Hjálmar Aðalsteinsson látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2020 11:15 Hjálmar Aðalsteinsson fór flestra sinna ferða á reiðhjóli. Í seinni tíð fór hann reglulega með vinum sínum í hjóla- og tennisferðir á suðlægari slóðir. Hagaskóli Hjálmar Aðalsteinsson, íþróttakennari lést á krabbameinsdeild Landspítalans þann 25. janúar eftir stutta en snarpa baráttu við krabbamein. Hjálmar, sem var 65 ára gamall, starfaði sem íþróttakennari við Hagaskóla í um þrjátíu ár og var auk þess mikil borðtennis- og tenniskempa. Hjálmar er minnst víða, meðal annars á vefsíðu Hagaskóla þar sem fram kemur að hann hafi átt farsælan starfsferil. „Hjálmar var hvers manns hugljúfi og einstaklega vel liðinn jafnt af nemendum sínum sem samstarfsfólki. Hann var góður fagmaður sem var annt um nemendur sína og lagði mikinn metnað í öll sín störf. Glaðværð og jákvæðni voru honum eðlislæg og óhætt er að fullyrða að orðið gleðigjafi hafi átt einstaklega vel við Hjálmar. Skólasamfélagið í Hagaskóla hefur misst einstakan félaga sem er sárt saknað,“ segir á heimasíðu Hagaskóla. Hjólreiðagarpur og spaðakempa Hjálmar var mikill íþróttamaður, fór svo til allra sinna ferða á reiðhjóli og var fyrirmynd í bíllausum lífsstíl. Hann var mikill Vesturbæingur og KR-ingur. Hann var á árum áður sigursæll keppnismaður í sinni aðalíþróttagrein sem var borðtennis auk þess sem hann var landsliðsþjálfari í greininni. Hans er einmitt minnst á heimasíðu Borðtennissambands Íslands og KR.is. Hjálmar byrjaði að æfa borðtennis fljótlega eftir að Borðtennisdeild KR var stofnuð árið 1969 og hóf þjálfun borðtennismanna þegar á unglingsárunum. Hann varð Íslandsmeistari í meistaraflokki karla árið 1973, Íslandsmeistari í tvenndarleik með Sigrúnu Pétursdóttur 1973 og 1974 og í tvíliðaleik með Finni Snorrasyni árið 1975. Hann var einnig margsinnis í sigurliði KR í 1. deild karla en liðið vann titilinn frá 1976 til 1994. Hjálmar vann líka Íslandsmeistaratitil í unglingaflokki og öðlingaflokki. Hjálmar lék 29 landsleiki fyrir Íslands hönd og vann eina leik Íslands í viðureign Íslands og Kína í frægri heimsókn kínverskra borðtennismanna til Íslands á áttunda áratugnum. Auk þess að þjálfa KR-inga var Hjálmar landsliðsþjálfari í borðtennis í upphafi 9. áratugarins. Hann lauk íþróttakennaraprófi árið 1982 og fór svo til frekara náms til Danmerkur til að læra meira um kennslu spaðaíþrótta. Hann lagði einnig tennis fyrir sig og náði sömuleiðis góðum árangri í þeirri íþrótt. Spilaði hann reglulega tennis í íþróttahúsi Hagaskóla og fór utan með efnilaga tenniskrakka til Danmerkur og Tékklands. Átti vini í öllum félögum Hjálmar útskrifaðist frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1982 og dvaldi hann við nám í Danmörku sama ár í spaðaíþróttum. „Hjálmar lét sér annt um félaga sína og átti vini í öllum félögum. Hann var góður félagi og hans verður sárt saknað,“ segir á vefsíðu KR. „Það var alltaf stutt í brosið hjá Hjálmari og upplifðu leikmenn hans það sterkt að honum var umhugað að leikmenn næðu árangri, hvort heldur persónulega eða í keppni,“ segir í umfjöllun á vef Borðtennissambands Íslands. Útför Hjálmars verður gerð frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 12. febrúar kl. 13 og mun kennsla falla niður í Hagaskóla eftir klukkan 10:55 þann dag. Andlát Borðtennis Reykjavík Tennis Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Hjálmar Aðalsteinsson, íþróttakennari lést á krabbameinsdeild Landspítalans þann 25. janúar eftir stutta en snarpa baráttu við krabbamein. Hjálmar, sem var 65 ára gamall, starfaði sem íþróttakennari við Hagaskóla í um þrjátíu ár og var auk þess mikil borðtennis- og tenniskempa. Hjálmar er minnst víða, meðal annars á vefsíðu Hagaskóla þar sem fram kemur að hann hafi átt farsælan starfsferil. „Hjálmar var hvers manns hugljúfi og einstaklega vel liðinn jafnt af nemendum sínum sem samstarfsfólki. Hann var góður fagmaður sem var annt um nemendur sína og lagði mikinn metnað í öll sín störf. Glaðværð og jákvæðni voru honum eðlislæg og óhætt er að fullyrða að orðið gleðigjafi hafi átt einstaklega vel við Hjálmar. Skólasamfélagið í Hagaskóla hefur misst einstakan félaga sem er sárt saknað,“ segir á heimasíðu Hagaskóla. Hjólreiðagarpur og spaðakempa Hjálmar var mikill íþróttamaður, fór svo til allra sinna ferða á reiðhjóli og var fyrirmynd í bíllausum lífsstíl. Hann var mikill Vesturbæingur og KR-ingur. Hann var á árum áður sigursæll keppnismaður í sinni aðalíþróttagrein sem var borðtennis auk þess sem hann var landsliðsþjálfari í greininni. Hans er einmitt minnst á heimasíðu Borðtennissambands Íslands og KR.is. Hjálmar byrjaði að æfa borðtennis fljótlega eftir að Borðtennisdeild KR var stofnuð árið 1969 og hóf þjálfun borðtennismanna þegar á unglingsárunum. Hann varð Íslandsmeistari í meistaraflokki karla árið 1973, Íslandsmeistari í tvenndarleik með Sigrúnu Pétursdóttur 1973 og 1974 og í tvíliðaleik með Finni Snorrasyni árið 1975. Hann var einnig margsinnis í sigurliði KR í 1. deild karla en liðið vann titilinn frá 1976 til 1994. Hjálmar vann líka Íslandsmeistaratitil í unglingaflokki og öðlingaflokki. Hjálmar lék 29 landsleiki fyrir Íslands hönd og vann eina leik Íslands í viðureign Íslands og Kína í frægri heimsókn kínverskra borðtennismanna til Íslands á áttunda áratugnum. Auk þess að þjálfa KR-inga var Hjálmar landsliðsþjálfari í borðtennis í upphafi 9. áratugarins. Hann lauk íþróttakennaraprófi árið 1982 og fór svo til frekara náms til Danmerkur til að læra meira um kennslu spaðaíþrótta. Hann lagði einnig tennis fyrir sig og náði sömuleiðis góðum árangri í þeirri íþrótt. Spilaði hann reglulega tennis í íþróttahúsi Hagaskóla og fór utan með efnilaga tenniskrakka til Danmerkur og Tékklands. Átti vini í öllum félögum Hjálmar útskrifaðist frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1982 og dvaldi hann við nám í Danmörku sama ár í spaðaíþróttum. „Hjálmar lét sér annt um félaga sína og átti vini í öllum félögum. Hann var góður félagi og hans verður sárt saknað,“ segir á vefsíðu KR. „Það var alltaf stutt í brosið hjá Hjálmari og upplifðu leikmenn hans það sterkt að honum var umhugað að leikmenn næðu árangri, hvort heldur persónulega eða í keppni,“ segir í umfjöllun á vef Borðtennissambands Íslands. Útför Hjálmars verður gerð frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 12. febrúar kl. 13 og mun kennsla falla niður í Hagaskóla eftir klukkan 10:55 þann dag.
Andlát Borðtennis Reykjavík Tennis Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira