Grindavík komst upp úr botnsæti Domino's deildar kvenna með sigri á Keflavík, 63-57, í Mustad-höllinni í dag. Þetta var annar sigur Grindvíkinga í vetur.
Jordan Reynolds skoraði 24 stig og tók níu fráköst í liði Grindavíkur. Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 14 stig.
Daniela Morillo skoraði 15 stig og tók 14 fráköst í liði Keflavíkur sem var aðeins með 23% skotnýtingu í leiknum. Keflvíkingar skoruðu 23 stig í 1. leikhluta en aðeins 34 eftir það.
KR átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Snæfell að velli í Stykkishólmi. Lokatölur 56-82, KR-ingum í vil.
KR náði yfirhöndinni strax í 1. leikhluta og var 20 stigum yfir að honum loknum, 6-26. Eftir það var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna.
Sanja Orazovic skoraði 16 stig fyrir KR og Hildur Björg Kjartansdóttir 15. Emese Vida var stigahæst í liði Snæfells með 15 stig. Hún tók einnig 15 fráköst.
KR er í 2. sæti deildarinnar með 30 stig, sex stigum á eftir toppliði Vals. Snæfell er í 6. sætinu.
Grindavík komst af botninum | Öruggt hjá KR

Tengdar fréttir

Leik lokið: Haukar - Valur 69-75 | Sjöundi sigur Valskvenna í röð
Sigurganga Vals hélt áfram þegar liðið lagði Hauka að velli í Ólafssal.

Skallagrímur setur pressu á úrslitakeppnissæti eftir spennusigur
Skallagrímur þurfti heldur betur að hafa fyrir hlutunum í sigri á Breiðabliki er liðin mættust í 20. umferð Dominos-deildar kvenna í dag. Lokatölur 75-73.