Landinn á Kanarí skemmti sér konunglega þó engir væru pungarnir né slátrið Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2020 15:25 Gleðin var við völd á þorrablóti Íslendingafélagsins á Kanaríeyjum þó enginn væri þorramaturinn. „Þetta tókst allt rosalega vel til. Við vorum með 220 manns í kjötsúpu og síldarrétti líka. Allir glaðir og ánægðir,“ segir Jóhanna Kristín Júlíusdóttir formaður Íslendingafélagsins á Kanaríeyjum. Þorrablót Íslendinga á Kanarí, sem haldið var í gær, fer í sögubækurnar en eins og Vísir greindi frá í gær vildi ekki betur til en svo þorramaturinn sem pantaður hafði verið til gleðinnar var hent í tollinum. Jóhanna Kristín þurfti að heldur betur að láta hendur standa fram úr ermum þegar fyrir lá að enginn yrði þorramaturinn. En, það tókst og allir skemmtu sér konunglega. Fóru þar hinar íslensku kræsingar fyrir lítið, í ruslið og þjóðarstoltið að einhverju leyti með því ekki virtast Spánverjar gefa mikið fyrir hið einstaka „delicatessen“ frá Íslandi. Tvennum sögum fer af því hvað varð til þess. Heimatilbúin skemmtiatriði En, Jóhanna Kristín og félagar létu þetta ekki slá sig út af laginu. „Við urðum að bretta upp ermar og gera eitthvað. Og það tókst,“ segir hún í samtali við Vísi. Glöð og kát en þreytt eftir að hafa fengist við þennan vanda og svo það að hafa skemmt sér konunglega. Hún segir það vissulega svo hafa verið að þau hafi saknað þorramatsins en létu það hins vegar ekki á sig fá. „Það voru skemmtiatriði. Við vorum búin að æfa upp karlakór og svo voru ýmis atriði, allt heimatilbúið. Að sjálfsögðu,“ segir Jóhanna Kristín spurð hvort ekki hafi verið gripið til þess að fá rándýra skemmtikrafta að sunnan. Gleðin stóð lengi. Hin formlega skemmtun stóð frá klukkan fimm til ellefu og svo hélt fólk áfram víðsvegar um það. Gleðin var við völd á þorrablóti Íslendingafélagsins á Kanaríeyjum. „Eins og lög gera ráð fyrir. Við erum ofboðslega þakklát stjórnin hversu vel tókst til en við erum sprungin af vinnu. En allir boðnir og búnir að aðstoða. Miklar þakkir til fólks fyrir. Það voru allir voru samtaka um að láta þetta takast.“ Pappírsvesen til vandræða Nóg var til að súpu og síld en er komið í ljós hvað olli því að Spánverjinn fargaði þorramatnum? „Það var eitthvert pappírsvesen sem klikkaði. Við erum ekki búin að fá þetta alveg á hreint þannig að við getum ekki tjáð okkur nánar um það.“En, nú segir sagan að daun hafi lagt fyrir vit tollvarða, svo stækur að viðkvæm spánsk nef þoldu ekki við og því var þessi herramanns matur umsvifalaust urðaður? „Það er ekki rétt. Svo margar sögur sem fara af stað. Þetta var ofboðslega vel frá þessu gengið, vakúmpakkað. Kjarnafæði er málið. Það er ekki rétt að ekki hafi verið vel frá matnum gengið. Það er alveg á hreinu. Allt á hreinu hjá þeim.“ Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Tengdar fréttir Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36 Tollverðirnir á Kanarí förguðu þorramatnum strax vegna „óvenju slæmrar lyktar“ Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL, segir að mismunandi reglur gildi um innflutning matvæla í hverju landi fyrir sig og því séu matvælasendingar alltaf á ábyrgð sendanda. 12. febrúar 2020 18:21 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
„Þetta tókst allt rosalega vel til. Við vorum með 220 manns í kjötsúpu og síldarrétti líka. Allir glaðir og ánægðir,“ segir Jóhanna Kristín Júlíusdóttir formaður Íslendingafélagsins á Kanaríeyjum. Þorrablót Íslendinga á Kanarí, sem haldið var í gær, fer í sögubækurnar en eins og Vísir greindi frá í gær vildi ekki betur til en svo þorramaturinn sem pantaður hafði verið til gleðinnar var hent í tollinum. Jóhanna Kristín þurfti að heldur betur að láta hendur standa fram úr ermum þegar fyrir lá að enginn yrði þorramaturinn. En, það tókst og allir skemmtu sér konunglega. Fóru þar hinar íslensku kræsingar fyrir lítið, í ruslið og þjóðarstoltið að einhverju leyti með því ekki virtast Spánverjar gefa mikið fyrir hið einstaka „delicatessen“ frá Íslandi. Tvennum sögum fer af því hvað varð til þess. Heimatilbúin skemmtiatriði En, Jóhanna Kristín og félagar létu þetta ekki slá sig út af laginu. „Við urðum að bretta upp ermar og gera eitthvað. Og það tókst,“ segir hún í samtali við Vísi. Glöð og kát en þreytt eftir að hafa fengist við þennan vanda og svo það að hafa skemmt sér konunglega. Hún segir það vissulega svo hafa verið að þau hafi saknað þorramatsins en létu það hins vegar ekki á sig fá. „Það voru skemmtiatriði. Við vorum búin að æfa upp karlakór og svo voru ýmis atriði, allt heimatilbúið. Að sjálfsögðu,“ segir Jóhanna Kristín spurð hvort ekki hafi verið gripið til þess að fá rándýra skemmtikrafta að sunnan. Gleðin stóð lengi. Hin formlega skemmtun stóð frá klukkan fimm til ellefu og svo hélt fólk áfram víðsvegar um það. Gleðin var við völd á þorrablóti Íslendingafélagsins á Kanaríeyjum. „Eins og lög gera ráð fyrir. Við erum ofboðslega þakklát stjórnin hversu vel tókst til en við erum sprungin af vinnu. En allir boðnir og búnir að aðstoða. Miklar þakkir til fólks fyrir. Það voru allir voru samtaka um að láta þetta takast.“ Pappírsvesen til vandræða Nóg var til að súpu og síld en er komið í ljós hvað olli því að Spánverjinn fargaði þorramatnum? „Það var eitthvert pappírsvesen sem klikkaði. Við erum ekki búin að fá þetta alveg á hreint þannig að við getum ekki tjáð okkur nánar um það.“En, nú segir sagan að daun hafi lagt fyrir vit tollvarða, svo stækur að viðkvæm spánsk nef þoldu ekki við og því var þessi herramanns matur umsvifalaust urðaður? „Það er ekki rétt. Svo margar sögur sem fara af stað. Þetta var ofboðslega vel frá þessu gengið, vakúmpakkað. Kjarnafæði er málið. Það er ekki rétt að ekki hafi verið vel frá matnum gengið. Það er alveg á hreinu. Allt á hreinu hjá þeim.“
Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Tengdar fréttir Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36 Tollverðirnir á Kanarí förguðu þorramatnum strax vegna „óvenju slæmrar lyktar“ Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL, segir að mismunandi reglur gildi um innflutning matvæla í hverju landi fyrir sig og því séu matvælasendingar alltaf á ábyrgð sendanda. 12. febrúar 2020 18:21 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36
Tollverðirnir á Kanarí förguðu þorramatnum strax vegna „óvenju slæmrar lyktar“ Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL, segir að mismunandi reglur gildi um innflutning matvæla í hverju landi fyrir sig og því séu matvælasendingar alltaf á ábyrgð sendanda. 12. febrúar 2020 18:21