Landinn á Kanarí skemmti sér konunglega þó engir væru pungarnir né slátrið Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2020 15:25 Gleðin var við völd á þorrablóti Íslendingafélagsins á Kanaríeyjum þó enginn væri þorramaturinn. „Þetta tókst allt rosalega vel til. Við vorum með 220 manns í kjötsúpu og síldarrétti líka. Allir glaðir og ánægðir,“ segir Jóhanna Kristín Júlíusdóttir formaður Íslendingafélagsins á Kanaríeyjum. Þorrablót Íslendinga á Kanarí, sem haldið var í gær, fer í sögubækurnar en eins og Vísir greindi frá í gær vildi ekki betur til en svo þorramaturinn sem pantaður hafði verið til gleðinnar var hent í tollinum. Jóhanna Kristín þurfti að heldur betur að láta hendur standa fram úr ermum þegar fyrir lá að enginn yrði þorramaturinn. En, það tókst og allir skemmtu sér konunglega. Fóru þar hinar íslensku kræsingar fyrir lítið, í ruslið og þjóðarstoltið að einhverju leyti með því ekki virtast Spánverjar gefa mikið fyrir hið einstaka „delicatessen“ frá Íslandi. Tvennum sögum fer af því hvað varð til þess. Heimatilbúin skemmtiatriði En, Jóhanna Kristín og félagar létu þetta ekki slá sig út af laginu. „Við urðum að bretta upp ermar og gera eitthvað. Og það tókst,“ segir hún í samtali við Vísi. Glöð og kát en þreytt eftir að hafa fengist við þennan vanda og svo það að hafa skemmt sér konunglega. Hún segir það vissulega svo hafa verið að þau hafi saknað þorramatsins en létu það hins vegar ekki á sig fá. „Það voru skemmtiatriði. Við vorum búin að æfa upp karlakór og svo voru ýmis atriði, allt heimatilbúið. Að sjálfsögðu,“ segir Jóhanna Kristín spurð hvort ekki hafi verið gripið til þess að fá rándýra skemmtikrafta að sunnan. Gleðin stóð lengi. Hin formlega skemmtun stóð frá klukkan fimm til ellefu og svo hélt fólk áfram víðsvegar um það. Gleðin var við völd á þorrablóti Íslendingafélagsins á Kanaríeyjum. „Eins og lög gera ráð fyrir. Við erum ofboðslega þakklát stjórnin hversu vel tókst til en við erum sprungin af vinnu. En allir boðnir og búnir að aðstoða. Miklar þakkir til fólks fyrir. Það voru allir voru samtaka um að láta þetta takast.“ Pappírsvesen til vandræða Nóg var til að súpu og síld en er komið í ljós hvað olli því að Spánverjinn fargaði þorramatnum? „Það var eitthvert pappírsvesen sem klikkaði. Við erum ekki búin að fá þetta alveg á hreint þannig að við getum ekki tjáð okkur nánar um það.“En, nú segir sagan að daun hafi lagt fyrir vit tollvarða, svo stækur að viðkvæm spánsk nef þoldu ekki við og því var þessi herramanns matur umsvifalaust urðaður? „Það er ekki rétt. Svo margar sögur sem fara af stað. Þetta var ofboðslega vel frá þessu gengið, vakúmpakkað. Kjarnafæði er málið. Það er ekki rétt að ekki hafi verið vel frá matnum gengið. Það er alveg á hreinu. Allt á hreinu hjá þeim.“ Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Tengdar fréttir Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36 Tollverðirnir á Kanarí förguðu þorramatnum strax vegna „óvenju slæmrar lyktar“ Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL, segir að mismunandi reglur gildi um innflutning matvæla í hverju landi fyrir sig og því séu matvælasendingar alltaf á ábyrgð sendanda. 12. febrúar 2020 18:21 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Þetta tókst allt rosalega vel til. Við vorum með 220 manns í kjötsúpu og síldarrétti líka. Allir glaðir og ánægðir,“ segir Jóhanna Kristín Júlíusdóttir formaður Íslendingafélagsins á Kanaríeyjum. Þorrablót Íslendinga á Kanarí, sem haldið var í gær, fer í sögubækurnar en eins og Vísir greindi frá í gær vildi ekki betur til en svo þorramaturinn sem pantaður hafði verið til gleðinnar var hent í tollinum. Jóhanna Kristín þurfti að heldur betur að láta hendur standa fram úr ermum þegar fyrir lá að enginn yrði þorramaturinn. En, það tókst og allir skemmtu sér konunglega. Fóru þar hinar íslensku kræsingar fyrir lítið, í ruslið og þjóðarstoltið að einhverju leyti með því ekki virtast Spánverjar gefa mikið fyrir hið einstaka „delicatessen“ frá Íslandi. Tvennum sögum fer af því hvað varð til þess. Heimatilbúin skemmtiatriði En, Jóhanna Kristín og félagar létu þetta ekki slá sig út af laginu. „Við urðum að bretta upp ermar og gera eitthvað. Og það tókst,“ segir hún í samtali við Vísi. Glöð og kát en þreytt eftir að hafa fengist við þennan vanda og svo það að hafa skemmt sér konunglega. Hún segir það vissulega svo hafa verið að þau hafi saknað þorramatsins en létu það hins vegar ekki á sig fá. „Það voru skemmtiatriði. Við vorum búin að æfa upp karlakór og svo voru ýmis atriði, allt heimatilbúið. Að sjálfsögðu,“ segir Jóhanna Kristín spurð hvort ekki hafi verið gripið til þess að fá rándýra skemmtikrafta að sunnan. Gleðin stóð lengi. Hin formlega skemmtun stóð frá klukkan fimm til ellefu og svo hélt fólk áfram víðsvegar um það. Gleðin var við völd á þorrablóti Íslendingafélagsins á Kanaríeyjum. „Eins og lög gera ráð fyrir. Við erum ofboðslega þakklát stjórnin hversu vel tókst til en við erum sprungin af vinnu. En allir boðnir og búnir að aðstoða. Miklar þakkir til fólks fyrir. Það voru allir voru samtaka um að láta þetta takast.“ Pappírsvesen til vandræða Nóg var til að súpu og síld en er komið í ljós hvað olli því að Spánverjinn fargaði þorramatnum? „Það var eitthvert pappírsvesen sem klikkaði. Við erum ekki búin að fá þetta alveg á hreint þannig að við getum ekki tjáð okkur nánar um það.“En, nú segir sagan að daun hafi lagt fyrir vit tollvarða, svo stækur að viðkvæm spánsk nef þoldu ekki við og því var þessi herramanns matur umsvifalaust urðaður? „Það er ekki rétt. Svo margar sögur sem fara af stað. Þetta var ofboðslega vel frá þessu gengið, vakúmpakkað. Kjarnafæði er málið. Það er ekki rétt að ekki hafi verið vel frá matnum gengið. Það er alveg á hreinu. Allt á hreinu hjá þeim.“
Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Tengdar fréttir Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36 Tollverðirnir á Kanarí förguðu þorramatnum strax vegna „óvenju slæmrar lyktar“ Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL, segir að mismunandi reglur gildi um innflutning matvæla í hverju landi fyrir sig og því séu matvælasendingar alltaf á ábyrgð sendanda. 12. febrúar 2020 18:21 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36
Tollverðirnir á Kanarí förguðu þorramatnum strax vegna „óvenju slæmrar lyktar“ Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL, segir að mismunandi reglur gildi um innflutning matvæla í hverju landi fyrir sig og því séu matvælasendingar alltaf á ábyrgð sendanda. 12. febrúar 2020 18:21