Sérsveit Maduro sögð skipuð dæmdum glæpamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2020 23:45 Grímuklæddir liðsmenn FAES-sérsveitarinnar á ferð við höfuðborgina Carácas. Vísir/EPA Dæmdir glæpamenn eru sagðir á meðal liðsmanna sérsveitar lögreglunnar í Venesúela sem Nicolas Maduro stofnaði. Tveir liðsmenn sveitarinnar sem hafa hlotið refsidóma eru á meðal lögreglumanna sem eru sakaðir um morð. Maduro forseti stofnaði sérsveit innan ríkislögreglu Venesúela fyrir tveimur og hálfu ári. Liðsmenn hennar klæðast svörtum grímum og einkennisbúningum með höfuðkúpumerki og ganga yfirleitt undir nafnleynd. Mannréttindasamtök, stjórnarandstöðuþingmenn og óbreyttir borgarar hafa sakað liðsmenn hennar um pyntingar og aftökur utan dóms og laga. Þúsundir slíkra mála eru sögð látin falla niður án frekari rannsóknar. Ítarleg rannsókn Reuters-fréttastofunnar leiðir í ljós að menn sem hafa hlotið fangelsisdóma séu á meðal þeirra sem skipa sérsveit Maduro. Þannig afplánuðu að minnsta kosti tveir liðsmenn sveitarinnar sem eru sakaðir um að hafa drepið tvo menn fyrir utan höfuðborgina Caracas fangelsisdóma áður en þeir gengu til liðs við sveitina. Að minnsta kosti þrír aðrir lögreglumenn sem ekki eru ákærðir eru einnig á sakaskrá. Mennirnir tveir sem voru myrtir voru sjálfir núverandi og fyrrverandi lögreglumenn, þó ekki hjá sérsveitinni. Tengsl þeirra við lögregluna eru sögð líklega eina ástæða þess að morðin voru rannsökuð frekar og upplýst var um nöfn lögreglumannanna sem eru grunaðir um að hafa drepið þá. Upphaflega hélt sérsveitin því fram að mennirnir tveir hefðu verið felldir eftir að þeir hófu sjálfir skothríð á lögreglumennina. Rannsókn leiddi síðar í ljós að hvorugur þeirra hafði hleypt af skotum og að þeir hefðu sjálfir verið skotnir ofan frá, ekki í skotbardaga eins og sérsveitin fullyrti. Vekja jafnmikinn ótta og glæpamenn Landslög og innri stefna ríkislögreglunnar bannar að dæmdir gegni starfi lögreglumanna. Fulltrúar yfirvalda svöruðu ekki fyrirspurnum Reuters um lögreglumennina sem eru með sakaferil á bakinu. Fréttaveitan hefur ekki getað staðfest hversu margir liðsmenn sérsveitarinnar eru dæmdir glæpamenn. Sérsveitin, sem gengur undir skammstöfuninni FAES, er af mörgum talin tól Maduro forseta til að halda almenningi í heljargreipum. Maduro hefur lofað sveitina fyrir að berjast gegn glæpum og ofbeldi en liðsmenn hennar eru sagðir vekja jafnmikinn ótta hjá landsmönnum og glæpamennirnir sem hún á að berjast gegn, sérstaklega í fátækari hverfum þar sem efnahagslegar þrengingar hafa valdið óánægju og gremju í garð stjórnvalda. „Þeir ráða fólk sem er ekki hrætt við að fremja glæpi, að fara inn á heimili án heimildar og drepa. Glæpamaður gerir þetta greiðar því hann hefur þegar gert þessa hluti áður,“ segir Nora Echavez, fyrrverandi saksóknari í Miranda-ríki, þar sem morðmálið gegn liðsmönnum sveitarinnar er nú rekið. Venesúela Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Dæmdir glæpamenn eru sagðir á meðal liðsmanna sérsveitar lögreglunnar í Venesúela sem Nicolas Maduro stofnaði. Tveir liðsmenn sveitarinnar sem hafa hlotið refsidóma eru á meðal lögreglumanna sem eru sakaðir um morð. Maduro forseti stofnaði sérsveit innan ríkislögreglu Venesúela fyrir tveimur og hálfu ári. Liðsmenn hennar klæðast svörtum grímum og einkennisbúningum með höfuðkúpumerki og ganga yfirleitt undir nafnleynd. Mannréttindasamtök, stjórnarandstöðuþingmenn og óbreyttir borgarar hafa sakað liðsmenn hennar um pyntingar og aftökur utan dóms og laga. Þúsundir slíkra mála eru sögð látin falla niður án frekari rannsóknar. Ítarleg rannsókn Reuters-fréttastofunnar leiðir í ljós að menn sem hafa hlotið fangelsisdóma séu á meðal þeirra sem skipa sérsveit Maduro. Þannig afplánuðu að minnsta kosti tveir liðsmenn sveitarinnar sem eru sakaðir um að hafa drepið tvo menn fyrir utan höfuðborgina Caracas fangelsisdóma áður en þeir gengu til liðs við sveitina. Að minnsta kosti þrír aðrir lögreglumenn sem ekki eru ákærðir eru einnig á sakaskrá. Mennirnir tveir sem voru myrtir voru sjálfir núverandi og fyrrverandi lögreglumenn, þó ekki hjá sérsveitinni. Tengsl þeirra við lögregluna eru sögð líklega eina ástæða þess að morðin voru rannsökuð frekar og upplýst var um nöfn lögreglumannanna sem eru grunaðir um að hafa drepið þá. Upphaflega hélt sérsveitin því fram að mennirnir tveir hefðu verið felldir eftir að þeir hófu sjálfir skothríð á lögreglumennina. Rannsókn leiddi síðar í ljós að hvorugur þeirra hafði hleypt af skotum og að þeir hefðu sjálfir verið skotnir ofan frá, ekki í skotbardaga eins og sérsveitin fullyrti. Vekja jafnmikinn ótta og glæpamenn Landslög og innri stefna ríkislögreglunnar bannar að dæmdir gegni starfi lögreglumanna. Fulltrúar yfirvalda svöruðu ekki fyrirspurnum Reuters um lögreglumennina sem eru með sakaferil á bakinu. Fréttaveitan hefur ekki getað staðfest hversu margir liðsmenn sérsveitarinnar eru dæmdir glæpamenn. Sérsveitin, sem gengur undir skammstöfuninni FAES, er af mörgum talin tól Maduro forseta til að halda almenningi í heljargreipum. Maduro hefur lofað sveitina fyrir að berjast gegn glæpum og ofbeldi en liðsmenn hennar eru sagðir vekja jafnmikinn ótta hjá landsmönnum og glæpamennirnir sem hún á að berjast gegn, sérstaklega í fátækari hverfum þar sem efnahagslegar þrengingar hafa valdið óánægju og gremju í garð stjórnvalda. „Þeir ráða fólk sem er ekki hrætt við að fremja glæpi, að fara inn á heimili án heimildar og drepa. Glæpamaður gerir þetta greiðar því hann hefur þegar gert þessa hluti áður,“ segir Nora Echavez, fyrrverandi saksóknari í Miranda-ríki, þar sem morðmálið gegn liðsmönnum sveitarinnar er nú rekið.
Venesúela Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira