Sturla Snær Snorrason, skíðamaður úr Ármanni, náði sínum besta árangri á ferlinum þegar hann skíðaði af krafti á FIS Asíubikarmóti í Suður-Kóreu í dag.
Sturla Snær náði 15. sæti í svigi í dag af 75 keppendum. Hann átti magnaða seinni ferð þar sem tími hans var sá næstbesti allra, og í heildina var Sturla aðeins 1,30 sekúndu á eftir sigurvegaranum Ryunosuke Ohkoshi frá Japan.
Sturla hlaut 26,99 FIS stig fyrir þennan árangur og tekur stökk upp á við á heimslistanum. Hann hefur verið við keppni í Suður-Kóreu og náði í gær 29. sæti á svigmóti, 39. sæti í stórsvigi á þriðjudaginn og fyrir viku keppti hann á svigmóti en féll þá úr keppni.
Sturla heldur nú til Evrópu til frekari æfinga og keppni.
Sturla á flugi í seinni ferð og náði sínum besta árangri
