Er Alfreð nógu stór til að losna við skugga Dags? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 11:30 Alfreð Gíslason og svo Dagur Sigurðsson þegar hann var tolleraður eftir sigur Þjóðverja á EM 2016. Samsett/Getty Dagur Sigurðsson er með besta sigurhlutfallið af öllum þjálfurum þýska handboltalandsliðsins í gegnum tíðina. Alfreð Gíslason verður kynntur formlega í dag sem nýr þjálfari þýska handboltalandsliðsins og er ætlað það hlutverk að stýra liðinu á næstu þremur stórmótum. Einn Íslendingur hefur setið í þessum stól áður og náði þá sögulega góðum árangri með liðið. Dagur Sigurðsson stýrði þýska handboltalandsliðinu frá 2014 til 2017 og gerði liðið meðal annars að Evrópumeisturum auk þess að vinna bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Á tíma Dags með þýska landsliðið þá unnu Þjóðverjar 48 af 62 leikjum og töpuðu aðeins tólf. Þetta gerir 77,4 prósent sigurhlutfall sem er það hæsta meðal landsliðsþjálfara Þjóðverja í gegnum tíðina. Weltklasse-Spieler und Erfolgscoach: Alfred Gislason hat den Handball über Jahrzehnte geprägt. Ein Blick auf seine Karriere. https://t.co/FgMhJW3lh1#Gislason#Prokop— Sportschau (@sportschau) February 6, 2020 Christian Prokop byggði ofan á árangur Dags og liðið náði að vinna 72,6 prósent leikjanna undir hans stjórn. Prokop var því ekki að gera slæma hluti hvað varðar sigra í leikjum en náði ekki að vinna til verðlauna eins og forveri hans Dagur Sigurðsson. Best náðu Þjóðverjar fjórða sætinu undir stjórn Prokop á HM á heimavelli í fyrra en liðið tapaði þá á móti Frakklandi í leiknum um bronsið. Þýskaland hafði tapað fyrir Noregi í undanúrslitunum. Í þriðja sætinu yfir hæsta sigurhlutfall þýskra landsliðsþjálfara er Werner Vick sem þjálfaði þýska liðið frá 1955 til 1972 og gerði Þjóðverja tvisvar af heimsmeisturum í útihandknattleik þar sem hann var með 90,4 prósent sigurhlutfall. Alfreð Gíslason er Íslendingur eins og Dagur og verður því örugglega alltaf borinn saman við hann og þann flotta árangur sem þýska liðið náði hjá Degi. Details zum #Prokop-Aus als Handball-Bundestrainer: Alfred #Gislason setzte DHB Frist!https://t.co/9dX3Q37Wh5pic.twitter.com/9CpLyuKcqm— Der SPORTBUZZER (@Sportbuzzer) February 6, 2020 Alfreð er aftur á móti mjög sigursæll þjálfari í Þýskalandi sem hefur unnið sjö meistaratitla, sex bikarmeistaratitla og þrjá Meistaradeildartitla. Enginn annar landsliðsþjálfari hefur komið inn í þetta starf með jafnmarga stóra titla í þýskum handbolta. Heiner Brand vann þrjá meistaratitla og tvo bikarmeistaratitla áður en hann varð landsliðsþjálfari. Petre Ivanescu var með þrjá meistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla áður en hann tók við. Þegar Vlado Stenzel tók við þýska landsliðinu hafði hann bæði gerð júgóslavneska landsliðið að Ólympíumeisturum 1972 sem og vinna júgóslavneska meistaratitilinn með RK Crvenka. Stenzel gerði Þjóðverja að heimsmeisturum 1978 og það gerði Heiner Brand einnig árið 2007. Dagur Sigurðsson lyftir hér Evrópumeistarabikarnum.Getty/Adam Nurkiewicz Besta sigurhlutfall sem þjálfari þýska handboltalandsliðsins: 1. Dagur Sigurðsson 77,4% (48 sigrar í 62 leikjum 2014-17) 2. Christian Prokop 72,6% (54 sigrar í 73 leikjum 2017-20) 3. Horst Käsler 67,7% (23 sigrar í 34 leikjum 1970-72) 4. Werner Vick 64,6% (124 sigrar í 192 leikjum 1955-72) 5. Petre Ivanescu 64,3% (48 sigrar í 62 leikjum 1987-89) 6. Heiner Brand 61,9% (247 sigrar í 399 leikjum 1997–2011) Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Dagur Sigurðsson er með besta sigurhlutfallið af öllum þjálfurum þýska handboltalandsliðsins í gegnum tíðina. Alfreð Gíslason verður kynntur formlega í dag sem nýr þjálfari þýska handboltalandsliðsins og er ætlað það hlutverk að stýra liðinu á næstu þremur stórmótum. Einn Íslendingur hefur setið í þessum stól áður og náði þá sögulega góðum árangri með liðið. Dagur Sigurðsson stýrði þýska handboltalandsliðinu frá 2014 til 2017 og gerði liðið meðal annars að Evrópumeisturum auk þess að vinna bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Á tíma Dags með þýska landsliðið þá unnu Þjóðverjar 48 af 62 leikjum og töpuðu aðeins tólf. Þetta gerir 77,4 prósent sigurhlutfall sem er það hæsta meðal landsliðsþjálfara Þjóðverja í gegnum tíðina. Weltklasse-Spieler und Erfolgscoach: Alfred Gislason hat den Handball über Jahrzehnte geprägt. Ein Blick auf seine Karriere. https://t.co/FgMhJW3lh1#Gislason#Prokop— Sportschau (@sportschau) February 6, 2020 Christian Prokop byggði ofan á árangur Dags og liðið náði að vinna 72,6 prósent leikjanna undir hans stjórn. Prokop var því ekki að gera slæma hluti hvað varðar sigra í leikjum en náði ekki að vinna til verðlauna eins og forveri hans Dagur Sigurðsson. Best náðu Þjóðverjar fjórða sætinu undir stjórn Prokop á HM á heimavelli í fyrra en liðið tapaði þá á móti Frakklandi í leiknum um bronsið. Þýskaland hafði tapað fyrir Noregi í undanúrslitunum. Í þriðja sætinu yfir hæsta sigurhlutfall þýskra landsliðsþjálfara er Werner Vick sem þjálfaði þýska liðið frá 1955 til 1972 og gerði Þjóðverja tvisvar af heimsmeisturum í útihandknattleik þar sem hann var með 90,4 prósent sigurhlutfall. Alfreð Gíslason er Íslendingur eins og Dagur og verður því örugglega alltaf borinn saman við hann og þann flotta árangur sem þýska liðið náði hjá Degi. Details zum #Prokop-Aus als Handball-Bundestrainer: Alfred #Gislason setzte DHB Frist!https://t.co/9dX3Q37Wh5pic.twitter.com/9CpLyuKcqm— Der SPORTBUZZER (@Sportbuzzer) February 6, 2020 Alfreð er aftur á móti mjög sigursæll þjálfari í Þýskalandi sem hefur unnið sjö meistaratitla, sex bikarmeistaratitla og þrjá Meistaradeildartitla. Enginn annar landsliðsþjálfari hefur komið inn í þetta starf með jafnmarga stóra titla í þýskum handbolta. Heiner Brand vann þrjá meistaratitla og tvo bikarmeistaratitla áður en hann varð landsliðsþjálfari. Petre Ivanescu var með þrjá meistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla áður en hann tók við. Þegar Vlado Stenzel tók við þýska landsliðinu hafði hann bæði gerð júgóslavneska landsliðið að Ólympíumeisturum 1972 sem og vinna júgóslavneska meistaratitilinn með RK Crvenka. Stenzel gerði Þjóðverja að heimsmeisturum 1978 og það gerði Heiner Brand einnig árið 2007. Dagur Sigurðsson lyftir hér Evrópumeistarabikarnum.Getty/Adam Nurkiewicz Besta sigurhlutfall sem þjálfari þýska handboltalandsliðsins: 1. Dagur Sigurðsson 77,4% (48 sigrar í 62 leikjum 2014-17) 2. Christian Prokop 72,6% (54 sigrar í 73 leikjum 2017-20) 3. Horst Käsler 67,7% (23 sigrar í 34 leikjum 1970-72) 4. Werner Vick 64,6% (124 sigrar í 192 leikjum 1955-72) 5. Petre Ivanescu 64,3% (48 sigrar í 62 leikjum 1987-89) 6. Heiner Brand 61,9% (247 sigrar í 399 leikjum 1997–2011)
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira