Allt á floti í Garði og íbúar aldrei séð annað eins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2020 11:43 Allt er á floti í Garðinum. Jóhann Issi Hallgrímsson Sjógangur í morgun hefur gert það að verkum að allt er á floti í Garðinum. Sjór gengur yfir bæinn og segist Garðsbúi til þrettán ára aldrei hafa séð annað eins. „Það er orðið allt á floti hérna. Það er bara svo mikill sjógangur, og akkurat þessi átt, svo mikið háflóð að sjórinn gengur yfir allt,“ segir Fríða Björk Elíasdóttir í samtali við Vísi. Hún hefur búið í Garðinum síðan í júlí 2007. „Ég hef aldrei séð þetta áður – aldrei nokkurn tímann!“ Hún segir allt hafa verið með kyrrum kjörum í morgun. Þau hjónin hafi vaknað klukkan sex út frá veðri og látum í húsinu. Þau búa í timburhúsi svo veðrið fer ekki fram hjá þeim. „Klukkan níu var ekkert svona sjáanlegt.“ Sjórinn flæðir yfir allt í Garði.Jóhann Issi Hallgrímsson Klukkustund síðar hafi þau orðið vör við flóð á svæðinu sem hafi svo farið stöðugt vaxandi. Hjónin hafi farið í vettvangsferð á ellefta tímanum. Í framhaldinu hafi hún fylgst með flóði inn í hagann hjá þeim, sem hafði sloppið fram að þeim tíma. „Þetta er búið að stigmagnast síðan frá svona tíu mínútur í tíu. Það er enn svaðalegur sjógangur og farið að rigna í þokkabót. Ég veit ekki hvernig þetta endar hjá okkur.“ Þau þakka fyrir að húsið þeirra standi nokkuð hátt svo þau efast um að vatnið komi inn í húsið hjá þeim. „Nema það fari að koma upp úr ræsinu.“ Öldugangurinn er sömuleiðis gríðarlega mikill í Reykjanesbæ.Jóhann Issi Hallgrímsson Óveður 14. febrúar 2020 Suðurnesjabær Veður Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Sjógangur í morgun hefur gert það að verkum að allt er á floti í Garðinum. Sjór gengur yfir bæinn og segist Garðsbúi til þrettán ára aldrei hafa séð annað eins. „Það er orðið allt á floti hérna. Það er bara svo mikill sjógangur, og akkurat þessi átt, svo mikið háflóð að sjórinn gengur yfir allt,“ segir Fríða Björk Elíasdóttir í samtali við Vísi. Hún hefur búið í Garðinum síðan í júlí 2007. „Ég hef aldrei séð þetta áður – aldrei nokkurn tímann!“ Hún segir allt hafa verið með kyrrum kjörum í morgun. Þau hjónin hafi vaknað klukkan sex út frá veðri og látum í húsinu. Þau búa í timburhúsi svo veðrið fer ekki fram hjá þeim. „Klukkan níu var ekkert svona sjáanlegt.“ Sjórinn flæðir yfir allt í Garði.Jóhann Issi Hallgrímsson Klukkustund síðar hafi þau orðið vör við flóð á svæðinu sem hafi svo farið stöðugt vaxandi. Hjónin hafi farið í vettvangsferð á ellefta tímanum. Í framhaldinu hafi hún fylgst með flóði inn í hagann hjá þeim, sem hafði sloppið fram að þeim tíma. „Þetta er búið að stigmagnast síðan frá svona tíu mínútur í tíu. Það er enn svaðalegur sjógangur og farið að rigna í þokkabót. Ég veit ekki hvernig þetta endar hjá okkur.“ Þau þakka fyrir að húsið þeirra standi nokkuð hátt svo þau efast um að vatnið komi inn í húsið hjá þeim. „Nema það fari að koma upp úr ræsinu.“ Öldugangurinn er sömuleiðis gríðarlega mikill í Reykjanesbæ.Jóhann Issi Hallgrímsson
Óveður 14. febrúar 2020 Suðurnesjabær Veður Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira