Viðskipti innlent

Hraðlestin flytur úr Kringlunni á Grensásveg

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hraðlestin hefur verið í Kringlunni síðan í september 2013.
Hraðlestin hefur verið í Kringlunni síðan í september 2013.

Indverski veitingastaðurinn Hraðlestin mun flytja úr Kringlunni þann 29. febrúar næstkomandi og færa sig yfir á Grensásveg 3.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu Hraðlestarinnar þar sem segir að opnað verði á Grensásvegi um leið og framkvæmdum þar lýkur:

„Þann 17. september 2013 opnuðum við Hraðlestina okkar í Kringlunni. Senn líður að lokum þess kafla í sögu okkar því við munum flytja úr Kringlunni þann 29. febrúar nk.

Við förum þó ekki langt því starfsemi Kringlunnar verður flutt í nýtt húsnæði á Grensásvegi 3, sem við vonum að geti þjónað viðskiptavinum okkar vel í hádeginu og á kvöldin.

Við opnum dyrnar þar um leið og framkvæmdum lýkur. Við þökkum Kringlunni fyrir farsæl ár og hlökkum til næsta kafla í sögu Hraðlestarinnar - í 108 Reykjavík,“ segir í Facebook-færslu Hraðlestarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×