24 sýni rannsökuð hér á landi vegna Covid-19 veirunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. febrúar 2020 14:12 Veiran hefur ekki komið hingað til lands en vinna yfirvalda hér miðast við að það muni gerast. Vísir/Getty 24 sýni hafa verið rannsökuð af sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í tengslum við Covid-19 kórónaveiruna. Hafa þau öll reynst neikvæð og hefur enginn einstaklingur greinst með veiruna hér á landi.Þetta kemur fram í stöðuskýrslu Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra vegna Covid-19 veirunnar en óvissustig er í gildi hér á landi vegna veirunnar. Haldinn var stöðufundur í morgun í samhæfingarmiðstöðunni í Skógarhlíð þar sem Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir fór yfir stöðu mála. Í máli hans kom fram að mörgum spurningum væri enn ósvarað varðandi faraldsfræði veirunnar.Fyrirliggjandi upplýsingar bendi þó til þess að nýjum tilfellum hafi fækkað á undanförnum dögum og útbreiðsla utan Kína, þar sem veiran braust fyrst út, hafi verið hæg.Enn er gert ráð fyrir að veiran berist hingað til lands en áfram er unnið að því að skerpa viðbúnað innanlands. Til að mynda vinnur vinnuhópur ríkislögreglustjóra að greiningu á hugsanlegum aðgerðum sem miða að því að stemma stigu við komu erlendra ferðamanna frá áhættusvæðum.Alls hafa 71.333 einstaklingar sýkst af veirunni og 1.775 hafa látist, langflestir í Kína en fjögur dauðsföll hafa verið utan Kína. Eitt í Taívan, eitt á Filippseyjum, eitt í Japan og eitt í Frakklandi. Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta dauðsfallið af völdum Covid19 innan Evrópu Áttræður karlmaður frá Hubei-héraðinu í Kína lést af völdum kórónaveirunnar Covid19 í Frakklandi. 15. febrúar 2020 10:50 Fordómar í garð Kínverja vegna veirunnar Bretar af kínverskum uppruna lýsa áhyggjum af því að ótti við sjúkdóminn kyndi undir fordóma og hatur. 12. febrúar 2020 18:45 Coronakaup Íslendinga stóraukist á síðustu vikum Vínbúðirnar hafa merkt umtalsverða söluaukningu á Corona-bjór frá upphafi árs. 13. febrúar 2020 11:45 Fyrsta dauðsfallið í Taívan staðfest Taívönsk yfirvöld hafa greint frá fyrsta dauðsfalli af völdum Covid-19 veirunnar á eyjunni. Um er að ræða fimmta dauðsfallið utan meginlands Kína. 16. febrúar 2020 17:36 Heimsins stærstu farsímasýningu aflýst vegna Covid19-veirunnar Skipuleggjendur Mobile World Congress, stærstu farsímasýningar heimsins, hafa ákveðið að aflýsa sýningunni vegna Covid19-veirunnar, nýju kórónaveirunnar sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. 12. febrúar 2020 20:30 Flogið með bandaríska farþega Diamond Princess frá Japan Tvær flugvélar með bandaríska ferðamenn innanborðs hófu sig til flugs frá flugvellinum í Tókýó í nótt en fólkið hafði verið í sóttkví í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess frá því í byrjun þessa mánaðar. 17. febrúar 2020 07:31 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
24 sýni hafa verið rannsökuð af sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í tengslum við Covid-19 kórónaveiruna. Hafa þau öll reynst neikvæð og hefur enginn einstaklingur greinst með veiruna hér á landi.Þetta kemur fram í stöðuskýrslu Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra vegna Covid-19 veirunnar en óvissustig er í gildi hér á landi vegna veirunnar. Haldinn var stöðufundur í morgun í samhæfingarmiðstöðunni í Skógarhlíð þar sem Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir fór yfir stöðu mála. Í máli hans kom fram að mörgum spurningum væri enn ósvarað varðandi faraldsfræði veirunnar.Fyrirliggjandi upplýsingar bendi þó til þess að nýjum tilfellum hafi fækkað á undanförnum dögum og útbreiðsla utan Kína, þar sem veiran braust fyrst út, hafi verið hæg.Enn er gert ráð fyrir að veiran berist hingað til lands en áfram er unnið að því að skerpa viðbúnað innanlands. Til að mynda vinnur vinnuhópur ríkislögreglustjóra að greiningu á hugsanlegum aðgerðum sem miða að því að stemma stigu við komu erlendra ferðamanna frá áhættusvæðum.Alls hafa 71.333 einstaklingar sýkst af veirunni og 1.775 hafa látist, langflestir í Kína en fjögur dauðsföll hafa verið utan Kína. Eitt í Taívan, eitt á Filippseyjum, eitt í Japan og eitt í Frakklandi.
Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta dauðsfallið af völdum Covid19 innan Evrópu Áttræður karlmaður frá Hubei-héraðinu í Kína lést af völdum kórónaveirunnar Covid19 í Frakklandi. 15. febrúar 2020 10:50 Fordómar í garð Kínverja vegna veirunnar Bretar af kínverskum uppruna lýsa áhyggjum af því að ótti við sjúkdóminn kyndi undir fordóma og hatur. 12. febrúar 2020 18:45 Coronakaup Íslendinga stóraukist á síðustu vikum Vínbúðirnar hafa merkt umtalsverða söluaukningu á Corona-bjór frá upphafi árs. 13. febrúar 2020 11:45 Fyrsta dauðsfallið í Taívan staðfest Taívönsk yfirvöld hafa greint frá fyrsta dauðsfalli af völdum Covid-19 veirunnar á eyjunni. Um er að ræða fimmta dauðsfallið utan meginlands Kína. 16. febrúar 2020 17:36 Heimsins stærstu farsímasýningu aflýst vegna Covid19-veirunnar Skipuleggjendur Mobile World Congress, stærstu farsímasýningar heimsins, hafa ákveðið að aflýsa sýningunni vegna Covid19-veirunnar, nýju kórónaveirunnar sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. 12. febrúar 2020 20:30 Flogið með bandaríska farþega Diamond Princess frá Japan Tvær flugvélar með bandaríska ferðamenn innanborðs hófu sig til flugs frá flugvellinum í Tókýó í nótt en fólkið hafði verið í sóttkví í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess frá því í byrjun þessa mánaðar. 17. febrúar 2020 07:31 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Fyrsta dauðsfallið af völdum Covid19 innan Evrópu Áttræður karlmaður frá Hubei-héraðinu í Kína lést af völdum kórónaveirunnar Covid19 í Frakklandi. 15. febrúar 2020 10:50
Fordómar í garð Kínverja vegna veirunnar Bretar af kínverskum uppruna lýsa áhyggjum af því að ótti við sjúkdóminn kyndi undir fordóma og hatur. 12. febrúar 2020 18:45
Coronakaup Íslendinga stóraukist á síðustu vikum Vínbúðirnar hafa merkt umtalsverða söluaukningu á Corona-bjór frá upphafi árs. 13. febrúar 2020 11:45
Fyrsta dauðsfallið í Taívan staðfest Taívönsk yfirvöld hafa greint frá fyrsta dauðsfalli af völdum Covid-19 veirunnar á eyjunni. Um er að ræða fimmta dauðsfallið utan meginlands Kína. 16. febrúar 2020 17:36
Heimsins stærstu farsímasýningu aflýst vegna Covid19-veirunnar Skipuleggjendur Mobile World Congress, stærstu farsímasýningar heimsins, hafa ákveðið að aflýsa sýningunni vegna Covid19-veirunnar, nýju kórónaveirunnar sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. 12. febrúar 2020 20:30
Flogið með bandaríska farþega Diamond Princess frá Japan Tvær flugvélar með bandaríska ferðamenn innanborðs hófu sig til flugs frá flugvellinum í Tókýó í nótt en fólkið hafði verið í sóttkví í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess frá því í byrjun þessa mánaðar. 17. febrúar 2020 07:31