KA vann 5-1 sigur á Þór er liðin mættust í Kjarnafæðismótinu í Boganum í dag.
Nökkvi Þeyr Þórisson kom KA yfir en á 22. mínútu en stundarfjórðungi síðar jafnaði Jakob Snær Árnason metin fyrir Þór.
Þannig stóðu leikar þangað til á 68. mínútu er Hallgrímur Jónasson kom KA í 2-1. Bjarki Þór Viðarsson varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 83. mínútu og staðan 3-1.
Veislu þeirra gulklæddu var þó ekki lokið því Gunnar Örvar Stefánsson bætti við tveimur mörkum áður en yfir lauk og lokatölur 5-1.
KA vann þar af leiðandi alla sex leiki sína í riðlakeppninni en Þórsarar eru með tíu stig eftir fimm leiki.
Leik þeirra gegn Leikni F. var frestað og gerðu þeir svo markalaust jafntefli við Dalvík/Reyni.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.
KA hafði betur í baráttunni um Akureyri
