Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 16:15 Mary-Lou McDonald, leiðtogi Sinn Fein, mælist nú vinsælasti stjórnmálamaður Írlands en um 41% svarenda í könnunum segjast ánægðir með störf hennar. Vísir/EPA Írski þjóðernisflokkurinn Sinn Fein mælist nú stærsti flokkurinn fyrir þingkosningarnar sem fara fram á Írlandi á laugardag. Verði úrslitin í samræmi við kannanir gæti flokkurinn komist í ríkisstjórn í fyrsta skipti. Stóru flokkarnir sem hafa ráðið írskum stjórnmálum hafa þó fram að þessu hafnað samstarfi við Sinn Fein á þeim forsendum að hann tengist Írska lýðveldishernum. Nýjustu kannanir benda til þess að Sinn Fein fengi um 25% atkvæða ef kosið yrði í dag. Flokkurinn hefur þannig tekið fram úr miðhægriflokkunum Fine Gael og Fianna Fail sem hafa skipst á að stýra Írlandi undanfarna öld. Sá fyrrnefndi mælist með 20% og sá síðarnefndi með 23%. Um söguleg tíðindi væri að ræða kæmist Sinn Fein í lykilstöðu eftir kosningar en félögum í flokknum var meðal annars bannað að tjá sig við írska fjölmiðla allt fram á miðjan 10. áratug síðustu aldar. Írska ríkisútvarpið ætlaði upphaflega aðeins að bjóða leiðtogum stóru flokkanna tveggja í sjónvarpskappræður sem fara fram í kvöld en sneri þeirri ákvörðun við í gær. Fylgisaukningin kemur jafnvel Sinn Fein-liðum sjálfum á óvart, svo mjög að flokkurinn teflir líklega ekki fram nægilega mörgum frambjóðendum á landsvísu til þess að geta leitt ríkisstjórn. Aðeins 42 eru í framboði fyrir flokkinn og gæti flokkurinn þannig mest fengið fjórðung þingsæta. Leo Varadkar, forsætisráðherra og leiðtogi Fine Gael, boðaði til kosninganna í síðasta mánuði. Þá voru flokkur hans og Fianna Fail nær jafnir og efstir í skoðanakönnunum.Vísir/EPA Yrði í það minnsta öflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn Sinn Fein, undir forystu Gerry Adams, var lengi vel talinn hluti af Írska lýðveldishernum (IRA) sem háði blóðugu baráttu gegn breskum yfirráðum á Norður-Írlandi. Á stefnuskrá flokksins er enn að sameina Írland. Mary-Lou McDonald, fimmtugur Dyflinnarbúi, tók við leiðtogahlutverkinu í Sinn Fein af Adams fyrir tveimur árum. Hún mælist nú vinsælasti stjórnmálaleiðtogi Írlands. Flokkurinn er vinstrisinnaður og hefur beint spjótum sínum að ójöfnuði í írsku samfélagi í kosningabaráttunni. Sameining Írlands er nú aftursætinu fyrir aftan húsnæðismál, barnagæslu og tryggingakostnað. „Þetta er ný tegund kosninga. Það slær mig hversu opinskátt fólk talar um að það vilji breytingar,“ segir McDonald við Reuters-fréttastofuna. Þó að önnur mál hafi verið ofar á baugi í kosningabaráttunni hafa talsmenn Sinn Fein sagt að flokkurinn taki ekki sæti í samsteypustjórn nema að samkomulag náist um að hefja þegar í stað undirbúning að þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu Írlands og Norður-Írlands sem færi fram innan fimm ára, að sögn The Guardian. Andstaða stóru flokkanna gæti komið í veg fyrir að Sinn Fein kæmist í fyrsta skipti í ríkisstjórn á Írlandi. Flokkurinn yrði engu að síður helsti stjórnarandstöðuflokkur landsins. Sinn Fein á sæti í heimastjórn Norður-Írlands þar sem flokkurinn deilir völdum með sambandssinnaflokknum DUP. Á Írlandi hefur Sinn Fein verið þriðji stærsti flokkurinn í kjölfar efnahagshruns sem reið yfir fyrir tíu árum. Flokkurinn hlaut 14% atkvæða í kosningum árið 2016. Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Írski þjóðernisflokkurinn Sinn Fein mælist nú stærsti flokkurinn fyrir þingkosningarnar sem fara fram á Írlandi á laugardag. Verði úrslitin í samræmi við kannanir gæti flokkurinn komist í ríkisstjórn í fyrsta skipti. Stóru flokkarnir sem hafa ráðið írskum stjórnmálum hafa þó fram að þessu hafnað samstarfi við Sinn Fein á þeim forsendum að hann tengist Írska lýðveldishernum. Nýjustu kannanir benda til þess að Sinn Fein fengi um 25% atkvæða ef kosið yrði í dag. Flokkurinn hefur þannig tekið fram úr miðhægriflokkunum Fine Gael og Fianna Fail sem hafa skipst á að stýra Írlandi undanfarna öld. Sá fyrrnefndi mælist með 20% og sá síðarnefndi með 23%. Um söguleg tíðindi væri að ræða kæmist Sinn Fein í lykilstöðu eftir kosningar en félögum í flokknum var meðal annars bannað að tjá sig við írska fjölmiðla allt fram á miðjan 10. áratug síðustu aldar. Írska ríkisútvarpið ætlaði upphaflega aðeins að bjóða leiðtogum stóru flokkanna tveggja í sjónvarpskappræður sem fara fram í kvöld en sneri þeirri ákvörðun við í gær. Fylgisaukningin kemur jafnvel Sinn Fein-liðum sjálfum á óvart, svo mjög að flokkurinn teflir líklega ekki fram nægilega mörgum frambjóðendum á landsvísu til þess að geta leitt ríkisstjórn. Aðeins 42 eru í framboði fyrir flokkinn og gæti flokkurinn þannig mest fengið fjórðung þingsæta. Leo Varadkar, forsætisráðherra og leiðtogi Fine Gael, boðaði til kosninganna í síðasta mánuði. Þá voru flokkur hans og Fianna Fail nær jafnir og efstir í skoðanakönnunum.Vísir/EPA Yrði í það minnsta öflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn Sinn Fein, undir forystu Gerry Adams, var lengi vel talinn hluti af Írska lýðveldishernum (IRA) sem háði blóðugu baráttu gegn breskum yfirráðum á Norður-Írlandi. Á stefnuskrá flokksins er enn að sameina Írland. Mary-Lou McDonald, fimmtugur Dyflinnarbúi, tók við leiðtogahlutverkinu í Sinn Fein af Adams fyrir tveimur árum. Hún mælist nú vinsælasti stjórnmálaleiðtogi Írlands. Flokkurinn er vinstrisinnaður og hefur beint spjótum sínum að ójöfnuði í írsku samfélagi í kosningabaráttunni. Sameining Írlands er nú aftursætinu fyrir aftan húsnæðismál, barnagæslu og tryggingakostnað. „Þetta er ný tegund kosninga. Það slær mig hversu opinskátt fólk talar um að það vilji breytingar,“ segir McDonald við Reuters-fréttastofuna. Þó að önnur mál hafi verið ofar á baugi í kosningabaráttunni hafa talsmenn Sinn Fein sagt að flokkurinn taki ekki sæti í samsteypustjórn nema að samkomulag náist um að hefja þegar í stað undirbúning að þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu Írlands og Norður-Írlands sem færi fram innan fimm ára, að sögn The Guardian. Andstaða stóru flokkanna gæti komið í veg fyrir að Sinn Fein kæmist í fyrsta skipti í ríkisstjórn á Írlandi. Flokkurinn yrði engu að síður helsti stjórnarandstöðuflokkur landsins. Sinn Fein á sæti í heimastjórn Norður-Írlands þar sem flokkurinn deilir völdum með sambandssinnaflokknum DUP. Á Írlandi hefur Sinn Fein verið þriðji stærsti flokkurinn í kjölfar efnahagshruns sem reið yfir fyrir tíu árum. Flokkurinn hlaut 14% atkvæða í kosningum árið 2016.
Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16