Hildur Björg sló bæði stiga- og framlagsmet Helenu í Höllinni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2020 13:30 Hildur Björg Kjartansdóttir átti magnaðan og sögulegan leik með KR-liðinu í gær. Vísir/Bára KR-ingurinn Hildur Björg Kjartansdóttir átti stórleik þegar KR-konur slógu Íslands- og bikarmeistarar Vals út úr undanúrslitum Geysisbikarsins í gær. Hildur leiddi ekki aðeins liðið sitt til sigurs heldur sló hún bæði stiga- og framlagsmetið hjá íslenskum leikmanni í bikarúrslitum í Höllinni. Hildur var með 37 stig, 8 fráköst, 3 stolna bolta, 3 varin skot og 3 stoðsendingar í leiknum en hún hitti úr 72 prósent skota sinna (13 af 18) og úr öllum sex vítunum. Bikarúrslitaleikir kvenna hafa farið fram í Laugardalshöll frá 1976 með einni undantekningu og frá árinu 2017 hafa undanúrslitaleikirnir farið líka fram í Höllinni á svokallaðri bikarviku Körfuknattleikssambandsins. Hildur Björg tók bæði stiga- og framlagsmet íslensks leikmanns af Helenu Sverrisdóttur sem var einmitt að spila á móti Hildi í þessum leik. Hildur Björg skoraði 37 stig í leiknum eða fjórum stigum meira en Helena Sverrisdóttir skoraði í undanúrslitaleik á móti Snæfelli í fyrra. Helena átti metið reyndar með KR-ingnum Lindu Jónsdóttur sem skoraði 33 stig í bikarúrslitaleiknum árið 1986. Linda á ennþá stigametið í sjálfum bikarúrslitaleiknum. Hildur tók einnig framlagsmetið af Helenu. Hildur skilaði 45 framlagsstigum í leiknum í gær eða einu framlagsstigi meira en Helena í bæði undanúrslitaleiknum og bikarúrslitaleiknum í fyrra. Valskonan Hallveig Jónsdóttir skoraði 29 stig í leiknum sem kemst líka í hóp stigahæstu leikmanna íslenskra leikmanna í bikarúrslitum í Höllinni og Hallveig varð líka fyrsta konan til að skora sjö þrista í einum leik í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni.Flest stig hjá íslenskum leikmanni í bikaúrslitum kvenna í Laugardalshöll:(Bikarúrslitaleikir frá 1975 og undanúrslitaleikir frá 2017) 37 stig - Hildur Björg Kjartansdóttir, KR (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti Val) 33 stig - Linda Jónsdóttir, KR (Bikarúrslit, 13.3.1986, á móti ÍS) 33 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2019, á móti Snæfelli) 32 stig - Sóley Indriðadóttir, Haukum (Bikarúrslit, 5.4.1984, á móti ÍS) 31 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Bikarúrslit, 16.2.2019, á móti Stjörnunni) 29 stig - Marta G Guðmundsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 30.3.1989, á móti ) 29 stig - Hallveig Jónsdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR) 26 stig - Berglind Gunnarsdóttir, Snæfelli (Undanúrslit, 11.1.2018, á móti Keflavík) 25 stig - Björg Hafsteinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 23.4.1988, á móti) 25 stig - Emilía Sigurðardóttir, KR (Bikarúrslit, 25.3.1982, á móti) 24 stig - Anna María Sveinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 19.3.1992, á móti Haukum) 24 stig - Helga Þorvaldsdóttir, KR (Bikarúrslit, 9.2.2002, á móti Njarðvík) 24 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR)Hæsta framlag hjá íslenskum leikmanni í bikaúrslitum kvenna í Laugardalshöll:(Tölfræði hefur verið tekin saman frá árinu 1993) 45 framlagsstig - Hildur Björg Kjartansdóttir, KR (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti Val) 44 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Bikarúrslit, 16.2.2019, á móti Stjörnunni) 44 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2019, á móti Snæfelli) 35 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR) 33 framlagsstig - Signý Hermannsdóttir, ÍS (Bikarúrslit, 18.2.2006, á móti Grindavík) 32 framlagsstig - Anna María Sveinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 28.1.1995, á móti KR) 28 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Haukum (Bikarúrslit, 17.2.2007, á móti Keflavík) 27 framlagsstig - Helga Jónasdóttir, Njarðvík (Bikarúrslit, 9.2.2002, á móti KR) 27 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Haukum (Bikarúrslit, 13.2.2005, á móti Grindavík) 27 framlagsstig - Petrúnella Skúladóttir, Grindavík (Bikarúrslit, 24.2.2008, á móti Haukum) 26 framlagsstig - Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, KR (Bikarúrslit, 15.2.2009, á móti Keflavík) 26 framlagsstig - Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 16.2.2013, á móti Val) 26 framlagsstig - Hallveig Jónsdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR) Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 99-104 | KR í úrslit eftir framlengdan spennutrylli Valur og KR mættust í kvöld í einum skemmtilegasta leik sem hefur sést í Laugardalshöllinni í bikarkeppni kvenna. Leikurinn var þó ekki nema undanúrslitaleikur! KR leidd lengst af í leiknum en hleypti Val aftur inn í leikinn á lokamínútum venjulegs leiktíma. Vesturbæingar tóku síðan forystuna undir lok framlengingarinnar og unnu að lokum 104-99. 13. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira
