Best að reikna með því versta Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 14. febrúar 2020 06:40 Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Vísir/ARNAR Verst hefur ástandið verið í nótt á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Þar hefur verið bálkvast og foktjón. Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki. Þetta sagði Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, um klukkan sex í morgun, þegar hann átti von á að veðrið færi að versna á höfuðborgarsvæðinu. Hjálmar sagði best að reikna með því versta. „Það er þá bara bónus ef það verður aðeins minna. Ég held að fólk megi gera ráð fyrir því að það verði mjög vont veður hérna.“ Hann sagði fólk vera að fara eftir viðvörunum og það væri hið besta mál að stofnanir og fyrirtæki séu lokuð á meðan versta veðrið gengur yfir. Það dragi úr útköllum hjá viðbragðsaðilum. „Ég bara bið fólk um að taka tillit til þessara viðvarana og hafa það bara náðugt heima fyrir og fá sér góðan morgunmat,“ sagði Hjálmar. Hann sagði eitthvað hafa borist af útköllum á Suðurlandi vegna foktjóns þar sem bárujárn hafi til að mynda byrjað að losna. Þá sagðist Hjálmar vonast til þess að verktakar á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið fyrirmælum um að fest niður það sem hægt væri. Hjálmar sagðist vita til þess að truflun hafi orðið á raforkukerfinu í Vík í nótt en eftir því sem hann viti, þá hafi verið bætt úr því. 22 ferðamenn héldu til í fjöldahjálparstöð í Vík í nótt og Hjálmar sagði stöðuna þar þokkalega. Farið hafi vel um alla. Fólki hafi verið komið í húsaskjól og það fengið vistir og fleira. Þá hvatti Hjálmar Íslendinga til að fylgjast með færð á vegum og veðrinu. Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Verst hefur ástandið verið í nótt á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Þar hefur verið bálkvast og foktjón. Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki. Þetta sagði Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, um klukkan sex í morgun, þegar hann átti von á að veðrið færi að versna á höfuðborgarsvæðinu. Hjálmar sagði best að reikna með því versta. „Það er þá bara bónus ef það verður aðeins minna. Ég held að fólk megi gera ráð fyrir því að það verði mjög vont veður hérna.“ Hann sagði fólk vera að fara eftir viðvörunum og það væri hið besta mál að stofnanir og fyrirtæki séu lokuð á meðan versta veðrið gengur yfir. Það dragi úr útköllum hjá viðbragðsaðilum. „Ég bara bið fólk um að taka tillit til þessara viðvarana og hafa það bara náðugt heima fyrir og fá sér góðan morgunmat,“ sagði Hjálmar. Hann sagði eitthvað hafa borist af útköllum á Suðurlandi vegna foktjóns þar sem bárujárn hafi til að mynda byrjað að losna. Þá sagðist Hjálmar vonast til þess að verktakar á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið fyrirmælum um að fest niður það sem hægt væri. Hjálmar sagðist vita til þess að truflun hafi orðið á raforkukerfinu í Vík í nótt en eftir því sem hann viti, þá hafi verið bætt úr því. 22 ferðamenn héldu til í fjöldahjálparstöð í Vík í nótt og Hjálmar sagði stöðuna þar þokkalega. Farið hafi vel um alla. Fólki hafi verið komið í húsaskjól og það fengið vistir og fleira. Þá hvatti Hjálmar Íslendinga til að fylgjast með færð á vegum og veðrinu.
Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira