Segja Isavia skerða félagafrelsi starfsmanna sinna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. febrúar 2020 10:10 Starfsmenn í flugvallarþjónustu sinna m.a. slökkvistarfi. Vísir/Vilhelm Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segja Isavia skerða félagafrelsi starfsmanna sinna með því að hafna breytingu á orðalagi í 18. grein kjarasamnings félagsmanna landssambandsins sem starfa hjá Isavia og hafa þeir fyrrnefndu vísað deilunni til ríkissáttasemjara. Um tuttugu fundir hafa verið haldnir á milli aðila frá því í apríl í fyrra og var nýr kjarasamningur svo gott sem tilbúinn. Þetta eina málið sem stóð út af borðinu að sögn Hermanns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landssambands slökkviliðs- og sjúkrafutningamanna. Frá 2012 hefur landssambandið ekki getað tekið á móti nýjum félagsmönnum vegna ákvæðis um gildissvið samnings í 18. grein í kjarasamningi LSS. Á þeim tíma var LSS að reyna að vernda lögvarið starf slökkviliðsmanna sem störfuðu á flugvöllum landsins. Inn í kjarasamninginn var sett grein varðandi gildissvið samningsins, að eingöngu þeir sem væru með löggildingu skv. lögum um brunavarnir og uppfylltu reglugerð um flugvelli gæti sótt um inngöngu í LSS, segir í tilkynningu frá félaginu. Þar segir einnig að í kringum árið 2010 hafi flugvellir landsins hætt að vinna eftir lögum um brunavarnir og þurftu starfsmenn ISAVIA ekki lengur að uppfylla kröfur sem gerðar voru til slökkviliðsmanna, það er að ráða aðila með löggildingu á þessu sviði. Í kjölfarið lagði ISAVIA niður slökkvilið á flugvöllum í núverandi mynd, tók upp slökkvi- og björgunarþjónustu og sinna því starfsmennirnir fleiri störfum, eins og snjómoksri, bremsumælingum á flugbrautum, flugvernd og fleiru. Að sögn Hermanns setti landssambandið það sem kröfu að aðilar þyrftu að vera með löggildingu, á sínum tíma, og því reynt að tryggja að það yrði áfram löggilding fyrir þá sem sinna slökkvi- og björgunarþjónustu á flugvöllum. Svo var reyndin önnur og er þetta ákvæði að hindra það að nýir starfsmenn sem sinna slökkvi- og björgunarþjónustu geti tilheyrt fagstéttarfélaginu. Að mati landssambandsins er félagafrelsi ekki virt og ISAVIA sé viljandi að eyða tilveru Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna út úr sinni tilveru í dag. Í dag er ekki gerð krafa um löggildingu til slökkvistarfa á flugvöllum. Félagasamtök Fréttir af flugi Kjaramál Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segja Isavia skerða félagafrelsi starfsmanna sinna með því að hafna breytingu á orðalagi í 18. grein kjarasamnings félagsmanna landssambandsins sem starfa hjá Isavia og hafa þeir fyrrnefndu vísað deilunni til ríkissáttasemjara. Um tuttugu fundir hafa verið haldnir á milli aðila frá því í apríl í fyrra og var nýr kjarasamningur svo gott sem tilbúinn. Þetta eina málið sem stóð út af borðinu að sögn Hermanns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landssambands slökkviliðs- og sjúkrafutningamanna. Frá 2012 hefur landssambandið ekki getað tekið á móti nýjum félagsmönnum vegna ákvæðis um gildissvið samnings í 18. grein í kjarasamningi LSS. Á þeim tíma var LSS að reyna að vernda lögvarið starf slökkviliðsmanna sem störfuðu á flugvöllum landsins. Inn í kjarasamninginn var sett grein varðandi gildissvið samningsins, að eingöngu þeir sem væru með löggildingu skv. lögum um brunavarnir og uppfylltu reglugerð um flugvelli gæti sótt um inngöngu í LSS, segir í tilkynningu frá félaginu. Þar segir einnig að í kringum árið 2010 hafi flugvellir landsins hætt að vinna eftir lögum um brunavarnir og þurftu starfsmenn ISAVIA ekki lengur að uppfylla kröfur sem gerðar voru til slökkviliðsmanna, það er að ráða aðila með löggildingu á þessu sviði. Í kjölfarið lagði ISAVIA niður slökkvilið á flugvöllum í núverandi mynd, tók upp slökkvi- og björgunarþjónustu og sinna því starfsmennirnir fleiri störfum, eins og snjómoksri, bremsumælingum á flugbrautum, flugvernd og fleiru. Að sögn Hermanns setti landssambandið það sem kröfu að aðilar þyrftu að vera með löggildingu, á sínum tíma, og því reynt að tryggja að það yrði áfram löggilding fyrir þá sem sinna slökkvi- og björgunarþjónustu á flugvöllum. Svo var reyndin önnur og er þetta ákvæði að hindra það að nýir starfsmenn sem sinna slökkvi- og björgunarþjónustu geti tilheyrt fagstéttarfélaginu. Að mati landssambandsins er félagafrelsi ekki virt og ISAVIA sé viljandi að eyða tilveru Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna út úr sinni tilveru í dag. Í dag er ekki gerð krafa um löggildingu til slökkvistarfa á flugvöllum.
Félagasamtök Fréttir af flugi Kjaramál Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira