Segja Isavia skerða félagafrelsi starfsmanna sinna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. febrúar 2020 10:10 Starfsmenn í flugvallarþjónustu sinna m.a. slökkvistarfi. Vísir/Vilhelm Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segja Isavia skerða félagafrelsi starfsmanna sinna með því að hafna breytingu á orðalagi í 18. grein kjarasamnings félagsmanna landssambandsins sem starfa hjá Isavia og hafa þeir fyrrnefndu vísað deilunni til ríkissáttasemjara. Um tuttugu fundir hafa verið haldnir á milli aðila frá því í apríl í fyrra og var nýr kjarasamningur svo gott sem tilbúinn. Þetta eina málið sem stóð út af borðinu að sögn Hermanns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landssambands slökkviliðs- og sjúkrafutningamanna. Frá 2012 hefur landssambandið ekki getað tekið á móti nýjum félagsmönnum vegna ákvæðis um gildissvið samnings í 18. grein í kjarasamningi LSS. Á þeim tíma var LSS að reyna að vernda lögvarið starf slökkviliðsmanna sem störfuðu á flugvöllum landsins. Inn í kjarasamninginn var sett grein varðandi gildissvið samningsins, að eingöngu þeir sem væru með löggildingu skv. lögum um brunavarnir og uppfylltu reglugerð um flugvelli gæti sótt um inngöngu í LSS, segir í tilkynningu frá félaginu. Þar segir einnig að í kringum árið 2010 hafi flugvellir landsins hætt að vinna eftir lögum um brunavarnir og þurftu starfsmenn ISAVIA ekki lengur að uppfylla kröfur sem gerðar voru til slökkviliðsmanna, það er að ráða aðila með löggildingu á þessu sviði. Í kjölfarið lagði ISAVIA niður slökkvilið á flugvöllum í núverandi mynd, tók upp slökkvi- og björgunarþjónustu og sinna því starfsmennirnir fleiri störfum, eins og snjómoksri, bremsumælingum á flugbrautum, flugvernd og fleiru. Að sögn Hermanns setti landssambandið það sem kröfu að aðilar þyrftu að vera með löggildingu, á sínum tíma, og því reynt að tryggja að það yrði áfram löggilding fyrir þá sem sinna slökkvi- og björgunarþjónustu á flugvöllum. Svo var reyndin önnur og er þetta ákvæði að hindra það að nýir starfsmenn sem sinna slökkvi- og björgunarþjónustu geti tilheyrt fagstéttarfélaginu. Að mati landssambandsins er félagafrelsi ekki virt og ISAVIA sé viljandi að eyða tilveru Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna út úr sinni tilveru í dag. Í dag er ekki gerð krafa um löggildingu til slökkvistarfa á flugvöllum. Félagasamtök Fréttir af flugi Kjaramál Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segja Isavia skerða félagafrelsi starfsmanna sinna með því að hafna breytingu á orðalagi í 18. grein kjarasamnings félagsmanna landssambandsins sem starfa hjá Isavia og hafa þeir fyrrnefndu vísað deilunni til ríkissáttasemjara. Um tuttugu fundir hafa verið haldnir á milli aðila frá því í apríl í fyrra og var nýr kjarasamningur svo gott sem tilbúinn. Þetta eina málið sem stóð út af borðinu að sögn Hermanns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landssambands slökkviliðs- og sjúkrafutningamanna. Frá 2012 hefur landssambandið ekki getað tekið á móti nýjum félagsmönnum vegna ákvæðis um gildissvið samnings í 18. grein í kjarasamningi LSS. Á þeim tíma var LSS að reyna að vernda lögvarið starf slökkviliðsmanna sem störfuðu á flugvöllum landsins. Inn í kjarasamninginn var sett grein varðandi gildissvið samningsins, að eingöngu þeir sem væru með löggildingu skv. lögum um brunavarnir og uppfylltu reglugerð um flugvelli gæti sótt um inngöngu í LSS, segir í tilkynningu frá félaginu. Þar segir einnig að í kringum árið 2010 hafi flugvellir landsins hætt að vinna eftir lögum um brunavarnir og þurftu starfsmenn ISAVIA ekki lengur að uppfylla kröfur sem gerðar voru til slökkviliðsmanna, það er að ráða aðila með löggildingu á þessu sviði. Í kjölfarið lagði ISAVIA niður slökkvilið á flugvöllum í núverandi mynd, tók upp slökkvi- og björgunarþjónustu og sinna því starfsmennirnir fleiri störfum, eins og snjómoksri, bremsumælingum á flugbrautum, flugvernd og fleiru. Að sögn Hermanns setti landssambandið það sem kröfu að aðilar þyrftu að vera með löggildingu, á sínum tíma, og því reynt að tryggja að það yrði áfram löggilding fyrir þá sem sinna slökkvi- og björgunarþjónustu á flugvöllum. Svo var reyndin önnur og er þetta ákvæði að hindra það að nýir starfsmenn sem sinna slökkvi- og björgunarþjónustu geti tilheyrt fagstéttarfélaginu. Að mati landssambandsins er félagafrelsi ekki virt og ISAVIA sé viljandi að eyða tilveru Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna út úr sinni tilveru í dag. Í dag er ekki gerð krafa um löggildingu til slökkvistarfa á flugvöllum.
Félagasamtök Fréttir af flugi Kjaramál Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira