Ægir og Pavel draga sig út úr íslenska landsliðshópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 09:00 Ægir Þór Steinarsson var frábær í bikarúrslitunum um helgina og var kosinn mikilvægasti leikmaðurinn. Hann var borinn á höfuðstól eftir úrslitaleikinn. vísir/daníel Íslenska körfuboltalandsliðið varð fyrir enn frekara áfalli í gær þegar ljóst var að tveir lykilmenn liðsins færu ekki með liðinu út til Kósóvó. Íslenska körfuboltalandsliðið er að hefja leik í forkeppni að undankeppni HM 2023 og er nú á leið til Kósóvó í fyrri leikinn í þessum landsliðsglugga sem stendur yfir dagana 17.-24. febrúar. Pavel Ermolinskij og Ægir Þór Steinarsson gátu ekki ferðast með út í morgun og tekið þátt í fyrri leiknum af persónulegum ástæðum. Enn er möguleiki á að þeir geti spilað seinni leikinn samkvæmt fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. Áður var ljóst að atvinnumennirnir Elvar Már Friðriksson, Haukur Helgi Briem Pálsson og Martin Hermannsson gátu ekki verið með og þá er Kristófer Acox enn að ná sér eftir meiðsli og gefur heldur ekki kost á sér. Íslenska landsliðið mun leika gegn heimamönnum í Kósóvó á fimmtudaginn kemur 20. febrúar og svo heima í Laugardalshöllinni gegn Slóvakíu sunnudaginn 23. febrúar. Vegna forfalla Pavels og Ægis þá boðaði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen þá Ólaf Ólafsson úr Grindavík og Ragnar Ágúst Nathanaelsson úr Val inn í liðið.Íslenska liðið verður því þannig skipað gegn Kósovó: Nafn · Félag · Landsleikir Breki Gylfason · Haukar · 6 Gunnar Ólafsson · Stjarnan · 18 Hjálmar Stefánsson · Haukar · 15 Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík · 82 Kári Jónsson · Haukar · 10 Kristinn Pálsson · Njarðvík · 13 Ólafur Ólafsson · Grindavík · 36 Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll · 9 Ragnar Ágúst Nathanaelsson · 45 Sigtryggur Arnar Björnsson · Grindavík· 8 Tómas Þórður Hilmarsson · Stjarnan · 4 Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza · 37 Körfubolti Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið varð fyrir enn frekara áfalli í gær þegar ljóst var að tveir lykilmenn liðsins færu ekki með liðinu út til Kósóvó. Íslenska körfuboltalandsliðið er að hefja leik í forkeppni að undankeppni HM 2023 og er nú á leið til Kósóvó í fyrri leikinn í þessum landsliðsglugga sem stendur yfir dagana 17.-24. febrúar. Pavel Ermolinskij og Ægir Þór Steinarsson gátu ekki ferðast með út í morgun og tekið þátt í fyrri leiknum af persónulegum ástæðum. Enn er möguleiki á að þeir geti spilað seinni leikinn samkvæmt fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. Áður var ljóst að atvinnumennirnir Elvar Már Friðriksson, Haukur Helgi Briem Pálsson og Martin Hermannsson gátu ekki verið með og þá er Kristófer Acox enn að ná sér eftir meiðsli og gefur heldur ekki kost á sér. Íslenska landsliðið mun leika gegn heimamönnum í Kósóvó á fimmtudaginn kemur 20. febrúar og svo heima í Laugardalshöllinni gegn Slóvakíu sunnudaginn 23. febrúar. Vegna forfalla Pavels og Ægis þá boðaði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen þá Ólaf Ólafsson úr Grindavík og Ragnar Ágúst Nathanaelsson úr Val inn í liðið.Íslenska liðið verður því þannig skipað gegn Kósovó: Nafn · Félag · Landsleikir Breki Gylfason · Haukar · 6 Gunnar Ólafsson · Stjarnan · 18 Hjálmar Stefánsson · Haukar · 15 Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík · 82 Kári Jónsson · Haukar · 10 Kristinn Pálsson · Njarðvík · 13 Ólafur Ólafsson · Grindavík · 36 Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll · 9 Ragnar Ágúst Nathanaelsson · 45 Sigtryggur Arnar Björnsson · Grindavík· 8 Tómas Þórður Hilmarsson · Stjarnan · 4 Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza · 37
Körfubolti Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira