Enn einn fyrrverandi starfsmaður CIA ákærður fyrir njósnir Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2020 10:58 Ma, sem starfaði fyrir CIA á níunda áratug síðustu aldar og fyrir FBI á fyrsta áratug þessarar aldar, var handtekinn á föstudaginn. Getty/Brooks Kraft Fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir njósnir á vegum yfirvalda í Kína. Maðurinn er sagður hafa selt leynilegar upplýsingar til Kína í samstarfi við ættingja sinn, sem starfaði einnig áður hjá CIA. Brot mannsins eiga að hafa staðið yfir í meira en áratug. Þó nokkrir fyrrverandi starfsmenn CIA hafa verið ákærðir vegna njósna fyrir Kínverja á undanförnum árum. Að þessi hefur maður sem heitir Alexander Yuk Ching Ma verið ákærður. Hann er 67 ára gamall og er sagður hafa fært Kínverjum upplýsingar um starfsmenn CIA, aðgerðir þeirra og samskiptaaðferðir. Það á hann að hafa gert í samfloti með 87 ára gömlum frænda sínum, sem vann einnig hjá CIA. Sá hefur þó ekki verið ákærður vegna þess að hann þjáist af alvarlegum vitglöpum. Njósnir þeirra hófust árið 2001 og fengu þeir 50 þúsund dali frá Kína fyrir leynilegar upplýsingar. Ma, sem starfaði fyrir CIA á níunda áratug síðustu aldar og fyrir FBI á fyrsta áratug þessarar aldar, var handtekinn á föstudaginn, samkvæmt frétt New York Times. Í nóvember í fyrra var Jerry Chun Shing Lee dæmdur í nítján ára fangelsi vegna njósna fyrir yfirvöld í Kína. Í maí í fyrra var svo Kevin Mallory dæmdur fyrir njósnir fyrir yfirvöld í Kína. Njósnir Lee leiddu meðal annars til þess að yfirvöld í Kína þurrkuðu út njósnahring Bandaríkjanna þar í landi með kerfisbundnum hætti. Það er eitt versta áfall CIA í sögu stofnunarinnar og var sömuleiðis rakið til galla í samskiptakerfi stofnunarinnar. Ma er sagður hafa útvegað Kínverjum upplýsingar um minnst tvo aðila sem taldir voru vera njósnarar í Kína. Það var árið 2006, löngu áður en njósnahringurinn var þurrkaður út. Í yfirlýsingu frá aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að njósnasaga Kína í Bandaríkjunum sé löng og því miður sé hún þakin fyrrverandi starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna sem hafi svikið samstarfsmenn sína, land sitt og gildi þess til að styðja harðstjórn í Kína. Ma fæddist í Hong KOng áriðo 1952 en fluttist til Hawaii árið 1968. Þar gekk hann í skóla og varð bandarískur ríkisborgari. Hann gekk til liðs við CIA áriðo 1982 og starfaði þar til ársins 1989. Hann virðist hafa flust til Kína í nokkur ár en sneri aftur til Bandaríkjanna árið 2000. Árið 2006 hóf hann störf hjá FBI sem túlkur. Það ár færði hann eldri frænda sínum myndir af fólki sem Kínverjar töldu vera að njósna fyrir Bandaríkin. Frændinn gat bent á tvo af fimm aðilum sem höfðu verið myndaðir. Kona Ma ferðaðist síðan til Shanghai þar sem hún færði útsendurum leyniþjónusta Kína fartölvu sem innihélt leynilegar upplýsingar. Á meðan hann starfaði fyrir FBI tók hann ítrekað afrit af leynilegum skjölum sem hann átti að túlka og afhenti Kínverjum þau. Eftir að FBI kom höndum yfir leynilega upptöku af upprunalegum fundi Ma og kínverskra njósnara hafði starfsmaður FBI samband við Ma. Sá þóttist vera útsendari leyniþjónustu Kína. Þeir funduðu nokkrum sinum og viðurkenndi Ma að njósnir sínar. Bandaríkin Kína Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir njósnir á vegum yfirvalda í Kína. Maðurinn er sagður hafa selt leynilegar upplýsingar til Kína í samstarfi við ættingja sinn, sem starfaði einnig áður hjá CIA. Brot mannsins eiga að hafa staðið yfir í meira en áratug. Þó nokkrir fyrrverandi starfsmenn CIA hafa verið ákærðir vegna njósna fyrir Kínverja á undanförnum árum. Að þessi hefur maður sem heitir Alexander Yuk Ching Ma verið ákærður. Hann er 67 ára gamall og er sagður hafa fært Kínverjum upplýsingar um starfsmenn CIA, aðgerðir þeirra og samskiptaaðferðir. Það á hann að hafa gert í samfloti með 87 ára gömlum frænda sínum, sem vann einnig hjá CIA. Sá hefur þó ekki verið ákærður vegna þess að hann þjáist af alvarlegum vitglöpum. Njósnir þeirra hófust árið 2001 og fengu þeir 50 þúsund dali frá Kína fyrir leynilegar upplýsingar. Ma, sem starfaði fyrir CIA á níunda áratug síðustu aldar og fyrir FBI á fyrsta áratug þessarar aldar, var handtekinn á föstudaginn, samkvæmt frétt New York Times. Í nóvember í fyrra var Jerry Chun Shing Lee dæmdur í nítján ára fangelsi vegna njósna fyrir yfirvöld í Kína. Í maí í fyrra var svo Kevin Mallory dæmdur fyrir njósnir fyrir yfirvöld í Kína. Njósnir Lee leiddu meðal annars til þess að yfirvöld í Kína þurrkuðu út njósnahring Bandaríkjanna þar í landi með kerfisbundnum hætti. Það er eitt versta áfall CIA í sögu stofnunarinnar og var sömuleiðis rakið til galla í samskiptakerfi stofnunarinnar. Ma er sagður hafa útvegað Kínverjum upplýsingar um minnst tvo aðila sem taldir voru vera njósnarar í Kína. Það var árið 2006, löngu áður en njósnahringurinn var þurrkaður út. Í yfirlýsingu frá aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að njósnasaga Kína í Bandaríkjunum sé löng og því miður sé hún þakin fyrrverandi starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna sem hafi svikið samstarfsmenn sína, land sitt og gildi þess til að styðja harðstjórn í Kína. Ma fæddist í Hong KOng áriðo 1952 en fluttist til Hawaii árið 1968. Þar gekk hann í skóla og varð bandarískur ríkisborgari. Hann gekk til liðs við CIA áriðo 1982 og starfaði þar til ársins 1989. Hann virðist hafa flust til Kína í nokkur ár en sneri aftur til Bandaríkjanna árið 2000. Árið 2006 hóf hann störf hjá FBI sem túlkur. Það ár færði hann eldri frænda sínum myndir af fólki sem Kínverjar töldu vera að njósna fyrir Bandaríkin. Frændinn gat bent á tvo af fimm aðilum sem höfðu verið myndaðir. Kona Ma ferðaðist síðan til Shanghai þar sem hún færði útsendurum leyniþjónusta Kína fartölvu sem innihélt leynilegar upplýsingar. Á meðan hann starfaði fyrir FBI tók hann ítrekað afrit af leynilegum skjölum sem hann átti að túlka og afhenti Kínverjum þau. Eftir að FBI kom höndum yfir leynilega upptöku af upprunalegum fundi Ma og kínverskra njósnara hafði starfsmaður FBI samband við Ma. Sá þóttist vera útsendari leyniþjónustu Kína. Þeir funduðu nokkrum sinum og viðurkenndi Ma að njósnir sínar.
Bandaríkin Kína Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira