Mig langar til þess að gefa þér betra líf! Bragi Þór Thoroddsen skrifar 18. febrúar 2020 08:00 Já, ég er að meina það. Í alvöru, mig langar að þú lifir betra lífi. Ekki bara þú, heldur öll fjölskylda þín og flestir sem þú umgengst dags daglega. Allir á vinnustaðnum þínum, í skólanum, á sjónum og bara allir í næsta húsi og þarnæsta. Og ég ætla að veita þér betra líf. Ég ætla að borga fyrir það sjáflur. Eina sem þú þarft að gera er að leggja í það doldla upphæð af framtíðartekjum þínum og þinna til næstu 15 ára. En ekki hafa áhyggjur, þetta er win/win, alveg eins og hjá Ólafi Ragnari þegar hann fékk reinsann í vaktaþáttunum. Sigurður Ingi ráðherra er flottur náungi, viðkunnanlegur og vel að sér um marga hluti. Hann er að mínu mati skemmtilegur í viðkynnum, hreinn til svars og almennt trúverðugur fulltrúi. Hann er það sem mig langaði að verða þegar ég yrði stór, þ.e. dýralæknir, enda hafði ég enga drauma um að verða ráðherra fyrir tvítugt. Líkt og margir aðrir batt ég miklar vonir við Sigurð Inga þegar hann kom fram á sjónarsvið okkar allra eftir hrun, arftaki sem reysti flokk sinn úr sögulegri öskustó. Forverum hans hafði eitthvað misfarist með trúverðugleikann og var sem var. En Sigurður Ingi reddaði því öllu og gerði gott betur. Hann er ráðherra í dag og gerir margt vel þar. Trúverðugur, traustur og ráðherrayfirbragð á honum. En þessi pistil er ekki bara til þess að mæra Sigurð Inga. Ráðherrann fer fyrir málaflokki sem varðar landsmenn alla, ekki bara einn heldur tvo. Samgöngumál heldur hann utan um í ráðuneyti sínu. Þá er hann og sveitarstjórnarráðherra. Það þýðir að landsmenn eiga allt sitt undir ráðuneytinu þegar þeir skottast á milli sveitarfélaga - vegi og vegleysur. Einnig er við ráðuneytið að eiga um það hversu mörg þessi sveitarfélög eru. Sveitarfélögin eru 72, lítil og stór, fjölmenn og fámenn. Ráðuneyti Sigurðar Inga ætlar að gefa litlu sveitarfélögunum betra líf. Íbúum þess öllum, ljá þeim trúverðuga rödd og þjónustu eins og hæfir fólki á 21. öld. Allir hafi það betra, bæði í stórum og smáum sveitarfélögum. Þau verði færri og stærri og geti eitthvað sjálf. Geti tekið verkefni af ríkinu og þannig fengið meiri peninga og klárað að reka sig sjálf. Verið sjálfbær. En eina sem stór og smá, færri sveitarfélög þurfi að gera til þess að ráðuneyti sveitarstjórnar geri þetta allt að veruleika er að sameinast. Fyrir það fá þau milljón skrilljónir og skuldi ekkert þegar allt er af staðið. Þannig lítur þetta út í dag í samráðsgáttinni (nota bene þetta er greinargerð): "Þá er gert ráð fyrir að haldið verði eftir einum milljarði á hverju ári í 15 ár af ákveðnum tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að jafna út auknar greiðslur Jöfnunarsjóðs vegna sameiningarframlaga næstu árin, á heildarúthlutanir sjóðsins. Munu framlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga lækka sem því nemur á tímabilinu. Rétt er að taka fram að sameiningarframlög hafa verið lögbundið hlutverk sjóðsins í langan tíma og er því ekki um breytingar að ræða að því leyti. Hafa framlög vegna sameininga verið að jafnaði um kr. 300 milljónir á ári hverju undanfarin 10 ár. Með því að halda eftir þeirri upphæð sem lagt er til í frumvarpinu af tekjum sjóðsins næstu 15 ár, er verið að lágmarka þau áhrif sem aukinn fjöldi sameininga sveitarfélaga á næstu árum mun hafi á heildarúthlutanir Jöfnunarsjóðs. Viðræður fara fram um möguleikann á því að sjóðnum verði tryggðar auknar tekjur úr ríkissjóði til að lágmarka þau áhrif sem kunna að verða á framlögum sjóðsins vegna fjölgunar á sameiningum sveitarfélaga sem vænta má með lögfestingu frumvarpsins." Jújú, smá hængur. Silfrið sem ég lofaði fyrir að mynda skarð í varnirnar sveitarfélaganna borgið þið sjálf. Það er eitt af því litla sem ég gleymdi að segja ykkur. Og þið voruð farin að borga inn á þetta fyrir löngu. En þetta verður allt voða fínt og allir ánægðir og miklu færri og stærri. Og jú, það er bara eitt enn. Samband íslenskra sveitarfélaga – sem er félag með enga prókúru eða umboð á lagamáli – er sá sem ætlar að klára þetta. En auðvitað hafði sambandið samráð sín á milli um örlög litlu sveitarfélaganna, sem auðvitað á ekki fulltrúa í stjórn með neitt atkvæðavægi. En þetta heitir auðvitað á þingmáli samráð. En svo því sé til haga haldið - Sigurður Ingi er frábær náungi og eflaust veit hann alveg hvað hann er að gera. Ég er honum bara svo hjartanlega ósammála um flest þessa dagana annað en að mig langaði að verða dýralæknir þegar ég var yngri og hann var víst liðtækur í körfu. Höfundur er lögfræðingur og sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Súðavíkurhreppur