Að vera eða vera ekki læs Arnór Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2020 08:00 Fjörug umræða um lestur og lesfimipróf hefur undanfarið átt sér stað í fjölmiðlum. Almennt er slík umræða af hinu góða og æskilegt að ólík sjónarmið komi fram um það mikilvæga málefni sem menntun og lestur er. Eins og góður kennari myndi segja er samt gott að lesa heima og kynna sér málefnið vel. Við viljum öll undirbúa börnin okkar vel fyrir lífið og þau verkefni sem bíða þeirra í nútíma samfélagi. Í aðalnámskrá grunnskóla er þetta orðað þannig að efla eigi vitund um lýðræði og jafnrétti, þroska gagnrýna hugsun og byggja upp hæfni nemandans í ólíkum greinum. Grunnskólar hafa mikið svigrúm til að útfæra almennar áherslur aðalnámskrár og gera það á margvíslega vegu með fjölbreyttu skólastarfi. Til að geta náð markmiðum aðalnámskrár og árangri í námi er þó lykilatriði að kunna að lesa. Hefðbundnu læsi er venjulega skipt í tvo meginþætti: tæknilega hlið lestrar (umskráningu) og lesskilning. Tæknileg hlið lestrar er metin með lesfimiprófum sem taka til sjálfvirkni lestrar og lestrarnákvæmni. Eftir því sem lesturinn verður sjálfvirkari eykst lestrarhraðinn, minni orka fer í umskráninguna og meira svigrúm gefst til að veita merkingu athygli og að þroska skilning á því sem lesið er. Markmið allrar þjálfunar, hvort sem er til að læra að hjóla, leika á hljóðfæri, ná valdi á bolta eða að lesa, er að ná tökum á grundvallarfærni og að geta beitt henni á sjálfvirkan hátt. Sjálfvirkur lestur eða lesfimi er lykillinn að lestrargaldrinum og forsenda þess að hægt sé að öðlast lesskilning og takast á við almennari markmið aðalnámskrár. Þess vegna vilja kennarar að allir nemendur nái tökum á sjálfvirkum lestri. Athuganir Menntamálastofnunar á tengslum lesfimi og lesskilnings sýna að mikil fylgni er þar á milli. Sömu vísbendingar má einnig finna í mælingum PISA 2018 á þessum þáttum. Allt ber þetta að sama brunni, sem sérfræðingar í lestri staðfesta einnig; lesfimi er ein meginforsenda lesskilnings. Ræða má hvort of mikið sé gert af því að leggja lesfimipróf fyrir þá sem þegar hafa náð tökum á lestri eða þá sem eiga við alvarlegan lestrarvanda að etja. Treysta verður faglegu mati kennara í slíkum tilvikum. Er menntandi áherslum námskrár með einhverjum hætti fórnað með þeirri áherslu sem nú er lögð á þjálfun í lesfimi? Það er afar ósennilegt. Einhverjar ástæður hljóta að vera fyrir því að kennarar kjósa að leggja lesfimipróf fyrir um 90% nemenda í íslenskum grunnskólum. Flestir kennarar nýta svo niðurstöðurnar til að laga lestrarnám að þörfum nemenda. Mikilvægt er að efla lestrarkennslu almennt svo að hún taki vel til allra þátta svo sem orðaforða og lesskilnings. Menntamálastofnun vill styðja sem best við faglegt starf kennara og hefur nú opnað vef, laesisvefurinn.is, þar sem settar eru fram gagnreyndar leiðbeiningar og upplýsingar um lestur. Hvet ég kennara og almenning til að lesa og kynna sér það margvíslega efni sem þar má finna. Höldum svo áfram upplýstri umræðu um hvað það þýðir að vera læs.Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjörug umræða um lestur og lesfimipróf hefur undanfarið átt sér stað í fjölmiðlum. Almennt er slík umræða af hinu góða og æskilegt að ólík sjónarmið komi fram um það mikilvæga málefni sem menntun og lestur er. Eins og góður kennari myndi segja er samt gott að lesa heima og kynna sér málefnið vel. Við viljum öll undirbúa börnin okkar vel fyrir lífið og þau verkefni sem bíða þeirra í nútíma samfélagi. Í aðalnámskrá grunnskóla er þetta orðað þannig að efla eigi vitund um lýðræði og jafnrétti, þroska gagnrýna hugsun og byggja upp hæfni nemandans í ólíkum greinum. Grunnskólar hafa mikið svigrúm til að útfæra almennar áherslur aðalnámskrár og gera það á margvíslega vegu með fjölbreyttu skólastarfi. Til að geta náð markmiðum aðalnámskrár og árangri í námi er þó lykilatriði að kunna að lesa. Hefðbundnu læsi er venjulega skipt í tvo meginþætti: tæknilega hlið lestrar (umskráningu) og lesskilning. Tæknileg hlið lestrar er metin með lesfimiprófum sem taka til sjálfvirkni lestrar og lestrarnákvæmni. Eftir því sem lesturinn verður sjálfvirkari eykst lestrarhraðinn, minni orka fer í umskráninguna og meira svigrúm gefst til að veita merkingu athygli og að þroska skilning á því sem lesið er. Markmið allrar þjálfunar, hvort sem er til að læra að hjóla, leika á hljóðfæri, ná valdi á bolta eða að lesa, er að ná tökum á grundvallarfærni og að geta beitt henni á sjálfvirkan hátt. Sjálfvirkur lestur eða lesfimi er lykillinn að lestrargaldrinum og forsenda þess að hægt sé að öðlast lesskilning og takast á við almennari markmið aðalnámskrár. Þess vegna vilja kennarar að allir nemendur nái tökum á sjálfvirkum lestri. Athuganir Menntamálastofnunar á tengslum lesfimi og lesskilnings sýna að mikil fylgni er þar á milli. Sömu vísbendingar má einnig finna í mælingum PISA 2018 á þessum þáttum. Allt ber þetta að sama brunni, sem sérfræðingar í lestri staðfesta einnig; lesfimi er ein meginforsenda lesskilnings. Ræða má hvort of mikið sé gert af því að leggja lesfimipróf fyrir þá sem þegar hafa náð tökum á lestri eða þá sem eiga við alvarlegan lestrarvanda að etja. Treysta verður faglegu mati kennara í slíkum tilvikum. Er menntandi áherslum námskrár með einhverjum hætti fórnað með þeirri áherslu sem nú er lögð á þjálfun í lesfimi? Það er afar ósennilegt. Einhverjar ástæður hljóta að vera fyrir því að kennarar kjósa að leggja lesfimipróf fyrir um 90% nemenda í íslenskum grunnskólum. Flestir kennarar nýta svo niðurstöðurnar til að laga lestrarnám að þörfum nemenda. Mikilvægt er að efla lestrarkennslu almennt svo að hún taki vel til allra þátta svo sem orðaforða og lesskilnings. Menntamálastofnun vill styðja sem best við faglegt starf kennara og hefur nú opnað vef, laesisvefurinn.is, þar sem settar eru fram gagnreyndar leiðbeiningar og upplýsingar um lestur. Hvet ég kennara og almenning til að lesa og kynna sér það margvíslega efni sem þar má finna. Höldum svo áfram upplýstri umræðu um hvað það þýðir að vera læs.Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun