Íbúar hjúkrunarheimilis komast ekki í bað vegna verkfallsins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. febrúar 2020 21:30 Margrét Árdís Ósvaldsdóttir forstöðukona hjúkrunarheimilisins Seljahlíð hefur áhyggjur af áhrifum verkfallsins á íbúa heimilisins. Vísir/Frikki Íbúar á hjúkrunarheimilum borgarinnar hafa margir hverjir ekki komist í bað á meðan á verkfalli Eflingar hefur staðið og ekki hefur verið skipt um á rúmum þeirra. Forstöðukona eins af heimilunum segir að slíkt gangi ekki til lengdar. Á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík búa 68 manns og finna íbúarnir vel fyrir verkfallinu. Ríflega helmingur starfsmanna heimilisins er í stéttarfélaginu Eflingu og í verkfalli. „Hér er nú svo knöpp mönnun eftir því sem daggjöldin leyfa okkur að okkur munar um hvern einasta mann. Fólk fær lyfin sín, fólk fær að borða, við hjálpum fólki á fætur og það fer í félagsstarf og því um líkt en það er ekkert svona að halda heimilinu hreinu, að halda íbúðunum huggulegum, taka pappír, þvott, þvo af fólki, böðin, allt þetta fellur niður,“ segir Margrét Árdís Ósvaldsdóttir forstöðukona hjúkrunarheimilisins Seljahlíð. Margrét er sú eina sem má ganga í störf starfsmanna í verkfalli en hún hefur meðal annars skúrað gólf og gengið næturvaktir til að láta allt ganga upp á heimilinu síðustu daga. Enginn fundur hefur verið í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar síðan í síðustu viku og enginn fundur hefur verið boðaður. Þetta veldur Margréti ásamt fleirum áhyggjum. „Það er alveg agalegt að það skuli ekki vera fundað í deilunni. Þetta er mjög stinnt allt saman,“ segir Margrét. Margrét segir ljóst að ef að ótímabundnu verkfalli verður á mánudaginn komi það til með bitna illa á íbúum Seljahlíðar og aðstandendum þeirra. „Það þyngist verulega róðurinn. Við komum örugglega til með að sleppa þrifum í þjónustuíbúðunum. Það lendir þá á aðstandendum,“ segir Margrét og að aðstandendur komi væntanlega til með að þurfa að þvo þvott fyrir íbúa. Hún leggur áherslu á að dragist verkfallsaðgerðirnar á langinn komi það til með að hafa miki áhrif á alla. „Við sinnum þessum lágmarksþörfum fólks og það gengur ekkert til lengri tíma,“ segir Margrét. Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Sjá meira
Íbúar á hjúkrunarheimilum borgarinnar hafa margir hverjir ekki komist í bað á meðan á verkfalli Eflingar hefur staðið og ekki hefur verið skipt um á rúmum þeirra. Forstöðukona eins af heimilunum segir að slíkt gangi ekki til lengdar. Á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík búa 68 manns og finna íbúarnir vel fyrir verkfallinu. Ríflega helmingur starfsmanna heimilisins er í stéttarfélaginu Eflingu og í verkfalli. „Hér er nú svo knöpp mönnun eftir því sem daggjöldin leyfa okkur að okkur munar um hvern einasta mann. Fólk fær lyfin sín, fólk fær að borða, við hjálpum fólki á fætur og það fer í félagsstarf og því um líkt en það er ekkert svona að halda heimilinu hreinu, að halda íbúðunum huggulegum, taka pappír, þvott, þvo af fólki, böðin, allt þetta fellur niður,“ segir Margrét Árdís Ósvaldsdóttir forstöðukona hjúkrunarheimilisins Seljahlíð. Margrét er sú eina sem má ganga í störf starfsmanna í verkfalli en hún hefur meðal annars skúrað gólf og gengið næturvaktir til að láta allt ganga upp á heimilinu síðustu daga. Enginn fundur hefur verið í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar síðan í síðustu viku og enginn fundur hefur verið boðaður. Þetta veldur Margréti ásamt fleirum áhyggjum. „Það er alveg agalegt að það skuli ekki vera fundað í deilunni. Þetta er mjög stinnt allt saman,“ segir Margrét. Margrét segir ljóst að ef að ótímabundnu verkfalli verður á mánudaginn komi það til með bitna illa á íbúum Seljahlíðar og aðstandendum þeirra. „Það þyngist verulega róðurinn. Við komum örugglega til með að sleppa þrifum í þjónustuíbúðunum. Það lendir þá á aðstandendum,“ segir Margrét og að aðstandendur komi væntanlega til með að þurfa að þvo þvott fyrir íbúa. Hún leggur áherslu á að dragist verkfallsaðgerðirnar á langinn komi það til með að hafa miki áhrif á alla. „Við sinnum þessum lágmarksþörfum fólks og það gengur ekkert til lengri tíma,“ segir Margrét.
Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Sjá meira