KR-ingurinn Hildur Björg Kjartansdóttir átti stórleik þegar KR-konur slógu Íslands- og bikarmeistarar Vals út úr undanúrslitum Geysisbikarsins í gær. Hildur leiddi ekki aðeins liðið sitt til sigurs heldur sló hún bæði stiga- og framlagsmetið hjá íslenskum leikmanni í bikarúrslitum í Höllinni. Hildur var með 37 stig, 8 fráköst, 3 stolna bolta, 3 varin skot og 3 stoðsendingar í leiknum en hún hitti úr 72 prósent skota sinna (13 af 18) og úr öllum sex vítunum. Bikarúrslitaleikir kvenna hafa farið fram í Laugardalshöll frá 1976 með einni undantekningu og frá árinu 2017 hafa undanúrslitaleikirnir farið líka fram í Höllinni á svokallaðri bikarviku Körfuknattleikssambandsins. Hildur Björg tók bæði stiga- og framlagsmet íslensks leikmanns af Helenu Sverrisdóttur sem var einmitt að spila á móti Hildi í þessum leik. Hildur Björg skoraði 37 stig í leiknum eða fjórum stigum meira en Helena Sverrisdóttir skoraði í undanúrslitaleik á móti Snæfelli í fyrra. Helena átti metið reyndar með KR-ingnum Lindu Jónsdóttur sem skoraði 33 stig í bikarúrslitaleiknum árið 1986. Linda á ennþá stigametið í sjálfum bikarúrslitaleiknum. Hildur tók einnig framlagsmetið af Helenu. Hildur skilaði 45 framlagsstigum í leiknum í gær eða einu framlagsstigi meira en Helena í bæði undanúrslitaleiknum og bikarúrslitaleiknum í fyrra. Valskonan Hallveig Jónsdóttir skoraði 29 stig í leiknum sem kemst líka í hóp stigahæstu leikmanna íslenskra leikmanna í bikarúrslitum í Höllinni og Hallveig varð líka fyrsta konan til að skora sjö þrista í einum leik í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni.Flest stig hjá íslenskum leikmanni í bikaúrslitum kvenna í Laugardalshöll:(Bikarúrslitaleikir frá 1975 og undanúrslitaleikir frá 2017) 37 stig - Hildur Björg Kjartansdóttir, KR (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti Val) 33 stig - Linda Jónsdóttir, KR (Bikarúrslit, 13.3.1986, á móti ÍS) 33 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2019, á móti Snæfelli) 32 stig - Sóley Indriðadóttir, Haukum (Bikarúrslit, 5.4.1984, á móti ÍS) 31 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Bikarúrslit, 16.2.2019, á móti Stjörnunni) 29 stig - Marta G Guðmundsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 30.3.1989, á móti ) 29 stig - Hallveig Jónsdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR) 26 stig - Berglind Gunnarsdóttir, Snæfelli (Undanúrslit, 11.1.2018, á móti Keflavík) 25 stig - Björg Hafsteinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 23.4.1988, á móti) 25 stig - Emilía Sigurðardóttir, KR (Bikarúrslit, 25.3.1982, á móti) 24 stig - Anna María Sveinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 19.3.1992, á móti Haukum) 24 stig - Helga Þorvaldsdóttir, KR (Bikarúrslit, 9.2.2002, á móti Njarðvík) 24 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR)Hæsta framlag hjá íslenskum leikmanni í bikaúrslitum kvenna í Laugardalshöll:(Tölfræði hefur verið tekin saman frá árinu 1993) 45 framlagsstig - Hildur Björg Kjartansdóttir, KR (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti Val) 44 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Bikarúrslit, 16.2.2019, á móti Stjörnunni) 44 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2019, á móti Snæfelli) 35 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR) 33 framlagsstig - Signý Hermannsdóttir, ÍS (Bikarúrslit, 18.2.2006, á móti Grindavík) 32 framlagsstig - Anna María Sveinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 28.1.1995, á móti KR) 28 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Haukum (Bikarúrslit, 17.2.2007, á móti Keflavík) 27 framlagsstig - Helga Jónasdóttir, Njarðvík (Bikarúrslit, 9.2.2002, á móti KR) 27 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Haukum (Bikarúrslit, 13.2.2005, á móti Grindavík) 27 framlagsstig - Petrúnella Skúladóttir, Grindavík (Bikarúrslit, 24.2.2008, á móti Haukum) 26 framlagsstig - Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, KR (Bikarúrslit, 15.2.2009, á móti Keflavík) 26 framlagsstig - Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 16.2.2013, á móti Val) 26 framlagsstig - Hallveig Jónsdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR)
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 99-104 | KR í úrslit eftir framlengdan spennutrylli Valur og KR mættust í kvöld í einum skemmtilegasta leik sem hefur sést í Laugardalshöllinni í bikarkeppni kvenna. Leikurinn var þó ekki nema undanúrslitaleikur! KR leidd lengst af í leiknum en hleypti Val aftur inn í leikinn á lokamínútum venjulegs leiktíma. Vesturbæingar tóku síðan forystuna undir lok framlengingarinnar og unnu að lokum 104-99. 13. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 99-104 | KR í úrslit eftir framlengdan spennutrylli Valur og KR mættust í kvöld í einum skemmtilegasta leik sem hefur sést í Laugardalshöllinni í bikarkeppni kvenna. Leikurinn var þó ekki nema undanúrslitaleikur! KR leidd lengst af í leiknum en hleypti Val aftur inn í leikinn á lokamínútum venjulegs leiktíma. Vesturbæingar tóku síðan forystuna undir lok framlengingarinnar og unnu að lokum 104-99. 13. febrúar 2020 22:30