„Lykilatriði að enginn slasaðist“ Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 18:57 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fyrir öllu að engin slys hafi orðið á fólki þegar lendingarbúnaður flugvélar félagsins brotnaði skömmu eftir lendingu. Vélin var á leið frá Berlín til Keflavíkur með 160 farþega og sex manna áhöfn. „Um klukkan hálf fjögur í dag var ein af vélum okkar að koma inn til lendingar frá Berlín með 160 farþega og sex manna áhöfn. Lendingin er eðlileg en skömmu eftir lendingu þá gefur lendingabúnaðurinn hægra megin sig og vélin fer niður á hreyfilinn og rennur aðeins eftir flugbrautinni,“ sagði Bogi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segist ánægður með störf áhafnar og viðbragðsaðila á vettvangi. „Áhöfnin okkar stóð sig mjög vel og okkar samstarfsaðilar í Keflavík. Um klukkutíma síðar voru allir komnir frá borði.“ Að sögn Boga voru 58 tengifarþegar um borð sem voru á leið í annað flug til Bandaríkjanna. Allir vildu halda ferðalaginu áfram og komast á áfangastað. „Það eru allir komnir frá borði og flestir farnir til síns heima eða á hótel hér á Íslandi sem eru að koma hingað sem ferðamenn. Farþegar sem ætluðu áfram til Bandaríkjanna eru að fara þangað á eftir,“ sagði Bogi. Hann segir þó mikilvægast að engin slys hafi orðið á fólki. „Okkar áhersla er náttúrulega að sinna okkar farþegum sem best í svona atvikum og það er lykilatriði í þessu að enginn slasaðist og þetta fór eins vel og hægt var,“ sagði Bogi. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52 Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fyrir öllu að engin slys hafi orðið á fólki þegar lendingarbúnaður flugvélar félagsins brotnaði skömmu eftir lendingu. Vélin var á leið frá Berlín til Keflavíkur með 160 farþega og sex manna áhöfn. „Um klukkan hálf fjögur í dag var ein af vélum okkar að koma inn til lendingar frá Berlín með 160 farþega og sex manna áhöfn. Lendingin er eðlileg en skömmu eftir lendingu þá gefur lendingabúnaðurinn hægra megin sig og vélin fer niður á hreyfilinn og rennur aðeins eftir flugbrautinni,“ sagði Bogi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segist ánægður með störf áhafnar og viðbragðsaðila á vettvangi. „Áhöfnin okkar stóð sig mjög vel og okkar samstarfsaðilar í Keflavík. Um klukkutíma síðar voru allir komnir frá borði.“ Að sögn Boga voru 58 tengifarþegar um borð sem voru á leið í annað flug til Bandaríkjanna. Allir vildu halda ferðalaginu áfram og komast á áfangastað. „Það eru allir komnir frá borði og flestir farnir til síns heima eða á hótel hér á Íslandi sem eru að koma hingað sem ferðamenn. Farþegar sem ætluðu áfram til Bandaríkjanna eru að fara þangað á eftir,“ sagði Bogi. Hann segir þó mikilvægast að engin slys hafi orðið á fólki. „Okkar áhersla er náttúrulega að sinna okkar farþegum sem best í svona atvikum og það er lykilatriði í þessu að enginn slasaðist og þetta fór eins vel og hægt var,“ sagði Bogi.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52 Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52
Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00