Kristín Eysteinsdóttir leikstýrir kvikmynd um Kokkál Sylvía Hall skrifar 15. febrúar 2020 09:57 Dóri DNA, Kristín Eysteinsdóttir og Steinarr Logi Nesheim. Aðsend Kristín Eysteindóttir mun leikstýra kvikmynd sem byggir á bókinni Kokkáll eftir Dóra DNA. Bókin kom út á síðasta ári en hún sló rækilega í gegn og sat til að mynda í fimmtánda sæti bóksölulistans fyrir síðasta ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Í vikunni var greint frá því að Kristín hefði óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári fyrr en áætlað var, en Kristín var ráðin Borgarleikhússtjóri árið 2014 og átti að vera í starfinu þangað til sumarið 2021. Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið ráðin Borgarleikhússstjóri og mun Kristín vinna með henni til þess að koma henni inn í starfið. Sjá einnig: Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Í tölvupósti þar sem Kristín tilkynnti samstarfsfólki ákvörðun sína sagðist hún standa frammi fyrir því einstaka tækifæri að leikstýra kvikmynd. Verkefnið væri á byrjunarstigi en hana hefði alltaf dreymt um slíkt tækifæri. Í fréttatilkynningu Kristín hafa heillast af bókinni strax við fyrsta lestur. Sagan væri sterk samtímasaga sem hentaði vel fyrir kvikmyndaformið. Hún setti sig í samband við Dóra sjálfan og segir hann það hafa verið augljóst að hún brann langmest fyrir verkefninu. Hún sjái bókina skýrt fyrir sér sem kvikmynd, jafnvel skýrara en hann sjálfur, og hann treysti hennar mati. Hann hafi lengi verið aðdáandi hennar og hann hafi mikla trú á henni. „Ég ýmist grét eða hló þegar ég las hana og þessar vel skrifuðu og djúpu persónur voru mér ofarlega í huga löngu eftir að ég lauk við bókina. Þessar kraftmiklu persónur og kringumstæður henta mjög vel fyrir kvikmyndaformið,“ segir Kristín sem mun sjálf koma að þróun handritsins strax í upphafi. Framleiðslufyrirtækið Polarama mun framleiða myndina og verður nú hafist handa við að færa söguna yfir í kvikmyndaformið. Steinarr Logi Nesheim, framleiðandi myndarinnar, segist sannfærður um að sagan sé ekki bundin við reynsluheim Íslendinga og þau ætli sér að framleiða kvikmynd sem eigi heima á alþjóðamarkaði. Bíó og sjónvarp Leikhús Tengdar fréttir Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32 Nýr bóksölulisti: Dóri DNA nýstirni ársins í bóksölunni Björgvin Páll virðist ætla að eiga ævisöguna þetta árið. 17. desember 2019 13:15 Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra, sem auglýst var til umsóknar þann 16. janúar síðastliðinn. 5. febrúar 2020 10:29 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
Kristín Eysteindóttir mun leikstýra kvikmynd sem byggir á bókinni Kokkáll eftir Dóra DNA. Bókin kom út á síðasta ári en hún sló rækilega í gegn og sat til að mynda í fimmtánda sæti bóksölulistans fyrir síðasta ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Í vikunni var greint frá því að Kristín hefði óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári fyrr en áætlað var, en Kristín var ráðin Borgarleikhússtjóri árið 2014 og átti að vera í starfinu þangað til sumarið 2021. Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið ráðin Borgarleikhússstjóri og mun Kristín vinna með henni til þess að koma henni inn í starfið. Sjá einnig: Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Í tölvupósti þar sem Kristín tilkynnti samstarfsfólki ákvörðun sína sagðist hún standa frammi fyrir því einstaka tækifæri að leikstýra kvikmynd. Verkefnið væri á byrjunarstigi en hana hefði alltaf dreymt um slíkt tækifæri. Í fréttatilkynningu Kristín hafa heillast af bókinni strax við fyrsta lestur. Sagan væri sterk samtímasaga sem hentaði vel fyrir kvikmyndaformið. Hún setti sig í samband við Dóra sjálfan og segir hann það hafa verið augljóst að hún brann langmest fyrir verkefninu. Hún sjái bókina skýrt fyrir sér sem kvikmynd, jafnvel skýrara en hann sjálfur, og hann treysti hennar mati. Hann hafi lengi verið aðdáandi hennar og hann hafi mikla trú á henni. „Ég ýmist grét eða hló þegar ég las hana og þessar vel skrifuðu og djúpu persónur voru mér ofarlega í huga löngu eftir að ég lauk við bókina. Þessar kraftmiklu persónur og kringumstæður henta mjög vel fyrir kvikmyndaformið,“ segir Kristín sem mun sjálf koma að þróun handritsins strax í upphafi. Framleiðslufyrirtækið Polarama mun framleiða myndina og verður nú hafist handa við að færa söguna yfir í kvikmyndaformið. Steinarr Logi Nesheim, framleiðandi myndarinnar, segist sannfærður um að sagan sé ekki bundin við reynsluheim Íslendinga og þau ætli sér að framleiða kvikmynd sem eigi heima á alþjóðamarkaði.
Bíó og sjónvarp Leikhús Tengdar fréttir Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32 Nýr bóksölulisti: Dóri DNA nýstirni ársins í bóksölunni Björgvin Páll virðist ætla að eiga ævisöguna þetta árið. 17. desember 2019 13:15 Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra, sem auglýst var til umsóknar þann 16. janúar síðastliðinn. 5. febrúar 2020 10:29 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32
Nýr bóksölulisti: Dóri DNA nýstirni ársins í bóksölunni Björgvin Páll virðist ætla að eiga ævisöguna þetta árið. 17. desember 2019 13:15
Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra, sem auglýst var til umsóknar þann 16. janúar síðastliðinn. 5. febrúar 2020 10:29