Sveitarstjórnarmál Bragi Þór Thoroddsen Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Já, ég er að meina það. Í alvöru, mig langar að þú lifir betra lífi. Ekki bara þú, heldur öll fjölskylda þín og flestir sem þú umgengst dags daglega. Allir á vinnustaðnum þínum, í skólanum, á sjónum og bara allir í næsta húsi og þarnæsta. Og ég ætla að veita þér betra líf. Ég ætla að borga fyrir það sjáflur. Eina sem þú þarft að gera er að leggja í það doldla upphæð af framtíðartekjum þínum og þinna til næstu 15 ára. En ekki hafa áhyggjur, þetta er win/win, alveg eins og hjá Ólafi Ragnari þegar hann fékk reinsann í vaktaþáttunum. Sigurður Ingi ráðherra er flottur náungi, viðkunnanlegur og vel að sér um marga hluti. Hann er að mínu mati skemmtilegur í viðkynnum, hreinn til svars og almennt trúverðugur fulltrúi. Hann er það sem mig langaði að verða þegar ég yrði stór, þ.e. dýralæknir, enda hafði ég enga drauma um að verða ráðherra fyrir tvítugt. Líkt og margir aðrir batt ég miklar vonir við Sigurð Inga þegar hann kom fram á sjónarsvið okkar allra eftir hrun, arftaki sem reysti flokk sinn úr sögulegri öskustó. Forverum hans hafði eitthvað misfarist með trúverðugleikann og var sem var. En Sigurður Ingi reddaði því öllu og gerði gott betur. Hann er ráðherra í dag og gerir margt vel þar. Trúverðugur, traustur og ráðherrayfirbragð á honum. En þessi pistil er ekki bara til þess að mæra Sigurð Inga. Ráðherrann fer fyrir málaflokki sem varðar landsmenn alla, ekki bara einn heldur tvo. Samgöngumál heldur hann utan um í ráðuneyti sínu. Þá er hann og sveitarstjórnarráðherra. Það þýðir að landsmenn eiga allt sitt undir ráðuneytinu þegar þeir skottast á milli sveitarfélaga - vegi og vegleysur. Einnig er við ráðuneytið að eiga um það hversu mörg þessi sveitarfélög eru. Sveitarfélögin eru 72, lítil og stór, fjölmenn og fámenn. Ráðuneyti Sigurðar Inga ætlar að gefa litlu sveitarfélögunum betra líf. Íbúum þess öllum, ljá þeim trúverðuga rödd og þjónustu eins og hæfir fólki á 21. öld. Allir hafi það betra, bæði í stórum og smáum sveitarfélögum. Þau verði færri og stærri og geti eitthvað sjálf. Geti tekið verkefni af ríkinu og þannig fengið meiri peninga og klárað að reka sig sjálf. Verið sjálfbær. En eina sem stór og smá, færri sveitarfélög þurfi að gera til þess að ráðuneyti sveitarstjórnar geri þetta allt að veruleika er að sameinast. Fyrir það fá þau milljón skrilljónir og skuldi ekkert þegar allt er af staðið. Þannig lítur þetta út í dag í samráðsgáttinni (nota bene þetta er greinargerð): "Þá er gert ráð fyrir að haldið verði eftir einum milljarði á hverju ári í 15 ár af ákveðnum tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að jafna út auknar greiðslur Jöfnunarsjóðs vegna sameiningarframlaga næstu árin, á heildarúthlutanir sjóðsins. Munu framlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga lækka sem því nemur á tímabilinu. Rétt er að taka fram að sameiningarframlög hafa verið lögbundið hlutverk sjóðsins í langan tíma og er því ekki um breytingar að ræða að því leyti. Hafa framlög vegna sameininga verið að jafnaði um kr. 300 milljónir á ári hverju undanfarin 10 ár. Með því að halda eftir þeirri upphæð sem lagt er til í frumvarpinu af tekjum sjóðsins næstu 15 ár, er verið að lágmarka þau áhrif sem aukinn fjöldi sameininga sveitarfélaga á næstu árum mun hafi á heildarúthlutanir Jöfnunarsjóðs. Viðræður fara fram um möguleikann á því að sjóðnum verði tryggðar auknar tekjur úr ríkissjóði til að lágmarka þau áhrif sem kunna að verða á framlögum sjóðsins vegna fjölgunar á sameiningum sveitarfélaga sem vænta má með lögfestingu frumvarpsins." Jújú, smá hængur. Silfrið sem ég lofaði fyrir að mynda skarð í varnirnar sveitarfélaganna borgið þið sjálf. Það er eitt af því litla sem ég gleymdi að segja ykkur. Og þið voruð farin að borga inn á þetta fyrir löngu. En þetta verður allt voða fínt og allir ánægðir og miklu færri og stærri. Og jú, það er bara eitt enn. Samband íslenskra sveitarfélaga – sem er félag með enga prókúru eða umboð á lagamáli – er sá sem ætlar að klára þetta. En auðvitað hafði sambandið samráð sín á milli um örlög litlu sveitarfélaganna, sem auðvitað á ekki fulltrúa í stjórn með neitt atkvæðavægi. En þetta heitir auðvitað á þingmáli samráð. En svo því sé til haga haldið - Sigurður Ingi er frábær náungi og eflaust veit hann alveg hvað hann er að gera. Ég er honum bara svo hjartanlega ósammála um flest þessa dagana annað en að mig langaði að verða dýralæknir þegar ég var yngri og hann var víst liðtækur í körfu. Höfundur er lögfræðingur og sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun