Benedikt Guðmundsson: Virkilega miður mín núna Ísak Hallmundarson skrifar 15. febrúar 2020 22:45 Benedikt að reyna stappa stálinu í leikmenn sína fyrr í dag. Vísir/Daníel Benedikt Guðmundsson, eða einfaldlega Benni Gumm, var eðlilega ekki manna kátastur eftir stórtap KR í bikarúrslitum Geysisbikarsins fyrr í dag. Skallagrímur landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli með 17 stiga sigri, 66-49. KR-liðið var hvorki fugl né fiskur og náði engan veginn sömu hæðum og í rafmögnuðum undanúrslitaleik gegn Val í fyrradag. „Ég er virkilega miður mín núna. Löngunin til þess að gera vel og vinna þennan leik var hrikalega mikil. Mig langaði að taka kvennalið KR á þann stall að taka titil en það gekk því miður ekki,‘‘ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR. KR skoraði 49 stig í leiknum sem er töluvert undir meðaltali hjá þeim. „Ég á svosem eftir að greina þetta og fara yfir þetta en auðvitað ætla ég ekki að taka neitt frá varnarleiknum hjá þeim en ég veit bara hvað fór mikil orka í leikinn á fimmtudaginn, fyrir 36 klukkutímum. Ég hafði áhyggjur af því að það hefði kannski farið fullmikil orka í þann leik en var að vona að hún yrði meiri en í dag en ég ætla ekki að vera með einhverjar afsakanir. Þær voru bara betri hérna í dag.‘‘ KR sló einmitt út feykisterkt lið Vals í undanúrslitum síðasta fimmtudag.„Við vorum svo nálægt. Við tökum út Keflavík og tökum að okkur að slá út þetta stórkostlega Valslið, það er leiðinlegt að fá síðan ekkert út úr því. Við vorum búin að gera alla þessa vinnu og endum svo með ekki neitt. Hvað getur maður sagt, leikmenn voru að reyna og maður biður ekki um meira.‘‘ KR-konur eru enn í góðri stöðu í Dominos-deildinni í öðru sætinu og ætla sér væntanlega að gera góða hluti þar.„Það er bara áfram gakk, maður verður fúll eitthvað núna á næstunni, síðan er bara að rífa sig í gang og snúa sér að næsta leik, það er toppbaráttuslagur á móti Haukum á miðvikudaginn,‘‘ sagði Benedikt að lokum. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30 Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, eða einfaldlega Benni Gumm, var eðlilega ekki manna kátastur eftir stórtap KR í bikarúrslitum Geysisbikarsins fyrr í dag. Skallagrímur landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli með 17 stiga sigri, 66-49. KR-liðið var hvorki fugl né fiskur og náði engan veginn sömu hæðum og í rafmögnuðum undanúrslitaleik gegn Val í fyrradag. „Ég er virkilega miður mín núna. Löngunin til þess að gera vel og vinna þennan leik var hrikalega mikil. Mig langaði að taka kvennalið KR á þann stall að taka titil en það gekk því miður ekki,‘‘ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR. KR skoraði 49 stig í leiknum sem er töluvert undir meðaltali hjá þeim. „Ég á svosem eftir að greina þetta og fara yfir þetta en auðvitað ætla ég ekki að taka neitt frá varnarleiknum hjá þeim en ég veit bara hvað fór mikil orka í leikinn á fimmtudaginn, fyrir 36 klukkutímum. Ég hafði áhyggjur af því að það hefði kannski farið fullmikil orka í þann leik en var að vona að hún yrði meiri en í dag en ég ætla ekki að vera með einhverjar afsakanir. Þær voru bara betri hérna í dag.‘‘ KR sló einmitt út feykisterkt lið Vals í undanúrslitum síðasta fimmtudag.„Við vorum svo nálægt. Við tökum út Keflavík og tökum að okkur að slá út þetta stórkostlega Valslið, það er leiðinlegt að fá síðan ekkert út úr því. Við vorum búin að gera alla þessa vinnu og endum svo með ekki neitt. Hvað getur maður sagt, leikmenn voru að reyna og maður biður ekki um meira.‘‘ KR-konur eru enn í góðri stöðu í Dominos-deildinni í öðru sætinu og ætla sér væntanlega að gera góða hluti þar.„Það er bara áfram gakk, maður verður fúll eitthvað núna á næstunni, síðan er bara að rífa sig í gang og snúa sér að næsta leik, það er toppbaráttuslagur á móti Haukum á miðvikudaginn,‘‘ sagði Benedikt að lokum.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30 Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30
Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30