Sprengilægðarvaktin hafin í Skógarhlíð Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 00:00 Frá síðustu sprengilægð í desember. Vísir/vilhelm Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð verður virkjuð á miðnætti vegna veðursins sem ganga á yfir landið í nótt og á morgun. Viðbragðsaðilar búa sig nú undir veðurofsann en stefnt er á að halda samhæfingarstöðinni opinni fram á annað kvöld. Rauðar viðvaranir eru í gildi á fjórum landsvæðum á morgun: höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi. Á rauðu svæðunum verður um að ræða austan ofsaveður, rok eða jafnvel fárviðri. Fólk er víðast hvar hvatt til að halda sig heima, hafi það tök á. Sjá einnig: Þetta fellur niður eða raskast vegna óveðursins Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, var nýmættur niður í Skógarhlíð þegar Vísir náði tali af honum skömmu fyrir miðnætti. Hann sér fram á að standa vaktina þangað til níu í fyrramálið. „Við erum að koma okkur í hús og gera okkur klár, það virðist farið að hvessa á Suðurlandinu. Okkur sýnist þetta verða eins og spáin gerir ráð fyrir, undir morgun.“ Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/vilhelm Stöðin verður fullmönnuð fulltrúum frá hinum ýmsu viðbragðsaðilum: Ríkislögreglustjóra, Rauða krossinum, Neyðarlínunni, Landsbjörg, Landspítalanum, Landhelgisgæslunni og fleirum. Fulltrúarnir telja á annan tug. „Við erum baklandið fyrir aðgerðarstjórn úti á landi. Þetta er verkefni sem við erum að stíga inn í, við erum með þjálfað fólk í þessu. Nú er þetta óveður, um daginn vorum við með snjóflóð og svo vorum við með óveður í desember, þetta er byggt á sömu einingum og fólk er vant þessu umhverfi. En við stígum til þess að gera rólega inn í þetta og vonum það besta,“ segir Hjálmar. Gert er ráð fyrir að versta veðrið gangi niður síðdegis á morgun. Hjálmar segir að þá verði metið hversu lengi samhæfingarmiðstöðin verður opin. „En það verður að minnsta kosti fram undir fimm, sex.“ Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð verður virkjuð á miðnætti vegna veðursins sem ganga á yfir landið í nótt og á morgun. Viðbragðsaðilar búa sig nú undir veðurofsann en stefnt er á að halda samhæfingarstöðinni opinni fram á annað kvöld. Rauðar viðvaranir eru í gildi á fjórum landsvæðum á morgun: höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi. Á rauðu svæðunum verður um að ræða austan ofsaveður, rok eða jafnvel fárviðri. Fólk er víðast hvar hvatt til að halda sig heima, hafi það tök á. Sjá einnig: Þetta fellur niður eða raskast vegna óveðursins Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, var nýmættur niður í Skógarhlíð þegar Vísir náði tali af honum skömmu fyrir miðnætti. Hann sér fram á að standa vaktina þangað til níu í fyrramálið. „Við erum að koma okkur í hús og gera okkur klár, það virðist farið að hvessa á Suðurlandinu. Okkur sýnist þetta verða eins og spáin gerir ráð fyrir, undir morgun.“ Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/vilhelm Stöðin verður fullmönnuð fulltrúum frá hinum ýmsu viðbragðsaðilum: Ríkislögreglustjóra, Rauða krossinum, Neyðarlínunni, Landsbjörg, Landspítalanum, Landhelgisgæslunni og fleirum. Fulltrúarnir telja á annan tug. „Við erum baklandið fyrir aðgerðarstjórn úti á landi. Þetta er verkefni sem við erum að stíga inn í, við erum með þjálfað fólk í þessu. Nú er þetta óveður, um daginn vorum við með snjóflóð og svo vorum við með óveður í desember, þetta er byggt á sömu einingum og fólk er vant þessu umhverfi. En við stígum til þess að gera rólega inn í þetta og vonum það besta,“ segir Hjálmar. Gert er ráð fyrir að versta veðrið gangi niður síðdegis á morgun. Hjálmar segir að þá verði metið hversu lengi samhæfingarmiðstöðin verður opin. „En það verður að minnsta kosti fram undir fimm, sex.“
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira