Starfsmenn Landsnets sem voru við vinnu í morgun við að lagfæra girðingu við tengivirki fyrirtækisins í Hamranesi í Hafnarfirði fundu þar vængbrotna uglu.
Frá þessu er greint á Facebook-síðu Landsnets og birt mynd af uglunni með. Í færslunni segir að starfsmenn Landsnets hafi að sjálfsögðu komið uglunni til bjargar og komið henni til dýralæknis.