning matvæla í hverju landi fyrir sig og því séu matvælasendingar alltaf á ábyrgð sendanda. 12. febrúar 2020 18:21 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Sjá meira
Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36
Tollverðirnir á Kanarí förguðu þorramatnum strax vegna „óvenju slæmrar lyktar“ Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL, segir að mismunandi reglur gildi um innflutning matvæla í hverju landi fyrir sig og því séu matvælasendingar alltaf á ábyrgð sendanda. 12. febrúar 2020 18:21