Trump áskilur sér rétt til að skipta sér af sakamálum Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2020 15:45 Barr (t.h.) hefur sætt gagnrýni pólitískra andstæðinga fyrir að vera sérstaklega handgenginn Trump forseta. Ummæli hans í sjónvarpsviðtali þar sem hann virtist setja ofan í við forsetann komu því á óvart. Vísir/EPA Hvatning dómsmálaráðherra Bandaríkjanna til Donalds Trump forseta um hann hætti að tísta um dómsmálaráðuneytið virðist lítinn árangur hafa borið. Í tísti í morgun neitaði Trump því að hafa skipt sér af sakamálum en áskildi sér ótvíræðan rétt til þess. Mikil umræða hefur farið fram vestanhafs um sjálfstæði dómsmálaráðuneytisins eftir að það tók fram fyrir hendurnar á alríkissaksóknurum um refsikröfu yfir Roger Stone, persónulegum vini og ráðgjafa Trump forseta. Það gerði ráðuneytið nokkrum klukkustundum eftir að Trump tísti um hversu ósanngjarnt málið gegn Stone væri á þriðjudag. Allir fjórir saksóknararnir sögðu sig frá málinu í kjölfarið. Dómsmálaráðuneytið reyndi að fjarlægja sig tístum forsetans um mál Stone og fullyrti að ákvörðunin um að milda refsikröfuna í máli Stone hefði verið tekin áður en Trump tjáði sig um hana. Trump gróf fljótt undan því þegar hann tísti hamingjuóskum til William Barr, dómsmálaráðherra, fyrir að hafa „tekið við stjórn“ á málinu gegn Stone á miðvikudag. Barr, sem tók sjálfur ákvörðun um að milda refsikröfuna í máli Stone, storkaði Trump forseta óvænt í sjónvarpsviðtali í gær. Þar hvatti hann Trump til að hætta að tísta um sakamál og að hann myndi sem ráðherra ekki láta undan þrýstingi neins, hvorki forsetans né annarra. Tístin gerðu honum ómögulegt fyrir að sinna starfi hans. Lýsti dómsmálaráðherrann því einnig að hann gæti ekki hafið rannsókn á pólitískum andstæðingum forsetans að beiðni hans. Sjá einnig: Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Hvíta húsið sendi frá sér yfirlýsingu í gær um að Trump hafi ekki fundið að ummælum Barr sem hefði rétt til að tjá sig opinberlega. Forsetinn hefur fram að þessu ekki verið þekktur fyrir að taka beinni eða dulinni gagnrýni þegjandi og hljóðalaust. Trump virðist þó ekki hafa tekið orð Barr til sín þar sem hann tísti enn um Barr og meðferð sakamála í morgun. Eignaði hann Barr fullyrðingu um að forsetinn hefði aldrei beðið hann um að gera nokkuð með sakamál. „Það þýðir ekki að ég hafi ekki, sem forseti, lagalegan rétt til að gera það, ég hef hann, en fram að þessu hef ég kosið að nýta hann ekki!“ tísti Trump í morgun. “The President has never asked me to do anything in a criminal case.” A.G. Barr This doesn't mean that I do not have, as President, the legal right to do so, I do, but I have so far chosen not to!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 14, 2020 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Óvænt gagnrýni dómsmálaráðherrans á Trump forseta fór ekki fyrir brjóstið á forsetanum, að sögn Hvíta hússins. 14. febrúar 2020 10:30 Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56 Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. 12. febrúar 2020 22:30 Saksóknarar uggandi yfir pólitískum þrýstingi frá Trump Ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að taka fram fyrir hendurnar á saksóknurum í dómsmáli gegn vini Trump forseta dregur dilk á eftir sér. 13. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Hvatning dómsmálaráðherra Bandaríkjanna til Donalds Trump forseta um hann hætti að tísta um dómsmálaráðuneytið virðist lítinn árangur hafa borið. Í tísti í morgun neitaði Trump því að hafa skipt sér af sakamálum en áskildi sér ótvíræðan rétt til þess. Mikil umræða hefur farið fram vestanhafs um sjálfstæði dómsmálaráðuneytisins eftir að það tók fram fyrir hendurnar á alríkissaksóknurum um refsikröfu yfir Roger Stone, persónulegum vini og ráðgjafa Trump forseta. Það gerði ráðuneytið nokkrum klukkustundum eftir að Trump tísti um hversu ósanngjarnt málið gegn Stone væri á þriðjudag. Allir fjórir saksóknararnir sögðu sig frá málinu í kjölfarið. Dómsmálaráðuneytið reyndi að fjarlægja sig tístum forsetans um mál Stone og fullyrti að ákvörðunin um að milda refsikröfuna í máli Stone hefði verið tekin áður en Trump tjáði sig um hana. Trump gróf fljótt undan því þegar hann tísti hamingjuóskum til William Barr, dómsmálaráðherra, fyrir að hafa „tekið við stjórn“ á málinu gegn Stone á miðvikudag. Barr, sem tók sjálfur ákvörðun um að milda refsikröfuna í máli Stone, storkaði Trump forseta óvænt í sjónvarpsviðtali í gær. Þar hvatti hann Trump til að hætta að tísta um sakamál og að hann myndi sem ráðherra ekki láta undan þrýstingi neins, hvorki forsetans né annarra. Tístin gerðu honum ómögulegt fyrir að sinna starfi hans. Lýsti dómsmálaráðherrann því einnig að hann gæti ekki hafið rannsókn á pólitískum andstæðingum forsetans að beiðni hans. Sjá einnig: Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Hvíta húsið sendi frá sér yfirlýsingu í gær um að Trump hafi ekki fundið að ummælum Barr sem hefði rétt til að tjá sig opinberlega. Forsetinn hefur fram að þessu ekki verið þekktur fyrir að taka beinni eða dulinni gagnrýni þegjandi og hljóðalaust. Trump virðist þó ekki hafa tekið orð Barr til sín þar sem hann tísti enn um Barr og meðferð sakamála í morgun. Eignaði hann Barr fullyrðingu um að forsetinn hefði aldrei beðið hann um að gera nokkuð með sakamál. „Það þýðir ekki að ég hafi ekki, sem forseti, lagalegan rétt til að gera það, ég hef hann, en fram að þessu hef ég kosið að nýta hann ekki!“ tísti Trump í morgun. “The President has never asked me to do anything in a criminal case.” A.G. Barr This doesn't mean that I do not have, as President, the legal right to do so, I do, but I have so far chosen not to!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 14, 2020
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Óvænt gagnrýni dómsmálaráðherrans á Trump forseta fór ekki fyrir brjóstið á forsetanum, að sögn Hvíta hússins. 14. febrúar 2020 10:30 Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56 Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. 12. febrúar 2020 22:30 Saksóknarar uggandi yfir pólitískum þrýstingi frá Trump Ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að taka fram fyrir hendurnar á saksóknurum í dómsmáli gegn vini Trump forseta dregur dilk á eftir sér. 13. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Óvænt gagnrýni dómsmálaráðherrans á Trump forseta fór ekki fyrir brjóstið á forsetanum, að sögn Hvíta hússins. 14. febrúar 2020 10:30
Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56
Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. 12. febrúar 2020 22:30
Saksóknarar uggandi yfir pólitískum þrýstingi frá Trump Ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að taka fram fyrir hendurnar á saksóknurum í dómsmáli gegn vini Trump forseta dregur dilk á eftir sér. 13. febrúar 2020 11:00