Á miðnætti á sunnudag skellur allsherjarverkfall Eflingar í borginni á Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2020 16:43 Krakkar yfirgefa leikskólann Laugasól vegna verkfalls í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Fyrirhugað allsherjarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst á miðnætti aðfararnótt mánudags 17. febrúar. Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingar eru ótímabundnar. Þær munu að öllu óbreyttu hafa áhrif á vistun allra leikskólabarna í borginni vegna minni þjónustu. Verkfallið hefur áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar. Eftir því sem verkfallið lengist mun það hafa áhrif á sorphirðu í Reykjavík og aðra umhirðu borgarlandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem fram kemur að um 1.850 manns í Eflingu starfi hjá borginni á um 129 starfsstöðvum. Áhrif á skóla og velferðarþjónustu Áfram verða áhrif verkfallsaðgerða Eflingar mest á leikskólana auk matarþjónustu í grunnskólum. Þau börn sem fá vistun í leikskólum verður skipt upp í hópa og er sums staðar hafður sá háttur á að einn hópur fær vist fyrir hádegi og annar eftir hádegi eða skipt niður á daga vikunnar. Fyrirséð er að matarþjónusta í einhverjum grunnskólum borgarinnar raskast og þurfa nemendur þar að koma með nesti í skólann. Eftir því sem verkfallið stendur lengur yfir mun það einnig hafa áhrif á þrif einhverra grunnskóla sem gætu þurft að loka, í það minnsta tímabundið. Velferðarsvið hefur fengið undanþágur frá verkfallsaðgerðum fyrir starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni er snýr að umönnun fatlaðs fólks, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum, barna og fólks sem þarf á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum. Ljóst er að lengra verkfall mun hafa meiri áhrif á þá sem njóta velferðarþjónustu frá borginni. Þrif á heimilum fatlaðs fólks og eldri borgara í heimahúsum falla niður, sömuleiðis aðstoð við böðun. Ekki verður hægt að kaupa máltíðir á félagsmiðstöðvum og þá verður dagdvöl aldraðs fólks í Þorraseli lokuð á meðan verkfalli stendur. Áhrif á þjónustu við borgarlandið Á meðan verkfallið stendur yfir mun þjónusta við borgarlandið skerðast þannig að ákveðnum verkum verður ekki sinnt. Má þar m.a. nefna: •Viðgerðir á brotholum í malbiki á götum í umsjón Reykjavíkurborgar. •Ruslastampar í borgarlandinu verða ekki tæmdir. •Hreinsun í kringum grenndargáma verður ekki sinnt. •Almennri hreinsun borgarlandsins verður ekki sinnt. •Öllu minna viðhaldi á götugögnum verður ekki sinnt t.d. á hellulögðu yfirborði og götu- og gangstéttaköntum. •Verkefnum sem tengjast óveðri, t.d. vegna asahláku, foki á veg sem hindrar umferð, stífluðum niðurföllum, pollamyndun og fleiru. •Lausir hestar verða ekki handsamaðir né önnur dýr í lausagöngu sem kunna að valda truflunum. Á meðan verkfall Eflingar stendur yfir óska borgaryfirvöld eftir því að íbúar fari varlega þegar þeir eru á ferð um borgina, gangi vel um grenndargáma og ruslastampa og hafi gát á sér og sínum. Foreldrar/forráðamenn greiða ekki leikskólagjöld fyrir þá daga sem verkfall stendur yfir og ekki heldur fyrir máltíðir sem falla niður í grunnskólum. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Sjá meira
Fyrirhugað allsherjarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst á miðnætti aðfararnótt mánudags 17. febrúar. Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingar eru ótímabundnar. Þær munu að öllu óbreyttu hafa áhrif á vistun allra leikskólabarna í borginni vegna minni þjónustu. Verkfallið hefur áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar. Eftir því sem verkfallið lengist mun það hafa áhrif á sorphirðu í Reykjavík og aðra umhirðu borgarlandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem fram kemur að um 1.850 manns í Eflingu starfi hjá borginni á um 129 starfsstöðvum. Áhrif á skóla og velferðarþjónustu Áfram verða áhrif verkfallsaðgerða Eflingar mest á leikskólana auk matarþjónustu í grunnskólum. Þau börn sem fá vistun í leikskólum verður skipt upp í hópa og er sums staðar hafður sá háttur á að einn hópur fær vist fyrir hádegi og annar eftir hádegi eða skipt niður á daga vikunnar. Fyrirséð er að matarþjónusta í einhverjum grunnskólum borgarinnar raskast og þurfa nemendur þar að koma með nesti í skólann. Eftir því sem verkfallið stendur lengur yfir mun það einnig hafa áhrif á þrif einhverra grunnskóla sem gætu þurft að loka, í það minnsta tímabundið. Velferðarsvið hefur fengið undanþágur frá verkfallsaðgerðum fyrir starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni er snýr að umönnun fatlaðs fólks, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum, barna og fólks sem þarf á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum. Ljóst er að lengra verkfall mun hafa meiri áhrif á þá sem njóta velferðarþjónustu frá borginni. Þrif á heimilum fatlaðs fólks og eldri borgara í heimahúsum falla niður, sömuleiðis aðstoð við böðun. Ekki verður hægt að kaupa máltíðir á félagsmiðstöðvum og þá verður dagdvöl aldraðs fólks í Þorraseli lokuð á meðan verkfalli stendur. Áhrif á þjónustu við borgarlandið Á meðan verkfallið stendur yfir mun þjónusta við borgarlandið skerðast þannig að ákveðnum verkum verður ekki sinnt. Má þar m.a. nefna: •Viðgerðir á brotholum í malbiki á götum í umsjón Reykjavíkurborgar. •Ruslastampar í borgarlandinu verða ekki tæmdir. •Hreinsun í kringum grenndargáma verður ekki sinnt. •Almennri hreinsun borgarlandsins verður ekki sinnt. •Öllu minna viðhaldi á götugögnum verður ekki sinnt t.d. á hellulögðu yfirborði og götu- og gangstéttaköntum. •Verkefnum sem tengjast óveðri, t.d. vegna asahláku, foki á veg sem hindrar umferð, stífluðum niðurföllum, pollamyndun og fleiru. •Lausir hestar verða ekki handsamaðir né önnur dýr í lausagöngu sem kunna að valda truflunum. Á meðan verkfall Eflingar stendur yfir óska borgaryfirvöld eftir því að íbúar fari varlega þegar þeir eru á ferð um borgina, gangi vel um grenndargáma og ruslastampa og hafi gát á sér og sínum. Foreldrar/forráðamenn greiða ekki leikskólagjöld fyrir þá daga sem verkfall stendur yfir og ekki heldur fyrir máltíðir sem falla niður í grunnskólum.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Sjá meira