Byggingin verði bylting fyrir starfsumhverfi Alþingis Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 19:30 Steingrímur J. Sigfússon og Ragna Árnadóttir tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri byggingu undir starfsemi Alþingis í dag. Vísir/Elín Fyrsta skóflustungan að nýrri byggingu undir starfsemi Alþingis var tekin í dag. Áætlaður kostnaður er um fjórir komma fjórir milljarðar. Byggingin verður bylting fyrir starfsemi þingsins segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis. Hann og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis tóku fyrstu skóflustunguna að viðstöddum þingmönnum, starfsfólki þingsins og fyrrverandi þingforsetum. Sjá einnig: Skóflustunga tekin að mestu framkvæmdum Alþingis í 140 ár „Ég get nú sagt að ég sé búinn að bíða í 37 ár, jafn lengi og ég er búinn að vera hér, af því að þá þegar var orðið allt of þröngt um Alþingi og það var farið að leigja húsnæði hér og þar. Nú hefur það ágerst á síðustu árum þannig að af því er mikið óhagræði og það er vissulega dýrt líka, húsnæðið mishentugt,“ segir Steingrímur. Byggingin verði bylting fyrir starfsumhverfi Alþingis. „Stóri kosturinn við þetta er að hér fáum við nútímalega og fyrsta flokks vinnuaðstöðu fyrir þingmenn, fyrir starfsfólk Alþingis og þetta verður allt samtengt þannig að það verður mjög þægilegt að fara hér ferða sinna um reitinn og hlaupa á milli nefndafunda og þingsalar, taka á móti gestum og svo framvegis,“ segir Steingrímur. Steingrímur flutti stutt ávarp áður en fyrsta skóflustungan var tekin.Vísir/Elín Ragna tekur í svipaðan streng. „Þetta breytir mjög miklu. Við verðum í framtíðinni á einum stað hérna megin við Austurvöllinn. Við erum sitt hvoru megin við Austurvöllinn í margs konar húsnæði, við leigjum mikið af húsnæði þannig að þetta er bara hagkvæmt á alla máta,“ segir Ragna. „Hér fáum við tengingu á milli allra húsa og ég held að þetta verði bara allt annað vinnuumhverfi,“ bætir hún við. Jarðvinnan á að hefjast á næstu dögum og í vor verður útboð í bygginguna sjálfa. Þær framkvæmdir eiga að hefjast í haust og stefnt að því að þeim ljúki snemma á árinu 2023. „Kostnaðaráætlunin sem hefur staðið óbreytt frá árinu 2018 og er inni í ríkisfjármálaáætlun eru 4,4 milljarðar plús verðbætur á byggingartímanum,“ segir Steingrímur. „Það mun mikið mæða á okkur næstu árin því að það er mjög mikilvægt að þetta sé allt innan áætlana og sé vel gert. Þetta er mikil ábyrgð,“ segir Ragna. Viðstaddir voru meðal annars þingmenn, starfsfólk Alþingis og fyrrverandi þingforsetar.Vísir/Elín Allt klárt fyrir fyrstu skóflustunguna.Vísir/Elín Alþingi Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að nýrri byggingu undir starfsemi Alþingis var tekin í dag. Áætlaður kostnaður er um fjórir komma fjórir milljarðar. Byggingin verður bylting fyrir starfsemi þingsins segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis. Hann og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis tóku fyrstu skóflustunguna að viðstöddum þingmönnum, starfsfólki þingsins og fyrrverandi þingforsetum. Sjá einnig: Skóflustunga tekin að mestu framkvæmdum Alþingis í 140 ár „Ég get nú sagt að ég sé búinn að bíða í 37 ár, jafn lengi og ég er búinn að vera hér, af því að þá þegar var orðið allt of þröngt um Alþingi og það var farið að leigja húsnæði hér og þar. Nú hefur það ágerst á síðustu árum þannig að af því er mikið óhagræði og það er vissulega dýrt líka, húsnæðið mishentugt,“ segir Steingrímur. Byggingin verði bylting fyrir starfsumhverfi Alþingis. „Stóri kosturinn við þetta er að hér fáum við nútímalega og fyrsta flokks vinnuaðstöðu fyrir þingmenn, fyrir starfsfólk Alþingis og þetta verður allt samtengt þannig að það verður mjög þægilegt að fara hér ferða sinna um reitinn og hlaupa á milli nefndafunda og þingsalar, taka á móti gestum og svo framvegis,“ segir Steingrímur. Steingrímur flutti stutt ávarp áður en fyrsta skóflustungan var tekin.Vísir/Elín Ragna tekur í svipaðan streng. „Þetta breytir mjög miklu. Við verðum í framtíðinni á einum stað hérna megin við Austurvöllinn. Við erum sitt hvoru megin við Austurvöllinn í margs konar húsnæði, við leigjum mikið af húsnæði þannig að þetta er bara hagkvæmt á alla máta,“ segir Ragna. „Hér fáum við tengingu á milli allra húsa og ég held að þetta verði bara allt annað vinnuumhverfi,“ bætir hún við. Jarðvinnan á að hefjast á næstu dögum og í vor verður útboð í bygginguna sjálfa. Þær framkvæmdir eiga að hefjast í haust og stefnt að því að þeim ljúki snemma á árinu 2023. „Kostnaðaráætlunin sem hefur staðið óbreytt frá árinu 2018 og er inni í ríkisfjármálaáætlun eru 4,4 milljarðar plús verðbætur á byggingartímanum,“ segir Steingrímur. „Það mun mikið mæða á okkur næstu árin því að það er mjög mikilvægt að þetta sé allt innan áætlana og sé vel gert. Þetta er mikil ábyrgð,“ segir Ragna. Viðstaddir voru meðal annars þingmenn, starfsfólk Alþingis og fyrrverandi þingforsetar.Vísir/Elín Allt klárt fyrir fyrstu skóflustunguna.Vísir/Elín
Alþingi Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira