Bjóða út breikkun hringvegar milli Selfoss og Hveragerðis Kristján Már Unnarsson skrifar 3. febrúar 2020 10:09 Byrjað verður á kaflanum næst Selfossi. Ingólfsfjall til vinstri og Ölfusá til hægri. Mynd/Vegagerðin. Vegagerðin hefur boðið út annan áfanga í breikkun hringvegarins um Ölfus milli Selfoss og Hveragerðis. Þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu en tilboðsfrestur er einn mánuður, til 3. mars 2020. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 5,5 milljörðum króna í þetta 7,1 kílómetra verk en því á öllu að vera lokið í september árið 2023. Þegar framkvæmdum lýkur verður kominn 2+1 vegur með aðskildum akstursstefnum milli þessara tveggja fjölmennustu bæja Suðurlands. Í útboðslýsingu segir að auk nýbyggingar og endurgerðar hringvegarins felist í verkinu gerð nýrra vegamóta við Kirkjuferjuveg og Hvammsveg eystri, gerð hringtorgs við Biskupstungnabraut, nýbyggingu Ölfusvegar, breytingu Þórustaðavegar og Biskupstungnabrautar sem og gerð heimreiða. Hluti verksins er bygging fimm steyptra brúa og undirganga ásamt tveggja reiðganga úr stáli. Séð austur í átt til Ingólfsfjalls og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin. Einnig eru innifaldar breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu. Byrjað verður sunnan Ingólfsfjalls, á gerð hringtorgs norðan Selfoss, á gatnamótum þjóðvegarins í átt að Sogsbrú. Verktakarnir munu svo færa sig vestar en verkinu verður skipt upp í sex verkhluta, og þeir teknir í notkun í áföngum á tímabilinu. Fyrsti áfanginn, tveggja og hálfs kílómetra kafli austan Hveragerðis, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt tengivegum, var unninn á síðasta ári og opnaður umferð í haust. Sýnt var með myndrænni grafík Vegagerðarinnar hvernig vegurinn kemur til með að líta út í frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði, sem sjá má hér: Árborg Hveragerði Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Tengdar fréttir Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Umferð á hringveginum er beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. 29. maí 2019 21:27 Breikkun sjö kílómetra kafla milli Selfoss og Hveragerðis boðin út Vegagerðin hyggst fyrir lok mánaðarins bjóða út stærsta útboðsverk sitt á árinu, breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar um Ölfus, 2+1 veg með aðskildum akstursstefnum. 12. janúar 2020 22:00 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út annan áfanga í breikkun hringvegarins um Ölfus milli Selfoss og Hveragerðis. Þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu en tilboðsfrestur er einn mánuður, til 3. mars 2020. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 5,5 milljörðum króna í þetta 7,1 kílómetra verk en því á öllu að vera lokið í september árið 2023. Þegar framkvæmdum lýkur verður kominn 2+1 vegur með aðskildum akstursstefnum milli þessara tveggja fjölmennustu bæja Suðurlands. Í útboðslýsingu segir að auk nýbyggingar og endurgerðar hringvegarins felist í verkinu gerð nýrra vegamóta við Kirkjuferjuveg og Hvammsveg eystri, gerð hringtorgs við Biskupstungnabraut, nýbyggingu Ölfusvegar, breytingu Þórustaðavegar og Biskupstungnabrautar sem og gerð heimreiða. Hluti verksins er bygging fimm steyptra brúa og undirganga ásamt tveggja reiðganga úr stáli. Séð austur í átt til Ingólfsfjalls og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin. Einnig eru innifaldar breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu. Byrjað verður sunnan Ingólfsfjalls, á gerð hringtorgs norðan Selfoss, á gatnamótum þjóðvegarins í átt að Sogsbrú. Verktakarnir munu svo færa sig vestar en verkinu verður skipt upp í sex verkhluta, og þeir teknir í notkun í áföngum á tímabilinu. Fyrsti áfanginn, tveggja og hálfs kílómetra kafli austan Hveragerðis, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt tengivegum, var unninn á síðasta ári og opnaður umferð í haust. Sýnt var með myndrænni grafík Vegagerðarinnar hvernig vegurinn kemur til með að líta út í frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði, sem sjá má hér:
Árborg Hveragerði Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Tengdar fréttir Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Umferð á hringveginum er beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. 29. maí 2019 21:27 Breikkun sjö kílómetra kafla milli Selfoss og Hveragerðis boðin út Vegagerðin hyggst fyrir lok mánaðarins bjóða út stærsta útboðsverk sitt á árinu, breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar um Ölfus, 2+1 veg með aðskildum akstursstefnum. 12. janúar 2020 22:00 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Umferð á hringveginum er beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. 29. maí 2019 21:27
Breikkun sjö kílómetra kafla milli Selfoss og Hveragerðis boðin út Vegagerðin hyggst fyrir lok mánaðarins bjóða út stærsta útboðsverk sitt á árinu, breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar um Ölfus, 2+1 veg með aðskildum akstursstefnum. 12. janúar 2020 22:00