Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 16:15 Mary-Lou McDonald, leiðtogi Sinn Fein, mælist nú vinsælasti stjórnmálamaður Írlands en um 41% svarenda í könnunum segjast ánægðir með störf hennar. Vísir/EPA Írski þjóðernisflokkurinn Sinn Fein mælist nú stærsti flokkurinn fyrir þingkosningarnar sem fara fram á Írlandi á laugardag. Verði úrslitin í samræmi við kannanir gæti flokkurinn komist í ríkisstjórn í fyrsta skipti. Stóru flokkarnir sem hafa ráðið írskum stjórnmálum hafa þó fram að þessu hafnað samstarfi við Sinn Fein á þeim forsendum að hann tengist Írska lýðveldishernum. Nýjustu kannanir benda til þess að Sinn Fein fengi um 25% atkvæða ef kosið yrði í dag. Flokkurinn hefur þannig tekið fram úr miðhægriflokkunum Fine Gael og Fianna Fail sem hafa skipst á að stýra Írlandi undanfarna öld. Sá fyrrnefndi mælist með 20% og sá síðarnefndi með 23%. Um söguleg tíðindi væri að ræða kæmist Sinn Fein í lykilstöðu eftir kosningar en félögum í flokknum var meðal annars bannað að tjá sig við írska fjölmiðla allt fram á miðjan 10. áratug síðustu aldar. Írska ríkisútvarpið ætlaði upphaflega aðeins að bjóða leiðtogum stóru flokkanna tveggja í sjónvarpskappræður sem fara fram í kvöld en sneri þeirri ákvörðun við í gær. Fylgisaukningin kemur jafnvel Sinn Fein-liðum sjálfum á óvart, svo mjög að flokkurinn teflir líklega ekki fram nægilega mörgum frambjóðendum á landsvísu til þess að geta leitt ríkisstjórn. Aðeins 42 eru í framboði fyrir flokkinn og gæti flokkurinn þannig mest fengið fjórðung þingsæta. Leo Varadkar, forsætisráðherra og leiðtogi Fine Gael, boðaði til kosninganna í síðasta mánuði. Þá voru flokkur hans og Fianna Fail nær jafnir og efstir í skoðanakönnunum.Vísir/EPA Yrði í það minnsta öflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn Sinn Fein, undir forystu Gerry Adams, var lengi vel talinn hluti af Írska lýðveldishernum (IRA) sem háði blóðugu baráttu gegn breskum yfirráðum á Norður-Írlandi. Á stefnuskrá flokksins er enn að sameina Írland. Mary-Lou McDonald, fimmtugur Dyflinnarbúi, tók við leiðtogahlutverkinu í Sinn Fein af Adams fyrir tveimur árum. Hún mælist nú vinsælasti stjórnmálaleiðtogi Írlands. Flokkurinn er vinstrisinnaður og hefur beint spjótum sínum að ójöfnuði í írsku samfélagi í kosningabaráttunni. Sameining Írlands er nú aftursætinu fyrir aftan húsnæðismál, barnagæslu og tryggingakostnað. „Þetta er ný tegund kosninga. Það slær mig hversu opinskátt fólk talar um að það vilji breytingar,“ segir McDonald við Reuters-fréttastofuna. Þó að önnur mál hafi verið ofar á baugi í kosningabaráttunni hafa talsmenn Sinn Fein sagt að flokkurinn taki ekki sæti í samsteypustjórn nema að samkomulag náist um að hefja þegar í stað undirbúning að þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu Írlands og Norður-Írlands sem færi fram innan fimm ára, að sögn The Guardian. Andstaða stóru flokkanna gæti komið í veg fyrir að Sinn Fein kæmist í fyrsta skipti í ríkisstjórn á Írlandi. Flokkurinn yrði engu að síður helsti stjórnarandstöðuflokkur landsins. Sinn Fein á sæti í heimastjórn Norður-Írlands þar sem flokkurinn deilir völdum með sambandssinnaflokknum DUP. Á Írlandi hefur Sinn Fein verið þriðji stærsti flokkurinn í kjölfar efnahagshruns sem reið yfir fyrir tíu árum. Flokkurinn hlaut 14% atkvæða í kosningum árið 2016. Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Írski þjóðernisflokkurinn Sinn Fein mælist nú stærsti flokkurinn fyrir þingkosningarnar sem fara fram á Írlandi á laugardag. Verði úrslitin í samræmi við kannanir gæti flokkurinn komist í ríkisstjórn í fyrsta skipti. Stóru flokkarnir sem hafa ráðið írskum stjórnmálum hafa þó fram að þessu hafnað samstarfi við Sinn Fein á þeim forsendum að hann tengist Írska lýðveldishernum. Nýjustu kannanir benda til þess að Sinn Fein fengi um 25% atkvæða ef kosið yrði í dag. Flokkurinn hefur þannig tekið fram úr miðhægriflokkunum Fine Gael og Fianna Fail sem hafa skipst á að stýra Írlandi undanfarna öld. Sá fyrrnefndi mælist með 20% og sá síðarnefndi með 23%. Um söguleg tíðindi væri að ræða kæmist Sinn Fein í lykilstöðu eftir kosningar en félögum í flokknum var meðal annars bannað að tjá sig við írska fjölmiðla allt fram á miðjan 10. áratug síðustu aldar. Írska ríkisútvarpið ætlaði upphaflega aðeins að bjóða leiðtogum stóru flokkanna tveggja í sjónvarpskappræður sem fara fram í kvöld en sneri þeirri ákvörðun við í gær. Fylgisaukningin kemur jafnvel Sinn Fein-liðum sjálfum á óvart, svo mjög að flokkurinn teflir líklega ekki fram nægilega mörgum frambjóðendum á landsvísu til þess að geta leitt ríkisstjórn. Aðeins 42 eru í framboði fyrir flokkinn og gæti flokkurinn þannig mest fengið fjórðung þingsæta. Leo Varadkar, forsætisráðherra og leiðtogi Fine Gael, boðaði til kosninganna í síðasta mánuði. Þá voru flokkur hans og Fianna Fail nær jafnir og efstir í skoðanakönnunum.Vísir/EPA Yrði í það minnsta öflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn Sinn Fein, undir forystu Gerry Adams, var lengi vel talinn hluti af Írska lýðveldishernum (IRA) sem háði blóðugu baráttu gegn breskum yfirráðum á Norður-Írlandi. Á stefnuskrá flokksins er enn að sameina Írland. Mary-Lou McDonald, fimmtugur Dyflinnarbúi, tók við leiðtogahlutverkinu í Sinn Fein af Adams fyrir tveimur árum. Hún mælist nú vinsælasti stjórnmálaleiðtogi Írlands. Flokkurinn er vinstrisinnaður og hefur beint spjótum sínum að ójöfnuði í írsku samfélagi í kosningabaráttunni. Sameining Írlands er nú aftursætinu fyrir aftan húsnæðismál, barnagæslu og tryggingakostnað. „Þetta er ný tegund kosninga. Það slær mig hversu opinskátt fólk talar um að það vilji breytingar,“ segir McDonald við Reuters-fréttastofuna. Þó að önnur mál hafi verið ofar á baugi í kosningabaráttunni hafa talsmenn Sinn Fein sagt að flokkurinn taki ekki sæti í samsteypustjórn nema að samkomulag náist um að hefja þegar í stað undirbúning að þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu Írlands og Norður-Írlands sem færi fram innan fimm ára, að sögn The Guardian. Andstaða stóru flokkanna gæti komið í veg fyrir að Sinn Fein kæmist í fyrsta skipti í ríkisstjórn á Írlandi. Flokkurinn yrði engu að síður helsti stjórnarandstöðuflokkur landsins. Sinn Fein á sæti í heimastjórn Norður-Írlands þar sem flokkurinn deilir völdum með sambandssinnaflokknum DUP. Á Írlandi hefur Sinn Fein verið þriðji stærsti flokkurinn í kjölfar efnahagshruns sem reið yfir fyrir tíu árum. Flokkurinn hlaut 14% atkvæða í kosningum árið 2016.
Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16