Sögu landabruggs verða gerð skil í bruggsmiðju á Borgarfirði eystra Kristján Már Unnarsson skrifar 3. febrúar 2020 22:06 Auður Vala Gunnarsdóttir, eigandi Blábjarga á Borgarfirði eystri. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hún þykir óvenjuleg, jafnvel vafasöm, hugmyndin sem fólk á Borgarfirði eystri er að vinna með til að styrkja byggðina. Fjallað var um verkefnið í þættinum Um land allt og í fréttum Stöðvar 2. Þegar kemur að því að efla byggð á Borgarfirði eystri virðist hugamyndaflugi hjónanna sem keyptu gömlu Kaupfélagsbyggingarnar engin takmörk sett. Þau Auður Vala Gunnarsdóttir íþróttakennari og Helgi Sigurðsson tannlæknir byrjuðu á því að breyta frystihúsinu, sem staðið hafði ónotað í tuttugu ár, í gistihúsið Blábjörg með matsölustað, bar og baðhúsi. Þegar Auður Vala er spurð hvort það sé einhver bíssniss í þessu svarar hún ákveðið: „Já“. Starfsemin hafi vaxið jafnt og þétt enda sé margt á Borgarfirði sem fólk sæki í. Gömlu Kaupfélagsbyggingarnar standa við gömlu bryggjuna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. En svo kom næsta áskorun; að finna elsta húsinu, sjálfu Kaupfélaginu, nýtt hlutverk. Það var reist árið 1896 og á sér merkilega verslunarsögu. „Það er ekkert hús sem á sér eins langa samfellda verslunarsögu, eins og þetta Kaupfélag, á Íslandi,“ segir Auður Vala. Markmiðið er að koma húsinu í upprunalegt horf. En ekki bara til að halda verslunarsögunni á lofti. Verslunarhús Kaupfélagsins var byggt árið 1896.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég hef mikinn áhuga á landa og sögu landans hér á Austurlandi, sem hefur verið mjög sterk, og sérstaklega í þessu bæjarfélagi. Þannig að í framtíðinni..“ -Bíddu, landans? Landabruggs? „Já.“ -Ætlarðu að fara að brugga hérna ólöglega? „Já, ég ætla að gera það,“ svarar Auður án þessa að hika. „Þannig að við erum að vinna í því núna að setja upp sem sagt sögu landans og setja upp svona litla bruggsmiðju. Þannig að já, - ásamt ýmsu öðru,“ segir hún og hlær. „Ég veit ekki hvort ég má segja þetta einu sinni,“ bætir hún við. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Áfengi og tóbak Borgarfjörður eystri Um land allt Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Þetta er Borgarfjörðurinn, segja þau sem búa eystra Þegar spurt er hvort þeim þyki ekki óþægilegt að þurfa að aðgreina sig með "eystra“ er svarið: "Þetta er Borgarfjörðurinn!“ 2. febrúar 2020 20:45 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Hún þykir óvenjuleg, jafnvel vafasöm, hugmyndin sem fólk á Borgarfirði eystri er að vinna með til að styrkja byggðina. Fjallað var um verkefnið í þættinum Um land allt og í fréttum Stöðvar 2. Þegar kemur að því að efla byggð á Borgarfirði eystri virðist hugamyndaflugi hjónanna sem keyptu gömlu Kaupfélagsbyggingarnar engin takmörk sett. Þau Auður Vala Gunnarsdóttir íþróttakennari og Helgi Sigurðsson tannlæknir byrjuðu á því að breyta frystihúsinu, sem staðið hafði ónotað í tuttugu ár, í gistihúsið Blábjörg með matsölustað, bar og baðhúsi. Þegar Auður Vala er spurð hvort það sé einhver bíssniss í þessu svarar hún ákveðið: „Já“. Starfsemin hafi vaxið jafnt og þétt enda sé margt á Borgarfirði sem fólk sæki í. Gömlu Kaupfélagsbyggingarnar standa við gömlu bryggjuna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. En svo kom næsta áskorun; að finna elsta húsinu, sjálfu Kaupfélaginu, nýtt hlutverk. Það var reist árið 1896 og á sér merkilega verslunarsögu. „Það er ekkert hús sem á sér eins langa samfellda verslunarsögu, eins og þetta Kaupfélag, á Íslandi,“ segir Auður Vala. Markmiðið er að koma húsinu í upprunalegt horf. En ekki bara til að halda verslunarsögunni á lofti. Verslunarhús Kaupfélagsins var byggt árið 1896.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég hef mikinn áhuga á landa og sögu landans hér á Austurlandi, sem hefur verið mjög sterk, og sérstaklega í þessu bæjarfélagi. Þannig að í framtíðinni..“ -Bíddu, landans? Landabruggs? „Já.“ -Ætlarðu að fara að brugga hérna ólöglega? „Já, ég ætla að gera það,“ svarar Auður án þessa að hika. „Þannig að við erum að vinna í því núna að setja upp sem sagt sögu landans og setja upp svona litla bruggsmiðju. Þannig að já, - ásamt ýmsu öðru,“ segir hún og hlær. „Ég veit ekki hvort ég má segja þetta einu sinni,“ bætir hún við. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Áfengi og tóbak Borgarfjörður eystri Um land allt Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Þetta er Borgarfjörðurinn, segja þau sem búa eystra Þegar spurt er hvort þeim þyki ekki óþægilegt að þurfa að aðgreina sig með "eystra“ er svarið: "Þetta er Borgarfjörðurinn!“ 2. febrúar 2020 20:45 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39
Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30
Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17
Þetta er Borgarfjörðurinn, segja þau sem búa eystra Þegar spurt er hvort þeim þyki ekki óþægilegt að þurfa að aðgreina sig með "eystra“ er svarið: "Þetta er Borgarfjörðurinn!“ 2. febrúar 2020 20:45