Ólafur Garðarsson, umboðsmaður knattspyrnumannsins Elíasar Más Ómarssonar, segir að knattspyrnumaðurinn hafi ekki skilað skattframtali sem leitt hafi til skuldar Elíasar við sænsk yfirvöld. Dagblaðið Göteberg-Tidningen fjallaði í dag um skuld Elíasar sem sögð er nema fimm milljónum króna.
Ólafur segir að verið sé að vinna í málinu og er ósáttur við umfjöllun sænska miðilsins. Blaðamaður þar hafi ekki viljað hlusta á skýringarnar.
Elías Már lék með IFK Göteborg á árunum 2016 til 2018 áður en hann færði sig yfir til Excelsior þar sem hann leikur nú í hollensku B-deildinni. Hann skoraði 14 mörk í 50 deildarleikjum með sænska félaginu.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Vesen á Elíasi.https://t.co/hktsnwJQuG
— Sportið á Vísi (@VisirSport) February 6, 2020