Millilandaflug á áætlun seinni partinn Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2020 10:05 Upplýsingafulltrúi Isavia segir ljóst að óveðrið hafi áhrif á allar flugferðir á landinu í dag. vísir/vilhelm Búið er að aflýsa tugum flugferða til og frá landinu vegna óveðursins sem nú gengur yfir. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er þó allt flug á áætlun seinni partinn í dag þegar reiknað er með að veður hafi gengið niður. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að flugferðum Icelandair frá Bandaríkjunum og Kanada á leið til landsins hafi verið seinkað í dag og sé gert ráð fyrir að sjö vélar lendi á Keflavíkurflugvelli um klukkan 15 í dag. Aflýsti 22 flugferðum Icelandair aflýsti á miðvikudaginn 22 brottförum til og frá Evrópu sem fyrirhugaðar voru í dag og hafði það áhrif á um átta þúsund farþega. Ásdís Ýr segir að til að bregðast við því hafi flugferðum verið fjölgað í gær og svo hafi verið haft samband við farþega og reynt að leysa úr málum. Air Iceland Connect hefur fellt niður ferðir í dag.Vísir/Sigurjón Ekkert innanlandsflug Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir að öllu innanlandsflugi félagsins hafi verið aflýst í dag. Hann segir að þó að betur eigi eftir að fara yfir málin geri hann ráð fyrir að allt flug verði á áætlun á morgun. Er ljóst að raskanir dagsins í dag hafi haft áhrif á nokkur hundruð viðskiptavini, en alls áttu milli átta og níu hundruð farþegar bókað flug hjá Air Iceland Connect í dag. Sjá einnig: Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Flugfélagið Ernir hefur sömuleiðis aflýst sínum ferðum í dag. Vindstyrkur vel yfir viðmiðunarmörk Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að ljóst megi vera að óveðrið hafi áhrif á allar flugferðir á landinu í dag. „Vindhraðinn hefur farið upp í 75 hnúta í verstu hviðum, sem er um 40 metrar á sekúndu. Til viðmiðunar má nefna að það sé 25 hnútum yfir viðmiðunarmörk þegar kemur að notkun landganga. En við hvetjum fólk til að fylgjast með á vefsíðunni okkar, en það er svo flugfélaganna að ákveða út frá aðstæðum hvenær flogið er,“ segir Guðjón. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Þetta fellur niður eða raskast vegna óveðursins Þjónusta verður víða skert á suðvesturhluta landsins á morgun vegna aftakaveðurs. 13. febrúar 2020 22:52 Icelandair aflýsir 22 flugferðum á föstudag vegna óveðursins Átta nýjar flugferðir eru komnar á áætlun á morgun, 13. febrúar, vegna þessa. 12. febrúar 2020 18:43 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Búið er að aflýsa tugum flugferða til og frá landinu vegna óveðursins sem nú gengur yfir. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er þó allt flug á áætlun seinni partinn í dag þegar reiknað er með að veður hafi gengið niður. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að flugferðum Icelandair frá Bandaríkjunum og Kanada á leið til landsins hafi verið seinkað í dag og sé gert ráð fyrir að sjö vélar lendi á Keflavíkurflugvelli um klukkan 15 í dag. Aflýsti 22 flugferðum Icelandair aflýsti á miðvikudaginn 22 brottförum til og frá Evrópu sem fyrirhugaðar voru í dag og hafði það áhrif á um átta þúsund farþega. Ásdís Ýr segir að til að bregðast við því hafi flugferðum verið fjölgað í gær og svo hafi verið haft samband við farþega og reynt að leysa úr málum. Air Iceland Connect hefur fellt niður ferðir í dag.Vísir/Sigurjón Ekkert innanlandsflug Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir að öllu innanlandsflugi félagsins hafi verið aflýst í dag. Hann segir að þó að betur eigi eftir að fara yfir málin geri hann ráð fyrir að allt flug verði á áætlun á morgun. Er ljóst að raskanir dagsins í dag hafi haft áhrif á nokkur hundruð viðskiptavini, en alls áttu milli átta og níu hundruð farþegar bókað flug hjá Air Iceland Connect í dag. Sjá einnig: Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Flugfélagið Ernir hefur sömuleiðis aflýst sínum ferðum í dag. Vindstyrkur vel yfir viðmiðunarmörk Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að ljóst megi vera að óveðrið hafi áhrif á allar flugferðir á landinu í dag. „Vindhraðinn hefur farið upp í 75 hnúta í verstu hviðum, sem er um 40 metrar á sekúndu. Til viðmiðunar má nefna að það sé 25 hnútum yfir viðmiðunarmörk þegar kemur að notkun landganga. En við hvetjum fólk til að fylgjast með á vefsíðunni okkar, en það er svo flugfélaganna að ákveða út frá aðstæðum hvenær flogið er,“ segir Guðjón.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Þetta fellur niður eða raskast vegna óveðursins Þjónusta verður víða skert á suðvesturhluta landsins á morgun vegna aftakaveðurs. 13. febrúar 2020 22:52 Icelandair aflýsir 22 flugferðum á föstudag vegna óveðursins Átta nýjar flugferðir eru komnar á áætlun á morgun, 13. febrúar, vegna þessa. 12. febrúar 2020 18:43 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00
Þetta fellur niður eða raskast vegna óveðursins Þjónusta verður víða skert á suðvesturhluta landsins á morgun vegna aftakaveðurs. 13. febrúar 2020 22:52
Icelandair aflýsir 22 flugferðum á föstudag vegna óveðursins Átta nýjar flugferðir eru komnar á áætlun á morgun, 13. febrúar, vegna þessa. 12. febrúar 2020 18:43