Skásta veðrið í Vesturbænum og Hlíðunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. febrúar 2020 19:44 Frá síðustu sprengilægð í desember. Vísir/Vilhelm Veðrið á höfuðborgarsvæðinu á morgun verður verst í efri byggðum og við ströndina en erfiðara er að segja til um svæðin þar sem skjólsælla verður. Líklegast verður veður þó skást í Vesturbænum og Hlíðunum. Rauð viðvörun tekur gildi í fyrsta sinn á höfuðborgarsvæðinu klukkan sjö í fyrramálið. Þar má búast við 20-30 m/s, snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og hefur akstri Strætó á höfuðborgarsvæðinu þegar verið aflýst í fyrramálið. Á vef Veðurstofunnar er þess sérstaklega getið í lýsingu á rauðu viðvöruninni fyrir höfuðborgarsvæðið að örfá hverfi verði í þokkalegu skjóli fyrir austanátt, og veðrið nái sér því síður á strik þar. Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að erfitt sé að segja til um hvaða hverfi það verði. Líklegast verði veðrið þó hægara í Hlíðunum og Vesturbænum, í það minnsta í „hreinni“ austanátt. „[…] og þetta verður eitthvað misskipt, veðrið í bænum. En við verðum að vara við í allri borginni,“ segir Þorsteinn. En hvar verður veðrið verst? Í efri byggðum, segir Þorsteinn: í Vallahverfi, Kórahverfi og Norðlingaholti, sem og á Kjalarnesi, Geldinganesi, Sundunum og út að Seltjarnarnesi. Veðrið skellur á í höfuðborginni strax í nótt. Þannig tekur gul viðvörun gildi upp úr klukkan tvö, appelsínugul klukkan fimm og rauð verður í gildi frá klukkan sjö til ellefu á morgun. „Á háannatíma,“ segir Þorsteinn. „Við erum líka að spá smá snjókomu og þá verður svo mikið kóf að fólk sér ekki neitt og þá hægist á umferðinni.“ Þess vegna sé því beint til fólks að halda sig heima, hafi það tök á. Þá hefur vefur Veðurstofunnar, vedur.is, látið ófriðlega í dag. Vefurinn lá niðri um tíma og er ekki enn kominn aftur í gagnið að fullu. Þorsteinn segir að tæknimenn vinni sveittir að viðgerð og hafi gert síðan í morgun. Það mikilvægasta nú sé að koma út viðvörununum en sá hluti vefsins er í lagi. Fylgjast má með nýjustu tíðindum af veðrinu í veðurvakt Vísis hér. Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Tengdar fréttir Austfirðingar hvattir til að huga að bátum sínum Vegna slæmrar veðurspár á morgun hvetur lögregla íbúa á Austurlandi til að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu á meðan veður gengur yfir og beisla allt lauslegt. 13. febrúar 2020 12:01 Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Veðrið á höfuðborgarsvæðinu á morgun verður verst í efri byggðum og við ströndina en erfiðara er að segja til um svæðin þar sem skjólsælla verður. Líklegast verður veður þó skást í Vesturbænum og Hlíðunum. Rauð viðvörun tekur gildi í fyrsta sinn á höfuðborgarsvæðinu klukkan sjö í fyrramálið. Þar má búast við 20-30 m/s, snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og hefur akstri Strætó á höfuðborgarsvæðinu þegar verið aflýst í fyrramálið. Á vef Veðurstofunnar er þess sérstaklega getið í lýsingu á rauðu viðvöruninni fyrir höfuðborgarsvæðið að örfá hverfi verði í þokkalegu skjóli fyrir austanátt, og veðrið nái sér því síður á strik þar. Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að erfitt sé að segja til um hvaða hverfi það verði. Líklegast verði veðrið þó hægara í Hlíðunum og Vesturbænum, í það minnsta í „hreinni“ austanátt. „[…] og þetta verður eitthvað misskipt, veðrið í bænum. En við verðum að vara við í allri borginni,“ segir Þorsteinn. En hvar verður veðrið verst? Í efri byggðum, segir Þorsteinn: í Vallahverfi, Kórahverfi og Norðlingaholti, sem og á Kjalarnesi, Geldinganesi, Sundunum og út að Seltjarnarnesi. Veðrið skellur á í höfuðborginni strax í nótt. Þannig tekur gul viðvörun gildi upp úr klukkan tvö, appelsínugul klukkan fimm og rauð verður í gildi frá klukkan sjö til ellefu á morgun. „Á háannatíma,“ segir Þorsteinn. „Við erum líka að spá smá snjókomu og þá verður svo mikið kóf að fólk sér ekki neitt og þá hægist á umferðinni.“ Þess vegna sé því beint til fólks að halda sig heima, hafi það tök á. Þá hefur vefur Veðurstofunnar, vedur.is, látið ófriðlega í dag. Vefurinn lá niðri um tíma og er ekki enn kominn aftur í gagnið að fullu. Þorsteinn segir að tæknimenn vinni sveittir að viðgerð og hafi gert síðan í morgun. Það mikilvægasta nú sé að koma út viðvörununum en sá hluti vefsins er í lagi. Fylgjast má með nýjustu tíðindum af veðrinu í veðurvakt Vísis hér.
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Tengdar fréttir Austfirðingar hvattir til að huga að bátum sínum Vegna slæmrar veðurspár á morgun hvetur lögregla íbúa á Austurlandi til að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu á meðan veður gengur yfir og beisla allt lauslegt. 13. febrúar 2020 12:01 Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Austfirðingar hvattir til að huga að bátum sínum Vegna slæmrar veðurspár á morgun hvetur lögregla íbúa á Austurlandi til að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu á meðan veður gengur yfir og beisla allt lauslegt. 13. febrúar 2020 12:01
Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05
Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04