Tímamótarannsókn talin geta gerbreytt krabbameinsmeðferðum Eiður Þór Árnason skrifar 5. febrúar 2020 21:24 Þúsundir ólíkra stökkbreytinga eru nú sagðar geta leitt til krabbameins. Getty/SCIEPRO Ný rannsókn er sögð veita skýra heildarmynd af þróun flestallra tegunda krabbameins í mannslíkamanum og geta leitt til nýrra framfara í meðferð þeirra. Talið er að niðurstöðurnar gætu gert læknum kleift að sníða krabbameinsmeðferðir sérstaklega að æxli hvers og eins sjúklings eða hjálpað til við að þróa nýjar aðferðir til þess að greina krabbamein fyrr en áður var mögulegt. Yfir þúsund vísindamenn tóku þátt í verkefninu sem fól í sér að greina erfðalykill alls 2.658 mismunandi tegunda krabbameins. Rannsóknarniðurstöðurnar, sem birtar voru í hinu virta vísindariti Nature í dag, eru afrakstur yfir áratugalangrar vinnu rannsóknarteyma í alls 37 löndum. Þessi vinna hefur leitt í ljós hversu flókin fyrirbæri krabbamein geta verið en þúsundir ólíkra stökkbreytinga eru nú sagðar geta leitt til krabbameins. Lincoln Stein, sem starfar við krabbameinsrannsóknir í Ontario í Kanada, segir að fram að þessu hafi læknar átt erfitt með að meðhöndla um þriðjung krabbameinssjúklinga í ljósi þess að ómögulegt hafi verið að greina hvers vegna frumur þeirra hófu að stökkbreytast og mynda krabbamein. Niðurstöður þessa verkefnis benda þó til þess að það séu að meðaltali fjórar til fimm grundvallarstökkbreytingar sem knýi áfram vöxt krabbameins í líkamanum. Með þessari uppgötvun telja sérfræðingar að hægt verði að þróa nýjar meðferðir sem ráðist sérstaklega gegn þessum tilteknu stökkbreytingum. Þrátt fyrir þessar fregnir er ljóst að frekari rannsókna er enn þörf á þeim fimm prósentum krabbameina sem eru ekki keyrð áfram af þessum ákveðnu stökkbreytingum. Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Alþjóða krabbameinsdagurinn: 70% dauðsfalla í þróunarríkjum Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn – World Cancer Day – er í dag, 4. febrúar, og hefur tvíþættan tilgang, annars vegar að vekja almenning til vitundar um krabbamein og veita fræðslu og hins vegar felur hann í sér hvatningu til stjórnvalda og einstaklinga um heim allan að grípa til aðgerða gegn sjúkdómnum. 4. febrúar 2020 10:00 Telja mögulegt að lækna allar tegundir krabbameins með nýrri aðferð Vísindamenn telja sig hafa fundið áður óþekktan hluta ónæmiskerfis manna sem mögulega sé hægt að nota til að lækna margar, ef ekki allar, tegundir krabbameins. 21. janúar 2020 07:51 Aðalatriði að krabbamein verði langvinnur sjúkdómur en ekki bráðdrepandi Vísindamenn í Cardiff telja sig hafa fundið leið til að vinna gegn flestum tegundum krabbameins. Íslenskur krabbameinslæknir segir rannsóknir þeirra á byrjunarstigi, hann hafi gert sambærilega rannsókn fyrir tíu árum. 21. janúar 2020 20:16 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Ný rannsókn er sögð veita skýra heildarmynd af þróun flestallra tegunda krabbameins í mannslíkamanum og geta leitt til nýrra framfara í meðferð þeirra. Talið er að niðurstöðurnar gætu gert læknum kleift að sníða krabbameinsmeðferðir sérstaklega að æxli hvers og eins sjúklings eða hjálpað til við að þróa nýjar aðferðir til þess að greina krabbamein fyrr en áður var mögulegt. Yfir þúsund vísindamenn tóku þátt í verkefninu sem fól í sér að greina erfðalykill alls 2.658 mismunandi tegunda krabbameins. Rannsóknarniðurstöðurnar, sem birtar voru í hinu virta vísindariti Nature í dag, eru afrakstur yfir áratugalangrar vinnu rannsóknarteyma í alls 37 löndum. Þessi vinna hefur leitt í ljós hversu flókin fyrirbæri krabbamein geta verið en þúsundir ólíkra stökkbreytinga eru nú sagðar geta leitt til krabbameins. Lincoln Stein, sem starfar við krabbameinsrannsóknir í Ontario í Kanada, segir að fram að þessu hafi læknar átt erfitt með að meðhöndla um þriðjung krabbameinssjúklinga í ljósi þess að ómögulegt hafi verið að greina hvers vegna frumur þeirra hófu að stökkbreytast og mynda krabbamein. Niðurstöður þessa verkefnis benda þó til þess að það séu að meðaltali fjórar til fimm grundvallarstökkbreytingar sem knýi áfram vöxt krabbameins í líkamanum. Með þessari uppgötvun telja sérfræðingar að hægt verði að þróa nýjar meðferðir sem ráðist sérstaklega gegn þessum tilteknu stökkbreytingum. Þrátt fyrir þessar fregnir er ljóst að frekari rannsókna er enn þörf á þeim fimm prósentum krabbameina sem eru ekki keyrð áfram af þessum ákveðnu stökkbreytingum.
Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Alþjóða krabbameinsdagurinn: 70% dauðsfalla í þróunarríkjum Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn – World Cancer Day – er í dag, 4. febrúar, og hefur tvíþættan tilgang, annars vegar að vekja almenning til vitundar um krabbamein og veita fræðslu og hins vegar felur hann í sér hvatningu til stjórnvalda og einstaklinga um heim allan að grípa til aðgerða gegn sjúkdómnum. 4. febrúar 2020 10:00 Telja mögulegt að lækna allar tegundir krabbameins með nýrri aðferð Vísindamenn telja sig hafa fundið áður óþekktan hluta ónæmiskerfis manna sem mögulega sé hægt að nota til að lækna margar, ef ekki allar, tegundir krabbameins. 21. janúar 2020 07:51 Aðalatriði að krabbamein verði langvinnur sjúkdómur en ekki bráðdrepandi Vísindamenn í Cardiff telja sig hafa fundið leið til að vinna gegn flestum tegundum krabbameins. Íslenskur krabbameinslæknir segir rannsóknir þeirra á byrjunarstigi, hann hafi gert sambærilega rannsókn fyrir tíu árum. 21. janúar 2020 20:16 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Alþjóða krabbameinsdagurinn: 70% dauðsfalla í þróunarríkjum Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn – World Cancer Day – er í dag, 4. febrúar, og hefur tvíþættan tilgang, annars vegar að vekja almenning til vitundar um krabbamein og veita fræðslu og hins vegar felur hann í sér hvatningu til stjórnvalda og einstaklinga um heim allan að grípa til aðgerða gegn sjúkdómnum. 4. febrúar 2020 10:00
Telja mögulegt að lækna allar tegundir krabbameins með nýrri aðferð Vísindamenn telja sig hafa fundið áður óþekktan hluta ónæmiskerfis manna sem mögulega sé hægt að nota til að lækna margar, ef ekki allar, tegundir krabbameins. 21. janúar 2020 07:51
Aðalatriði að krabbamein verði langvinnur sjúkdómur en ekki bráðdrepandi Vísindamenn í Cardiff telja sig hafa fundið leið til að vinna gegn flestum tegundum krabbameins. Íslenskur krabbameinslæknir segir rannsóknir þeirra á byrjunarstigi, hann hafi gert sambærilega rannsókn fyrir tíu árum. 21. janúar 2020 20:16