Vilhjálmur og Phoenix þungorðir í BAFTA-ræðum sínum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 09:09 Vilhjálmur Bretaprins og Joaquin Phoenix ræða hér saman á BAFTA-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Vísir/getty Vilhjálmur Bretaprins og leikarinn Joaquin Phoenix nýttu báðir tækifærið við ræðuhöld á BAFTA-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi og lýstu yfir óánægju með einsleitan hóp þeirra sem tilnefndir voru. Slík gagnrýni hefur reglulega skotið upp kollinum í kringum verðlaunahátíðir í skemmtanaiðnaðinum undanfarin ár, þar sem hlutdeild hvítra karlmanna hefur þótt óeðlilega mikil. Breska kvikmyndaakademían stendur að BAFTA-verðlaununum ár hvert. Þau voru afhent í 73. skipti í Lundúnum í gærkvöldi. Á meðal helstu verðlaunahafa voru kvikmyndirnar 1917, Parasite og Joker en ein af þrennum verðlaunum hinnar síðastnefndu féllu einmitt í skaut tónskáldsins Hildar Guðnadóttur. Vilhjálmur Bretaprins er forseti kvikmyndaakademíunnar og ávarpaði viðstadda á verðlaunaafhendingunni í gærkvöldi. Vilhjálmur tók fjölbreytileika sérstaklega til umfjöllunar í ræðu sinni en verðlaunahátíðir á borð við BAFTA-hátíðina hafa verið gagnrýndar síðustu ár fyrir að tilnefna afar einsleitan hóp – aðallega hvíta karlmenn. Vilhjálmur sagði í ræðu sinni að það skyti skökku við að þurfa enn einu sinni að ræða þörfina á því að takast á við fjölbreytileika í skemmtanageiranum. Hann viti til þess að stjórnendur akademíunnar vilji bregðast við vandanum. „BAFTA tekur málið alvarlega og hefur, eftir tilnefningar þessa árs, hrundið af stað ítarlegri endurskoðun til að tryggja að allir standi jafnfætis.“ Ræðu Vilhjálms má horfa á í spilaranum hér að neðan. Joaquin Phoenix, sem vann enn einu sinni verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverk fyrir titilhlutverkið í Joker, fjallaði einnig um málið í þakkarræðu sinni. Hann kvað það vera mikinn heiður að hljóta verðlaunin en tilfinningarnar væru þó blendnar. „[…] vegna þess að svo mörg starfssystkina minna, sem eiga [verðlaun] skilið, njóta ekki sömu forréttinda. Mér finnst við senda afar skýr skilaboð til þeirra, sem ekki eru hvít, um að þau séu ekki velkomin. Mér finnst þetta vera skilaboðin sem við sendum fólki sem á svo stóran þátt í miðlinum okkar og iðnaðinum okkar, og á máta sem við njótum góðs af.“ Phoenix viðurkenndi jafnframt að hann hefði ekki gert allt sem í sínu valdi stæði í baráttunni gegn kerfislægum kynþáttafordómum. „Það er skylda þeirra sem búið hafa til, viðhaldið og hagnast af kerfi kúgunar að rífa það niður. Það er á okkar ábyrgð.“ Ræðu Phoenix má horfa á í spilaranum hér að neðan. Eins og áður segir eru BAFTA-verðlaunin ekki eina hátíðin sem gagnrýnd hefur verið fyrir einsleitan hóp tilnefndra og verðlaunahafa. Óskarsverðlaunin hafa til að mynda um árabil átt undir högg að sækja vegna þessa. Akademían bauð fyrir tveimur árum tæplega þúsund manns frá 59 löndum að gerast meðlimir til að stemma stigu við einsleitni og árið 2016 hétu forsvarsmenn hennar því að tvöfalda hlutdeild kvenna og minnihlutahópa innan sinna raða fyrir árið 2020. BAFTA Bíó og sjónvarp Hollywood Óskarinn Tengdar fréttir Samtök kvikmyndagagnrýnenda verðlaunuðu Hildi Guðnadóttur Tilkynnt um tilnefningar til Óskarsverðlauna í dag. 13. janúar 2020 05:38 Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45 Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20 Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Sjá meira
Vilhjálmur Bretaprins og leikarinn Joaquin Phoenix nýttu báðir tækifærið við ræðuhöld á BAFTA-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi og lýstu yfir óánægju með einsleitan hóp þeirra sem tilnefndir voru. Slík gagnrýni hefur reglulega skotið upp kollinum í kringum verðlaunahátíðir í skemmtanaiðnaðinum undanfarin ár, þar sem hlutdeild hvítra karlmanna hefur þótt óeðlilega mikil. Breska kvikmyndaakademían stendur að BAFTA-verðlaununum ár hvert. Þau voru afhent í 73. skipti í Lundúnum í gærkvöldi. Á meðal helstu verðlaunahafa voru kvikmyndirnar 1917, Parasite og Joker en ein af þrennum verðlaunum hinnar síðastnefndu féllu einmitt í skaut tónskáldsins Hildar Guðnadóttur. Vilhjálmur Bretaprins er forseti kvikmyndaakademíunnar og ávarpaði viðstadda á verðlaunaafhendingunni í gærkvöldi. Vilhjálmur tók fjölbreytileika sérstaklega til umfjöllunar í ræðu sinni en verðlaunahátíðir á borð við BAFTA-hátíðina hafa verið gagnrýndar síðustu ár fyrir að tilnefna afar einsleitan hóp – aðallega hvíta karlmenn. Vilhjálmur sagði í ræðu sinni að það skyti skökku við að þurfa enn einu sinni að ræða þörfina á því að takast á við fjölbreytileika í skemmtanageiranum. Hann viti til þess að stjórnendur akademíunnar vilji bregðast við vandanum. „BAFTA tekur málið alvarlega og hefur, eftir tilnefningar þessa árs, hrundið af stað ítarlegri endurskoðun til að tryggja að allir standi jafnfætis.“ Ræðu Vilhjálms má horfa á í spilaranum hér að neðan. Joaquin Phoenix, sem vann enn einu sinni verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverk fyrir titilhlutverkið í Joker, fjallaði einnig um málið í þakkarræðu sinni. Hann kvað það vera mikinn heiður að hljóta verðlaunin en tilfinningarnar væru þó blendnar. „[…] vegna þess að svo mörg starfssystkina minna, sem eiga [verðlaun] skilið, njóta ekki sömu forréttinda. Mér finnst við senda afar skýr skilaboð til þeirra, sem ekki eru hvít, um að þau séu ekki velkomin. Mér finnst þetta vera skilaboðin sem við sendum fólki sem á svo stóran þátt í miðlinum okkar og iðnaðinum okkar, og á máta sem við njótum góðs af.“ Phoenix viðurkenndi jafnframt að hann hefði ekki gert allt sem í sínu valdi stæði í baráttunni gegn kerfislægum kynþáttafordómum. „Það er skylda þeirra sem búið hafa til, viðhaldið og hagnast af kerfi kúgunar að rífa það niður. Það er á okkar ábyrgð.“ Ræðu Phoenix má horfa á í spilaranum hér að neðan. Eins og áður segir eru BAFTA-verðlaunin ekki eina hátíðin sem gagnrýnd hefur verið fyrir einsleitan hóp tilnefndra og verðlaunahafa. Óskarsverðlaunin hafa til að mynda um árabil átt undir högg að sækja vegna þessa. Akademían bauð fyrir tveimur árum tæplega þúsund manns frá 59 löndum að gerast meðlimir til að stemma stigu við einsleitni og árið 2016 hétu forsvarsmenn hennar því að tvöfalda hlutdeild kvenna og minnihlutahópa innan sinna raða fyrir árið 2020.
BAFTA Bíó og sjónvarp Hollywood Óskarinn Tengdar fréttir Samtök kvikmyndagagnrýnenda verðlaunuðu Hildi Guðnadóttur Tilkynnt um tilnefningar til Óskarsverðlauna í dag. 13. janúar 2020 05:38 Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45 Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20 Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Sjá meira
Samtök kvikmyndagagnrýnenda verðlaunuðu Hildi Guðnadóttur Tilkynnt um tilnefningar til Óskarsverðlauna í dag. 13. janúar 2020 05:38
Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45
Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20