Allt á floti í Garði og íbúar aldrei séð annað eins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2020 11:43 Allt er á floti í Garðinum. Jóhann Issi Hallgrímsson Sjógangur í morgun hefur gert það að verkum að allt er á floti í Garðinum. Sjór gengur yfir bæinn og segist Garðsbúi til þrettán ára aldrei hafa séð annað eins. „Það er orðið allt á floti hérna. Það er bara svo mikill sjógangur, og akkurat þessi átt, svo mikið háflóð að sjórinn gengur yfir allt,“ segir Fríða Björk Elíasdóttir í samtali við Vísi. Hún hefur búið í Garðinum síðan í júlí 2007. „Ég hef aldrei séð þetta áður – aldrei nokkurn tímann!“ Hún segir allt hafa verið með kyrrum kjörum í morgun. Þau hjónin hafi vaknað klukkan sex út frá veðri og látum í húsinu. Þau búa í timburhúsi svo veðrið fer ekki fram hjá þeim. „Klukkan níu var ekkert svona sjáanlegt.“ Sjórinn flæðir yfir allt í Garði.Jóhann Issi Hallgrímsson Klukkustund síðar hafi þau orðið vör við flóð á svæðinu sem hafi svo farið stöðugt vaxandi. Hjónin hafi farið í vettvangsferð á ellefta tímanum. Í framhaldinu hafi hún fylgst með flóði inn í hagann hjá þeim, sem hafði sloppið fram að þeim tíma. „Þetta er búið að stigmagnast síðan frá svona tíu mínútur í tíu. Það er enn svaðalegur sjógangur og farið að rigna í þokkabót. Ég veit ekki hvernig þetta endar hjá okkur.“ Þau þakka fyrir að húsið þeirra standi nokkuð hátt svo þau efast um að vatnið komi inn í húsið hjá þeim. „Nema það fari að koma upp úr ræsinu.“ Öldugangurinn er sömuleiðis gríðarlega mikill í Reykjanesbæ.Jóhann Issi Hallgrímsson Óveður 14. febrúar 2020 Suðurnesjabær Veður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Sjógangur í morgun hefur gert það að verkum að allt er á floti í Garðinum. Sjór gengur yfir bæinn og segist Garðsbúi til þrettán ára aldrei hafa séð annað eins. „Það er orðið allt á floti hérna. Það er bara svo mikill sjógangur, og akkurat þessi átt, svo mikið háflóð að sjórinn gengur yfir allt,“ segir Fríða Björk Elíasdóttir í samtali við Vísi. Hún hefur búið í Garðinum síðan í júlí 2007. „Ég hef aldrei séð þetta áður – aldrei nokkurn tímann!“ Hún segir allt hafa verið með kyrrum kjörum í morgun. Þau hjónin hafi vaknað klukkan sex út frá veðri og látum í húsinu. Þau búa í timburhúsi svo veðrið fer ekki fram hjá þeim. „Klukkan níu var ekkert svona sjáanlegt.“ Sjórinn flæðir yfir allt í Garði.Jóhann Issi Hallgrímsson Klukkustund síðar hafi þau orðið vör við flóð á svæðinu sem hafi svo farið stöðugt vaxandi. Hjónin hafi farið í vettvangsferð á ellefta tímanum. Í framhaldinu hafi hún fylgst með flóði inn í hagann hjá þeim, sem hafði sloppið fram að þeim tíma. „Þetta er búið að stigmagnast síðan frá svona tíu mínútur í tíu. Það er enn svaðalegur sjógangur og farið að rigna í þokkabót. Ég veit ekki hvernig þetta endar hjá okkur.“ Þau þakka fyrir að húsið þeirra standi nokkuð hátt svo þau efast um að vatnið komi inn í húsið hjá þeim. „Nema það fari að koma upp úr ræsinu.“ Öldugangurinn er sömuleiðis gríðarlega mikill í Reykjanesbæ.Jóhann Issi Hallgrímsson
Óveður 14. febrúar 2020 Suðurnesjabær Veður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira