Arnar: Pavel var nú bara eins og Steph Curry Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 7. febrúar 2020 20:29 Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar. vísir/daníel Eftir að hafa unnið alla leiki síðan í október töpuðu Stjörnumenn óvænt á Hlíðarenda í kvöld. Það sem gerði úrslitin ennþá óvæntari var að gestirnir töpuðu með 30 stigum en það er klárlega þeirra stærsta tap á tímabilinu. Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var eins og við mátti búast vonsvikinn eftir leik. „Við töpuðum bara fyrir liði sem spilaði miklu betur en við í dag.” Ægir Þór Steinarsson sem hefur verið einn af bestu mönnum Stjörnunnar í vetur var fjarverandi í kvöld og sást vel á leik liðsins að það munaði um hann. Arnar var þó ekki að leita sér að afsökunum. „Ægir var veikur en hann hefði ekki breytt þessu.” Aðspurður hvort að Ægir hefði ekki bætt leik liðsins sem hafði unnið þrettán leiki í röð með hann innanborðs svaraði Arnar aftur: „Ægir er góður í körfu en hann er samt enginn töfrakall. Þeir voru bara miklu betri en við. Orkustigið þeirra var betra en okkar orkustig var bara ansi lélegt.” Einn af þeim leikmönnum sem á oftast að reyna að leysa Ægi af er ungi heimamaðurinn Dúi Þór Jónsson. Dúi var klaufi í fyrri hálfleik og fékk snemma fjórar villur. Til þess að passa að Dúi myndi ekki villa útaf spilaði hann ekkert aftur fyrr en um miðjan fjórða leikhluta þegar leikurinn var búinn. Arnar var ekki tilbúinn að taka sénsinn fyrr að Dúi myndi fá fjórðu villuna sína. „Málið er að hann var með fjórar villur. Ef hann fær aðra villu þá spilar hann ekkert meira í leiknum. Við vitum alveg að Dúi er góður, við höfum trú á honum og hann hefur staðið sig vel með okkur og með Álftanesi í 1. deildinni þar sem hann er á venslasamning. En þegar þú ert kominn með fjórar villur svona snemma þá er bara mjög erfitt hvenær á að setja menn aftur inná.” „Það gekk enginn varnarleikur hér í kvöld. Við prófuðum ansi margt og það mistókst allt alveg hrikalega,” sagði Arnar um misheppnaðan varnarleik Stjörnunnar en Valsmenn skoruðu 108 stig í leiknum úr tæplega 90 sóknum. „Pavel var nú bara eins og Steph Curry þarna á tímabili hann var algjörlega frábær. Naor Sharabani var sömuleiðis mjög góður og Illugi Steingrímsson líka. Það voru margir leikmenn hjá þeim sem spiluðu vel og færri hjá okkur.” Stjarnan er að keppa í undanúrslitum í bikarnum í næstu viku þar sem þeir geta farið langleiðina með að tryggja sér fyrsta titil tímabilsins. Arnar vildi samt ekki niðurspila mikilvægi þessa leiks fyrir Garðbæingana. „Það eru bara allir leikir stórir. Núna erum við búnir að galopna fyrir Keflavík að taka deildarmeistaratitilinn. Það skipta allir leikir í þessari deild miklu máli og síðan er bikarinn bara svona sér ævintýri.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 106-76 | Ótrúleg úrslit á Hlíðarenda Valsmenn klifruðu í kvöld upp úr fallsæti með því að sigra Stjörnuna. Stjarnan var fyrir leikinn ekki búin að tapa leik síðan í október. 7. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Eftir að hafa unnið alla leiki síðan í október töpuðu Stjörnumenn óvænt á Hlíðarenda í kvöld. Það sem gerði úrslitin ennþá óvæntari var að gestirnir töpuðu með 30 stigum en það er klárlega þeirra stærsta tap á tímabilinu. Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var eins og við mátti búast vonsvikinn eftir leik. „Við töpuðum bara fyrir liði sem spilaði miklu betur en við í dag.” Ægir Þór Steinarsson sem hefur verið einn af bestu mönnum Stjörnunnar í vetur var fjarverandi í kvöld og sást vel á leik liðsins að það munaði um hann. Arnar var þó ekki að leita sér að afsökunum. „Ægir var veikur en hann hefði ekki breytt þessu.” Aðspurður hvort að Ægir hefði ekki bætt leik liðsins sem hafði unnið þrettán leiki í röð með hann innanborðs svaraði Arnar aftur: „Ægir er góður í körfu en hann er samt enginn töfrakall. Þeir voru bara miklu betri en við. Orkustigið þeirra var betra en okkar orkustig var bara ansi lélegt.” Einn af þeim leikmönnum sem á oftast að reyna að leysa Ægi af er ungi heimamaðurinn Dúi Þór Jónsson. Dúi var klaufi í fyrri hálfleik og fékk snemma fjórar villur. Til þess að passa að Dúi myndi ekki villa útaf spilaði hann ekkert aftur fyrr en um miðjan fjórða leikhluta þegar leikurinn var búinn. Arnar var ekki tilbúinn að taka sénsinn fyrr að Dúi myndi fá fjórðu villuna sína. „Málið er að hann var með fjórar villur. Ef hann fær aðra villu þá spilar hann ekkert meira í leiknum. Við vitum alveg að Dúi er góður, við höfum trú á honum og hann hefur staðið sig vel með okkur og með Álftanesi í 1. deildinni þar sem hann er á venslasamning. En þegar þú ert kominn með fjórar villur svona snemma þá er bara mjög erfitt hvenær á að setja menn aftur inná.” „Það gekk enginn varnarleikur hér í kvöld. Við prófuðum ansi margt og það mistókst allt alveg hrikalega,” sagði Arnar um misheppnaðan varnarleik Stjörnunnar en Valsmenn skoruðu 108 stig í leiknum úr tæplega 90 sóknum. „Pavel var nú bara eins og Steph Curry þarna á tímabili hann var algjörlega frábær. Naor Sharabani var sömuleiðis mjög góður og Illugi Steingrímsson líka. Það voru margir leikmenn hjá þeim sem spiluðu vel og færri hjá okkur.” Stjarnan er að keppa í undanúrslitum í bikarnum í næstu viku þar sem þeir geta farið langleiðina með að tryggja sér fyrsta titil tímabilsins. Arnar vildi samt ekki niðurspila mikilvægi þessa leiks fyrir Garðbæingana. „Það eru bara allir leikir stórir. Núna erum við búnir að galopna fyrir Keflavík að taka deildarmeistaratitilinn. Það skipta allir leikir í þessari deild miklu máli og síðan er bikarinn bara svona sér ævintýri.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 106-76 | Ótrúleg úrslit á Hlíðarenda Valsmenn klifruðu í kvöld upp úr fallsæti með því að sigra Stjörnuna. Stjarnan var fyrir leikinn ekki búin að tapa leik síðan í október. 7. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 106-76 | Ótrúleg úrslit á Hlíðarenda Valsmenn klifruðu í kvöld upp úr fallsæti með því að sigra Stjörnuna. Stjarnan var fyrir leikinn ekki búin að tapa leik síðan í október. 7. febrúar 2020 21:15